Körfubolti

LeBron fram­lengir til 2023 | Gæti spilað með syni sínum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Takist þessum tveimur að spila saman í NBA-deildinni þá yrðu þeir fyrstu feðgarnir sem ná því.
Takist þessum tveimur að spila saman í NBA-deildinni þá yrðu þeir fyrstu feðgarnir sem ná því. Jay LaPrete/AP

LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers og einn albesti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið.

Opnar það á möguleikann að hann nái að spila með syni sínum.

LeBron verður 36 ára undir lok árs 2020 en ber aldurinn ekki með sér. Hann er að fara inn í sitt 18. ár í NBA-deildinni en spilar þó eins og hann sé áratug yngri. Hann var stórkostlegur í liði Lakers sem vann á endanum titilinn örugglega á síðustu leiktíð. 

Lakers lagði fyrrum lið LeBron, Miami Heat, í úrslitaeinvígi deildarinnar. Unnu fjóra leiki gegn tveimur hjá Miami og það sem meira er þá var LeBron kosinn MVP einvígisins, það er verðmætasti leikmaðurinn. Er hann fyrsti leikmaður í sögu NBA sem er nær þeim áfanga með þremur mismunandi liðum [Lakers, Miami og Cleveland].

Hann var valinn valinn MVP, eða besti leikmaður, úrslitanna þar sem Lakers lagði Miami Heat af velli í sex leikjum. LeBron er fyrsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til að vinna titilinn með þremur liðum. Hann vann hann áður með Miami Heat og Cleveland Cavaliers.

Nú hefur LeBron framlengt samning sinn við félagið til ársins 2023 en hann átti að renna út ári áður. Þetta staðfesti umboðsmaður hans, Rich Paul, í samtali við fjölmiðla í gær.

Gæti spilað með syni sínum

Eins og staðan er í dag mun samningur LeBron við Lakers renna út sumarið 2023. Þá verður LeBron 38 ára gamall og sonur hans Bronny James 18 ára. Samkvæmt nýjum reglum NBA-deildarinnar geta leikmenn sleppt háskóla og farið beint í nýliðaval deildarinnar eftir menntaskóla.

Bronny er talinn gríðarlegt efni og gæti fylgt í fótspor föður síns. Það er að koma ungur að árum inn í NBA-deildina. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir feðgar verði þeir fyrstu til að spila saman í sögu deildarinnar. Það kemur í ljós haustið 2023.


Tengdar fréttir

Semur aftur við meistarana

Það er nóg um að vera á skrifstofu NBA-meistara Los Angeles Lakers þessa dagana. Nú hefur Markieff Morris staðfest að hann stefni á að verja titilinn á komandi leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×