Lífið

Þrjár vinsælustu einkaþoturnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur betur góðar aðstæður í þessum vélum.
Heldur betur góðar aðstæður í þessum vélum.

Þeir ríkustu ferðast oft um á einkaþotum sem kostar marga milljarða hver. Sumir fara þá leið að leigja slíkar vélar til að komast á milli staða.

Inni á YouTube-síðunni Mr. Luxury má sjá umfjöllun um þrjár vinsælustu einkaþotur heims sem fína og fræga fólkið nýtir sér oft á tíðum.

Um er að ræða þotur á borð við:

  • Bombardier Global 6000
  • Bombardier Global 7500
  • Dassault Falcon 7x

Þoturnar eiga þær allar sameiginlegt að þar fær lúxusinn að ráða ríkjum og má finna frábærar aðstæður í vélinni. Þar er heldur betur hægt að slaka, njóta góðs matar og sofa eins og ungabarn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.