„Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2020 23:00 Benedikt og Finnur Freyr vilja fá leyfi til að hefja æfingar að nýju. Sérstaklega í ljósi þess hvað annað er leyfilegt í samfélaginu. Dominos Körfuboltakvöld Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Þetta kom fram í síðasta þætti af Dominos Körfuboltakvöld þar sem þeir félagar voru ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda. Sjá má innslag úr þættinum í spilaranum neðst í fréttinni. „Maður er ekkert að deyja úr bjartsýni en maður er að vona. Íþróttahreyfingin – eins og hún leggur sig - spyr bara; Af hverju megum við ekki æfa. Ég er öll kvöld að horfa á Stöð 2 Sport, horfa á þessa og hina deildina þar sem allir eru að spila. Við búum ekki í Norður-Kóreu, við vitum alveg hvað er að gerast í kringum okkur. Ef allar aðrar þjóðir fá að æfa og spila, af hverju megum við það ekki,“ spurði Benedikt hvumsa. „Við skyldum það í vor. Þá var líka stopp allstaðar en ég bara skil þetta ekki í dag,“ bætti hann svo við. Kjartan Atli tók í kjölfarið orðið og sagði að hann vildi sjá íþróttafólk Íslands geta æft. Hann sagðist hafa rætt við leikmann í Dominos deild karla sem talaði um að leikmenn væru komnir með kvíða fyrir því þegar loks má mæta aftur til æfinga. Þá nefndi hann könnun þar sem tölurnar sýna að æfingabannið er farið að hafa áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. „Við erum með sóttvarnarlækni sem hefur það verkefni að ná þessum faraldri niður en hann má ekki búa til fullt af öðrum vandamálum í staðinn. Ég vona að hann sé að gera rétt. Maður vill heldur ekki vera með frekju og heimta eitthvað. Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa,“ sagði Benedikt einnig. Af hverju má starfsmaður afgreiða 100+ einstaklinga a einum degi í fataverslun en íþróttamaður ekki mæta einn a æfingu? https://t.co/eyTMgPvbkH— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) November 27, 2020 „Þú bara þjálfar það ekki, það er bara þannig. Okkar starf er að þjálfa fólkið og við höfum ekki tækifæri til þess,“ var svar Finns er Kjartan spurði hann hvernig væri að þjálfa lið í þessum aðstæðum. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Benni Gumm vill fá skýrari svör varðandi æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Þetta kom fram í síðasta þætti af Dominos Körfuboltakvöld þar sem þeir félagar voru ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda. Sjá má innslag úr þættinum í spilaranum neðst í fréttinni. „Maður er ekkert að deyja úr bjartsýni en maður er að vona. Íþróttahreyfingin – eins og hún leggur sig - spyr bara; Af hverju megum við ekki æfa. Ég er öll kvöld að horfa á Stöð 2 Sport, horfa á þessa og hina deildina þar sem allir eru að spila. Við búum ekki í Norður-Kóreu, við vitum alveg hvað er að gerast í kringum okkur. Ef allar aðrar þjóðir fá að æfa og spila, af hverju megum við það ekki,“ spurði Benedikt hvumsa. „Við skyldum það í vor. Þá var líka stopp allstaðar en ég bara skil þetta ekki í dag,“ bætti hann svo við. Kjartan Atli tók í kjölfarið orðið og sagði að hann vildi sjá íþróttafólk Íslands geta æft. Hann sagðist hafa rætt við leikmann í Dominos deild karla sem talaði um að leikmenn væru komnir með kvíða fyrir því þegar loks má mæta aftur til æfinga. Þá nefndi hann könnun þar sem tölurnar sýna að æfingabannið er farið að hafa áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. „Við erum með sóttvarnarlækni sem hefur það verkefni að ná þessum faraldri niður en hann má ekki búa til fullt af öðrum vandamálum í staðinn. Ég vona að hann sé að gera rétt. Maður vill heldur ekki vera með frekju og heimta eitthvað. Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa,“ sagði Benedikt einnig. Af hverju má starfsmaður afgreiða 100+ einstaklinga a einum degi í fataverslun en íþróttamaður ekki mæta einn a æfingu? https://t.co/eyTMgPvbkH— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) November 27, 2020 „Þú bara þjálfar það ekki, það er bara þannig. Okkar starf er að þjálfa fólkið og við höfum ekki tækifæri til þess,“ var svar Finns er Kjartan spurði hann hvernig væri að þjálfa lið í þessum aðstæðum. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Benni Gumm vill fá skýrari svör varðandi æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira