Sex með yfir tíu stig í fyrsta sinn í fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 15:30 Ægir Þór Steinarsson breytti leiknum þegar hann kom inn á völlinn. Vísir/Bára Margir leikmenn voru að skila stigum á töfluna í sigri íslenska karlalandsliðsins í körfubolta í gær. Stigaskorið dreifðist vel á milli manna hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta í sigrinum á Lúxemborg í gær í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023. Íslenska liðið var lengi í gang en sýndi í seinni hálfleik hversu breiddin er mikil í liðinu í dag. Liðið lék auðvitað án þeirra Martins Hermannssonar og Hauks Helga Pálssonar sem eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Það var því ánægjulegt að um sameiginlegt átaka var að ræða í því að fylla í skarð lykilmannanna. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tíu stig eða meira en það hefur ekki gerst hjá íslenska liðinu í rúm fjögur ár. Eftir slakan fyrri hálfleik þá fundu íslensku strákarnir taktinn í þeim síðar með orkufulla geitunginn Ægi Þór Steinarsson í fararbroddi. Tryggvi Snær Hlinason skoraði aðeins eitt stig í fyrri hálfleiknum en skoraði síðan sextán stig í þeim síðari og var stigahæstur í íslenska liðinu. Jón Axel Guðmundsson klikkaði á átta fyrstu skotum sínum í leiknum en nýtti þau þrjú síðustu og endaði næststigahæstur með 14 stig. Ægir Þór var með 13 stig, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta og það aðeins tæpum 25 mínútum.Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig og gaf að auki 4 stoðsendingar á sínum 28 mínútum.Sigtryggur Arnar Björnsson hélt sóknarleiknum á floti í fyrri hálfleik og endaði með 12 stig og Kári Jónsson skoraði tíu stig. Fyrirliðinn Hörður Axel Vilhjálmsson var hársbreidd frá því að bætast í hópinn því hann var með 9 stig í leiknum. Síðast skoruðu sex leikmenn yfir tíu stig í sigri á Sviss í Laugardalshöllinni 31. ágúst 2016. Það voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson (16 stig), Hlynur Bæringsson (15), Martin Hermannsson (14), Logi Gunnarsson (13), Haukur Helgi Pálsson (12) og Jón Arnór Stefánsson (11). Það þarf síðan að fara alla leið til ársins 1993 til að finna fleiri tíu stiga menn í einum landsleik en þá brutu sjö landsliðsmenn tíu stiga múrinn í sigri á Lúxemborg í maí 1993. Það voru þeir Guðmundur Bragason (17 stig), Teitur Örlygsson (16), Herbert Arnarson (12), Nökkvi Már Jónsson (11), Guðjón Skúlason (10), Albert Óskarsson (10) og Magnús Helgi Matthíasson (10). Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Stigaskorið dreifðist vel á milli manna hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta í sigrinum á Lúxemborg í gær í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023. Íslenska liðið var lengi í gang en sýndi í seinni hálfleik hversu breiddin er mikil í liðinu í dag. Liðið lék auðvitað án þeirra Martins Hermannssonar og Hauks Helga Pálssonar sem eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Það var því ánægjulegt að um sameiginlegt átaka var að ræða í því að fylla í skarð lykilmannanna. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tíu stig eða meira en það hefur ekki gerst hjá íslenska liðinu í rúm fjögur ár. Eftir slakan fyrri hálfleik þá fundu íslensku strákarnir taktinn í þeim síðar með orkufulla geitunginn Ægi Þór Steinarsson í fararbroddi. Tryggvi Snær Hlinason skoraði aðeins eitt stig í fyrri hálfleiknum en skoraði síðan sextán stig í þeim síðari og var stigahæstur í íslenska liðinu. Jón Axel Guðmundsson klikkaði á átta fyrstu skotum sínum í leiknum en nýtti þau þrjú síðustu og endaði næststigahæstur með 14 stig. Ægir Þór var með 13 stig, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta og það aðeins tæpum 25 mínútum.Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig og gaf að auki 4 stoðsendingar á sínum 28 mínútum.Sigtryggur Arnar Björnsson hélt sóknarleiknum á floti í fyrri hálfleik og endaði með 12 stig og Kári Jónsson skoraði tíu stig. Fyrirliðinn Hörður Axel Vilhjálmsson var hársbreidd frá því að bætast í hópinn því hann var með 9 stig í leiknum. Síðast skoruðu sex leikmenn yfir tíu stig í sigri á Sviss í Laugardalshöllinni 31. ágúst 2016. Það voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson (16 stig), Hlynur Bæringsson (15), Martin Hermannsson (14), Logi Gunnarsson (13), Haukur Helgi Pálsson (12) og Jón Arnór Stefánsson (11). Það þarf síðan að fara alla leið til ársins 1993 til að finna fleiri tíu stiga menn í einum landsleik en þá brutu sjö landsliðsmenn tíu stiga múrinn í sigri á Lúxemborg í maí 1993. Það voru þeir Guðmundur Bragason (17 stig), Teitur Örlygsson (16), Herbert Arnarson (12), Nökkvi Már Jónsson (11), Guðjón Skúlason (10), Albert Óskarsson (10) og Magnús Helgi Matthíasson (10).
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira