Handbolti

Ís­lendingar í lykil­hlut­verkum í Evrópu­sigrum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson gerði vel í dag.
Gísli Þorgeir Kristjánsson gerði vel í dag. Getty/Carsten Harz

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru á meðal markahæstu manna er Magdeburg vann 37-30 sigur á HC CSKA í Evrópudeildinni í handbolta í dag.

Magdeburg voru sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11, en lokatölurnar urðu sjö marka sigur Magdeburg. Magdeburg því unnið fyrstu tvo leiki sína í riðlinum.

Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk úr átta skotum og var markahæsti leikmaður Magdeburgar. Gísli Þorgeir Kristjánsson gerði sex mörk úr níu skotum.

Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað er Rhein-Neckar Löwen unnu 37-32 sigur á GOG í Danmörku. Viktor Gísli Hallgrímsson varði sex skot í marki GOG. Ljónin eru með tvö stig eftir einn leik en GOG tvö stig eftir þrjá leiki.

Kadetten, lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar, gerðu jafntefli við Euroform Pelister, 25-25, á heimavelli í dag en Kadetten er með þrjú stig í D-riðlinum.

Kristianstad vann svo fyrir franska liðið Nimes á útivelli, 26-25, eftir að hafa leitt 13-12 í hálfleik. Kristianstad er með tvö stig eftir þrjá leiki. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fimm mörk og Teitur Örn Einarsson fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×