Seiglan í íslenskri ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 4. desember 2020 14:00 Ég er stolt af því að hafa starfað með íslenskri ferðaþjónustu til fjölda ára og kynnt hana á erlendum vettvangi. Síðasta árið hef ég þó gert það með öðrum formmerkjum en áður og á þeim tíma hef ég enn betur áttað mig á því hversu mikil seigla er í því fólki sem starfar í henni á Íslandi. Í mars þegar COVID19 var að byrja var ég beðin um halda erindi erlendis um krýsustjórnun. Þar var ég sérstaklega beðin um að fjalla um það sem Ísland gerði í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Ég blótaði smá á þessum tímapunkti því síðustu ár í starfi mínu þá hjá Íslandsstofu hafði ég ekki tölu á þeim erindum sem ég hélt um markaðsátakið Inspired by Iceland á þeim tíma og ætlaði nú ekki að fara að syngja sama sönginn. Þegar á hólminn var komið var þó erindið í raun um allt annað. Samstaðan Í erindinu kem ég inn á af hverju var farið í markaðsátakið en jú það var út af einu svokölluðu eldgosi. Það sem gerist svo í kjölfarið er að aðilar taka sig saman og vinna að krafti að sameiginlegu verkefni – að bjarga ferðaþjónustunni það sumarið, sem tókst. Stofnaður var krýsuhópur og í framhaldinu hittust stærri hópar í ferðaþjónustunni og stilltu saman strengi. Samstarfið gekk svo næstu 10 árin og ferðaþjónustan þróaðist og samtalið með – úr varð mesta vaxtarskeið ferðaþjónustunnar á Íslandi. Þetta finnst erlendum aðilum sem ég hef kynnt fyrir stórmerkilegt að halda svona lengi út og skilja ekki hvernig það er hægt þar sem að í þeirra heimalöndum, borgum eða svæðum flosna svona verkefni yfirleitt upp eftir 2-3 ár af allskyns ástæðum s.s. áhugaleysi, virkni, þekkingarleysi og pólítík. Seiglan Ég hef notað fjögur orð sem ég hef talið einkenna íslenska ferðaþjónustu og þá sem í henni starfa það er seigla, þolinmæði, aðlögunarhæfni og ekki síst sú gleði að starfa í henni. Hugtakið seigla snýr að þeirri hæfni að standast eða styrkjast í glímu við erfiðleika eða mótlæti. Hæfnin birtist til dæmis í því að líta á krefjandi viðfangsefni þar með talið krýsu sem ögrun frekar en óleysanlegt vandamál. Íslensk ferðaþjónusta fór svo sannarlega í gegnum þennan ólgusjó á sínum tíma og horfði á þetta sem ögrun frekar en að gefast upp og áskoranirnar héldu áfram næstu 10 árin þar til ný krýsa af allt öðrum toga tók skyndilega við. Það má þó segja að seiglan dugi ekki ein til því að í umhverfi ferðaþjónustunnar eru svo margar hindranir að ómæld þolinmæði og aðlögunarhæfni þarf ekki síst að vera til staðar og hún byggir á reynslu. Þekkingin Þekking og reynsla hefur byggst upp á þessu vaxtarskeiði síðustu ára – sem má ekki hverfa og þarf að vera forgangsverkefni að passa að gerist ekki en er þó að gerast alla daga – þegar félagar í ferðaþjónustu leita nýrra tækifæra á öðrum vettvangi. Skiljanlega – það er engin störf að hafa. Það væri óskandi að hægt væri að finna leið til þess að viðhalda þekkingunni í greininni á næstu misserum og vera þannig enn þá meira tilbúin til þess að takast á við næstu áskoranir þegar hjólin fara að snúast aftur. Ég efast ekki um að það er fullt af hugmyndum þarna úti til þess. Við þurfum nefnilega að viðhalda seiglunni í ferðaþjónustunni fyrir uppbygginguna framundan. Höfundar er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég er stolt af því að hafa starfað með íslenskri ferðaþjónustu til fjölda ára og kynnt hana á erlendum vettvangi. Síðasta árið hef ég þó gert það með öðrum formmerkjum en áður og á þeim tíma hef ég enn betur áttað mig á því hversu mikil seigla er í því fólki sem starfar í henni á Íslandi. Í mars þegar COVID19 var að byrja var ég beðin um halda erindi erlendis um krýsustjórnun. Þar var ég sérstaklega beðin um að fjalla um það sem Ísland gerði í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Ég blótaði smá á þessum tímapunkti því síðustu ár í starfi mínu þá hjá Íslandsstofu hafði ég ekki tölu á þeim erindum sem ég hélt um markaðsátakið Inspired by Iceland á þeim tíma og ætlaði nú ekki að fara að syngja sama sönginn. Þegar á hólminn var komið var þó erindið í raun um allt annað. Samstaðan Í erindinu kem ég inn á af hverju var farið í markaðsátakið en jú það var út af einu svokölluðu eldgosi. Það sem gerist svo í kjölfarið er að aðilar taka sig saman og vinna að krafti að sameiginlegu verkefni – að bjarga ferðaþjónustunni það sumarið, sem tókst. Stofnaður var krýsuhópur og í framhaldinu hittust stærri hópar í ferðaþjónustunni og stilltu saman strengi. Samstarfið gekk svo næstu 10 árin og ferðaþjónustan þróaðist og samtalið með – úr varð mesta vaxtarskeið ferðaþjónustunnar á Íslandi. Þetta finnst erlendum aðilum sem ég hef kynnt fyrir stórmerkilegt að halda svona lengi út og skilja ekki hvernig það er hægt þar sem að í þeirra heimalöndum, borgum eða svæðum flosna svona verkefni yfirleitt upp eftir 2-3 ár af allskyns ástæðum s.s. áhugaleysi, virkni, þekkingarleysi og pólítík. Seiglan Ég hef notað fjögur orð sem ég hef talið einkenna íslenska ferðaþjónustu og þá sem í henni starfa það er seigla, þolinmæði, aðlögunarhæfni og ekki síst sú gleði að starfa í henni. Hugtakið seigla snýr að þeirri hæfni að standast eða styrkjast í glímu við erfiðleika eða mótlæti. Hæfnin birtist til dæmis í því að líta á krefjandi viðfangsefni þar með talið krýsu sem ögrun frekar en óleysanlegt vandamál. Íslensk ferðaþjónusta fór svo sannarlega í gegnum þennan ólgusjó á sínum tíma og horfði á þetta sem ögrun frekar en að gefast upp og áskoranirnar héldu áfram næstu 10 árin þar til ný krýsa af allt öðrum toga tók skyndilega við. Það má þó segja að seiglan dugi ekki ein til því að í umhverfi ferðaþjónustunnar eru svo margar hindranir að ómæld þolinmæði og aðlögunarhæfni þarf ekki síst að vera til staðar og hún byggir á reynslu. Þekkingin Þekking og reynsla hefur byggst upp á þessu vaxtarskeiði síðustu ára – sem má ekki hverfa og þarf að vera forgangsverkefni að passa að gerist ekki en er þó að gerast alla daga – þegar félagar í ferðaþjónustu leita nýrra tækifæra á öðrum vettvangi. Skiljanlega – það er engin störf að hafa. Það væri óskandi að hægt væri að finna leið til þess að viðhalda þekkingunni í greininni á næstu misserum og vera þannig enn þá meira tilbúin til þess að takast á við næstu áskoranir þegar hjólin fara að snúast aftur. Ég efast ekki um að það er fullt af hugmyndum þarna úti til þess. Við þurfum nefnilega að viðhalda seiglunni í ferðaþjónustunni fyrir uppbygginguna framundan. Höfundar er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar