Steph Curry farinn að finna fyrir aldrinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 17:01 Steph Curry segir aldurinn farinn að segja til sín. vísir/getty Hinn 32 ára gamli Steph Curry segist vera farinn að finna fyrir aldrinum eftir að hitta nýliðana sem Golden State Warriors – lið hans í NBA-deildinni í körfubolta – valdi í nýliðavali deildarinnar á dögunum. Curry hefur verið einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár og verið einn mikilvægasti hlekkurinn í einkar sigursælu Warriors-liði. Þrívegis hefur liðið orðið meistari á síðustu fimm árum [ 2015, 2017 og 2018]. Curry missti hins vegar af síðasta tímabili vegna meiðsla og stefnir á að bæta það upp á komandi leiktíð. Þessi magnaði leikmaður finnur hins vegar svo sannarlega fyrir aldrinum þessa dagana en það er ekki meiðslunum að kenna. Ástæðan er nýliðar Golden State, þeir James Wiseman og Nico Mannion. Curry þekkir báða nokkuð vel en þeir mættu í æfingabúðir sem hann hélt sumarið 2018. Báru þeir höfuð og herðar yfir alla aðra í búðunum. pic.twitter.com/46vwTjcOh9— Dalton Johnson (@DaltonJ_Johnson) November 19, 2020 „Það er aðallega það sem lætur mig finna fyrir aldreinum. Wiseman og Mannion voru í búðunum hjá mér fyrir tveimur og þremur árum, síðan þá hafa þeir farið í gegnum menntaskóla og er nú orðnir samherjar mínir,“ sagði Curry í viðtali nýverið. Hann telur þó að það gæti hjálpað tvímenningunum að hafa verið í SC30 æfingabúðunum á sínum tíma. „Þessi kunnugleiki hjálpar til. Vonandi treysta þeir mér, Draymond Green og hinum reynsluboltunum í liðinu til að kenna þeim það sem við vitum og koma þeim í stöðu til að verða sigursælir í því sem þeir gera. Ég er mjög spenntur,“ bætti Curry við að lokum. NBA-deildin fer af stað að nýju þann 22. desember og eru liðin í óðaönn að hefja æfingar. Tíu dögum fyrr leika Warriors sinn fyrsta æfingaleik en þeir mæta þá Denver Nuggets á heimavelli. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00 Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Curry hefur verið einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár og verið einn mikilvægasti hlekkurinn í einkar sigursælu Warriors-liði. Þrívegis hefur liðið orðið meistari á síðustu fimm árum [ 2015, 2017 og 2018]. Curry missti hins vegar af síðasta tímabili vegna meiðsla og stefnir á að bæta það upp á komandi leiktíð. Þessi magnaði leikmaður finnur hins vegar svo sannarlega fyrir aldrinum þessa dagana en það er ekki meiðslunum að kenna. Ástæðan er nýliðar Golden State, þeir James Wiseman og Nico Mannion. Curry þekkir báða nokkuð vel en þeir mættu í æfingabúðir sem hann hélt sumarið 2018. Báru þeir höfuð og herðar yfir alla aðra í búðunum. pic.twitter.com/46vwTjcOh9— Dalton Johnson (@DaltonJ_Johnson) November 19, 2020 „Það er aðallega það sem lætur mig finna fyrir aldreinum. Wiseman og Mannion voru í búðunum hjá mér fyrir tveimur og þremur árum, síðan þá hafa þeir farið í gegnum menntaskóla og er nú orðnir samherjar mínir,“ sagði Curry í viðtali nýverið. Hann telur þó að það gæti hjálpað tvímenningunum að hafa verið í SC30 æfingabúðunum á sínum tíma. „Þessi kunnugleiki hjálpar til. Vonandi treysta þeir mér, Draymond Green og hinum reynsluboltunum í liðinu til að kenna þeim það sem við vitum og koma þeim í stöðu til að verða sigursælir í því sem þeir gera. Ég er mjög spenntur,“ bætti Curry við að lokum. NBA-deildin fer af stað að nýju þann 22. desember og eru liðin í óðaönn að hefja æfingar. Tíu dögum fyrr leika Warriors sinn fyrsta æfingaleik en þeir mæta þá Denver Nuggets á heimavelli.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00 Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00
Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum