Lífið samstarf

Átta truflaðir litir sem umbreyta heimilinu

Slippfélagið
Nýjur litirnir hennar Soffíu Daggar hjá Slippfélaginu eiga allir sameiginlegt að vera hlýjir og notalegir
Nýjur litirnir hennar Soffíu Daggar hjá Slippfélaginu eiga allir sameiginlegt að vera hlýjir og notalegir

Soffía Dögg Garðarsdóttir gjörbreytti sýningaríbúð með nýjum litum sem hún hefur bætt inn í litakortið sitt hjá Slippfélaginu. Myndirnar tala sínu máli enda er Soffía annáluð smekkmanneskja og stílisti og útfærir hugmyndir sínar meðal annars í nýjum þáttum hér á Vísi, Skreytum hús. Nýju litirnir eiga allir sameiginlegt að vera hlýir og notalegir og segja nöfnin allt sem segja þarf, Ylja, Ró, Ósk og Værð, Mistur, Vænn og svo litirnir Spes og Lekker.

Ylja – hlýr og mjúkur litatónn

Soffía notaði litinn Ylja á alrýmið og í eldhúsið. Ylja er grátóna og talsvert ljósari útgáfa af litnum Ró. Soffía lýsir honum sem hlýjum, mjúkum og umlykjandi. Hann hentar vel í allt rými þar sem sóst er eftir fallegri hlýju og umfaðmandi stemmingu.

Ró – fullkominn svefnherbergislitur

Í svefnhebergi segir Soffía litinn Ró eiga fullkomlega við. Liturinn er afar hlýr og í honum fá finna brúna og græna undirtóna. Ró er dekkri en Ylja og gefur dýpt án þess að verða of yfirgnæfandi.

Ósk – bleikur en ekki um of

Liturinn Ósk fór á veggina í barnaherberginu. Ósk er ljós-muskaður og fölbleikur tónn sem Soffía segir lit drauma sinna, hann sé bleikur án þess að vera of bleikur. Liturinn er kjörinn í barnaherbergi til að skapa rólegt andrúmsloft.

Værð – notalegir undirtónar

Værð er dekkri útgáfa af litnum Ósk og Soffía málaði annað svefnherbergið í þeim lit. Í Værð má finna fjólubláan og brúnan undirtón sem dáleiða augað. Afar notalegur litatónn í svefnherbergi.

Mistur – kyrrð og kósýheit á skrifstofuna

Heimaskrifstofan fékk blágráa litinn Mistur. Eins og nafnið bendir til er liturinn muskaður tónn, djúpur og dulúðlegur. Liturinn gefur rýminu róandi yfirbragð og kyrrð sem er gott til að geta einbeitt sér að vinnunni eða skólanum á heimaskrifstofunni.

Vænn – grænn eins og náttúran

Þennan lit notaði Soffía í skemmtilegt sýningarrými í Rúmfatalagernum. Liturinn hefur sterka tengingu við jörðina og náttúruna og eins og Soffía segir sjálf er liturinn umvefjandi eins og góður sumardagur.

Spes – minnir á mosa

Liturinn Spes er milli dökkur litur sem hefur einnig sterka tengingu við náttúruna. Hann minnir á mosa og lyng enda má finna í honum grænan og gráan undirtón. Soffía notaði Spes í verkefni fyrr á þessu ári þar sem hún tók hjónaherbergi í gegn og breytti því í notalegt afdrep.

Lekker - mildur og fágaður

Það er fágaður sjarmi yfir litnum Lekker, eins og nafnið bendir til. Lekker er bleikur með brúnum blæ og mjög mildur og hlýr. Soffía notaði þennan lit í afar fallegt barnaherbergi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.