Fótbolti

Sá yngsti í sögunni kom inná fyrir Haaland

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Söguleg skipting.
Söguleg skipting. vísir/Getty

Það var söguleg stund þegar norska ungstirninu Erling Braut Haaland var skipt af velli eftir að hafa skorað fernu í 2-5 sigri Borussia Dortmund á Herthu Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Inn í hans stað kom leikmaður sem er fjórum árum yngri en Haaland, hinn 16 ára gamli Youssoufa Moukoko.

Moukoko fagnaði 16 ára afmæli sínu síðastliðinn föstudag og varð um leið löglegur til að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Lucien Favre, stjóri Dortmund, var ekki lengi að nýta sér það.

Metið átti Nuri Sahin en hann var 16 ára og 334 daga gamall þegar hann þreytti frumraun sína í þýsku úrvalsdeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.