LeBron framlengir til 2023 | Gæti spilað með syni sínum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 08:00 Takist þessum tveimur að spila saman í NBA-deildinni þá yrðu þeir fyrstu feðgarnir sem ná því. Jay LaPrete/AP LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers og einn albesti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið. Opnar það á möguleikann að hann nái að spila með syni sínum. LeBron verður 36 ára undir lok árs 2020 en ber aldurinn ekki með sér. Hann er að fara inn í sitt 18. ár í NBA-deildinni en spilar þó eins og hann sé áratug yngri. Hann var stórkostlegur í liði Lakers sem vann á endanum titilinn örugglega á síðustu leiktíð. Lakers lagði fyrrum lið LeBron, Miami Heat, í úrslitaeinvígi deildarinnar. Unnu fjóra leiki gegn tveimur hjá Miami og það sem meira er þá var LeBron kosinn MVP einvígisins, það er verðmætasti leikmaðurinn. Er hann fyrsti leikmaður í sögu NBA sem er nær þeim áfanga með þremur mismunandi liðum [Lakers, Miami og Cleveland]. Hann var valinn valinn MVP, eða besti leikmaður, úrslitanna þar sem Lakers lagði Miami Heat af velli í sex leikjum. LeBron er fyrsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til að vinna titilinn með þremur liðum. Hann vann hann áður með Miami Heat og Cleveland Cavaliers. Nú hefur LeBron framlengt samning sinn við félagið til ársins 2023 en hann átti að renna út ári áður. Þetta staðfesti umboðsmaður hans, Rich Paul, í samtali við fjölmiðla í gær. Gæti spilað með syni sínum Eins og staðan er í dag mun samningur LeBron við Lakers renna út sumarið 2023. Þá verður LeBron 38 ára gamall og sonur hans Bronny James 18 ára. Samkvæmt nýjum reglum NBA-deildarinnar geta leikmenn sleppt háskóla og farið beint í nýliðaval deildarinnar eftir menntaskóla. Bronny er talinn gríðarlegt efni og gæti fylgt í fótspor föður síns. Það er að koma ungur að árum inn í NBA-deildina. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir feðgar verði þeir fyrstu til að spila saman í sögu deildarinnar. Það kemur í ljós haustið 2023. LeBron s extension will end in 2023, and Bronny could be eligible for the NBA draft that year if the rules changeFirst father-son duo to play at the same time? pic.twitter.com/gGJHdaBDNL— Bleacher Report (@BleacherReport) December 2, 2020 Körfubolti NBA Tengdar fréttir Segir að Davis ráði hversu langan samning hann geri við Lakers Anthony Davis, önnur af stórstjörnum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur ekki skrifað undir nýjan samning við meistarana Vestanhafs. 1. desember 2020 13:30 Semur aftur við meistarana Það er nóg um að vera á skrifstofu NBA-meistara Los Angeles Lakers þessa dagana. Nú hefur Markieff Morris staðfest að hann stefni á að verja titilinn á komandi leiktíð. 23. nóvember 2020 20:46 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Opnar það á möguleikann að hann nái að spila með syni sínum. LeBron verður 36 ára undir lok árs 2020 en ber aldurinn ekki með sér. Hann er að fara inn í sitt 18. ár í NBA-deildinni en spilar þó eins og hann sé áratug yngri. Hann var stórkostlegur í liði Lakers sem vann á endanum titilinn örugglega á síðustu leiktíð. Lakers lagði fyrrum lið LeBron, Miami Heat, í úrslitaeinvígi deildarinnar. Unnu fjóra leiki gegn tveimur hjá Miami og það sem meira er þá var LeBron kosinn MVP einvígisins, það er verðmætasti leikmaðurinn. Er hann fyrsti leikmaður í sögu NBA sem er nær þeim áfanga með þremur mismunandi liðum [Lakers, Miami og Cleveland]. Hann var valinn valinn MVP, eða besti leikmaður, úrslitanna þar sem Lakers lagði Miami Heat af velli í sex leikjum. LeBron er fyrsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til að vinna titilinn með þremur liðum. Hann vann hann áður með Miami Heat og Cleveland Cavaliers. Nú hefur LeBron framlengt samning sinn við félagið til ársins 2023 en hann átti að renna út ári áður. Þetta staðfesti umboðsmaður hans, Rich Paul, í samtali við fjölmiðla í gær. Gæti spilað með syni sínum Eins og staðan er í dag mun samningur LeBron við Lakers renna út sumarið 2023. Þá verður LeBron 38 ára gamall og sonur hans Bronny James 18 ára. Samkvæmt nýjum reglum NBA-deildarinnar geta leikmenn sleppt háskóla og farið beint í nýliðaval deildarinnar eftir menntaskóla. Bronny er talinn gríðarlegt efni og gæti fylgt í fótspor föður síns. Það er að koma ungur að árum inn í NBA-deildina. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir feðgar verði þeir fyrstu til að spila saman í sögu deildarinnar. Það kemur í ljós haustið 2023. LeBron s extension will end in 2023, and Bronny could be eligible for the NBA draft that year if the rules changeFirst father-son duo to play at the same time? pic.twitter.com/gGJHdaBDNL— Bleacher Report (@BleacherReport) December 2, 2020
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Segir að Davis ráði hversu langan samning hann geri við Lakers Anthony Davis, önnur af stórstjörnum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur ekki skrifað undir nýjan samning við meistarana Vestanhafs. 1. desember 2020 13:30 Semur aftur við meistarana Það er nóg um að vera á skrifstofu NBA-meistara Los Angeles Lakers þessa dagana. Nú hefur Markieff Morris staðfest að hann stefni á að verja titilinn á komandi leiktíð. 23. nóvember 2020 20:46 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Segir að Davis ráði hversu langan samning hann geri við Lakers Anthony Davis, önnur af stórstjörnum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur ekki skrifað undir nýjan samning við meistarana Vestanhafs. 1. desember 2020 13:30
Semur aftur við meistarana Það er nóg um að vera á skrifstofu NBA-meistara Los Angeles Lakers þessa dagana. Nú hefur Markieff Morris staðfest að hann stefni á að verja titilinn á komandi leiktíð. 23. nóvember 2020 20:46