Lakers fær hinn Gasol-bróðurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 12:01 Marc Gasol freistar þess að verða NBA-meistari með Los Angeles Lakers eins og hann varð með Toronto Raptors. getty/Douglas P. DeFelice Spænski miðherjinn Marc Gasol er á förum til NBA-meistara Los Angeles Lakers frá Toronto Raptors. Hann gerir tveggja ára samning við Lakers. NBA-véfréttin Adrian Wojnarowski greinir frá þessu. Gasol will sign a two-year deal, sources tell @ZachLowe_NBA and me.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 23, 2020 Eldri bróðir Gasols, Pau Gasol, lék með Lakers við góðan orðstír á árunum 2008-14 og varð NBA-meistari með liðinu 2009 og 2010. Nú fær yngri bróðir hans tækifæri til að leika sama leik. Lakers valdi Marc Gasol í nýliðavalinu 2007 en skipti réttinum á honum til Memphis Grizzlies fyrir bróður hans. Marc Gasol lék með Memphis á árunum 2008-19 og var valinn varnarmaður ársins í NBA tímabilið 2012-13. Um mitt tímabil 2018-19 var Gasol skipt til Toronto. Hann átti stóran þátt í því að liðið varð NBA-meistari í fyrsta sinn eftir sigur á Golden State Warriors, 4-2, í úrslitaeinvíginu. Gasol, sem er 35 ára, er ætlað að fylla skarðið sem Dwight Howard skilur eftir sig hjá Lakers. Til að búa til pláss fyrir Gasol hjá sér skipti Lakers miðherjanum JaVale McGee og valrétti til Cleveland Cavaliers í skiptum fyrir Jordan Bell og Alfonzo McKinnie. Á síðasta tímabili var Gasol með 7,5 stig, 6,3 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira
Spænski miðherjinn Marc Gasol er á förum til NBA-meistara Los Angeles Lakers frá Toronto Raptors. Hann gerir tveggja ára samning við Lakers. NBA-véfréttin Adrian Wojnarowski greinir frá þessu. Gasol will sign a two-year deal, sources tell @ZachLowe_NBA and me.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 23, 2020 Eldri bróðir Gasols, Pau Gasol, lék með Lakers við góðan orðstír á árunum 2008-14 og varð NBA-meistari með liðinu 2009 og 2010. Nú fær yngri bróðir hans tækifæri til að leika sama leik. Lakers valdi Marc Gasol í nýliðavalinu 2007 en skipti réttinum á honum til Memphis Grizzlies fyrir bróður hans. Marc Gasol lék með Memphis á árunum 2008-19 og var valinn varnarmaður ársins í NBA tímabilið 2012-13. Um mitt tímabil 2018-19 var Gasol skipt til Toronto. Hann átti stóran þátt í því að liðið varð NBA-meistari í fyrsta sinn eftir sigur á Golden State Warriors, 4-2, í úrslitaeinvíginu. Gasol, sem er 35 ára, er ætlað að fylla skarðið sem Dwight Howard skilur eftir sig hjá Lakers. Til að búa til pláss fyrir Gasol hjá sér skipti Lakers miðherjanum JaVale McGee og valrétti til Cleveland Cavaliers í skiptum fyrir Jordan Bell og Alfonzo McKinnie. Á síðasta tímabili var Gasol með 7,5 stig, 6,3 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira