Körfubolti

Völdu bestu erlendu leikmennina í sögu Domino´s Körfuboltakvölds

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Amin Khalil Stevens var frábær með liði Keflavíkur.
Amin Khalil Stevens var frábær með liði Keflavíkur. Skjámynd/S2 Sport

Domino´s Körfuboltakvöld er á sínu sjötta tímabili og við það tækifæri ákváðu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir hans að velja bestu erlendu leikmennina sem hafa spilað í deildinni á tíma Domino´s Körfuboltakvölds.

„Við erum að tala um hæfileikaríkustu og bestu leikmennina sem við höfðum séð síðan Körfuboltakvöld hóf göngu sína. Einn leikmaður var í öllum liðunum okkar og það er Amin Stevens,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.

„Við getum slegið því á föstu að þetta sér besti leikmaðurinn eða mesti yfirburðarleikmaðurinn í þessari deild síðan að Körfuboltakvöld byrjaði,“ sagði Kjartan Atli og beindi orðum sínum til Jóns Halldórs Eðvaldssonar.

„Þetta er eini erlendi leikmaðurinn sem ég hef ekki rekið held ég,“ sagði Jón Halldór hlæjandi en hann hefur verið lengi háttsettur í Körfuknattleiksdeild Keflavíkur.

„Þessi gæi var bara fáránlega góður í körfubolta, bæði í vörn og sókn. Hann var skrímsli undir körfunni í fráköstum, hann skorað alls staðar í kringum körfuna og var með geggjað ‚mid-range' skot. Eina sem hann gat ekki af einhverju viti var að skjóta þriggja stiga skotum,“ sagði Jón Halldór.

Amin Khalil Stevens spilaði með Keflavík 2016-17 tímabilið þá var hann með 28,6 stig og 16,0 fráköst að meðaltali í leik.

„Hann var bara óstöðvandi. Ég þjálfaði á móti honum og það var voðaleg lítið hægt að gera. Þú varst heldur ekki með neina Evrópumenn eða aðra til þess að dekka hann. Þetta voru bara íslensku strákarnir og var nánast bara svikamylla,“ sagði Benedikt Guðmundsson.

Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla, Jón Halldór og Benedikt ræða leikmennina sem urðu efstir í kosningu sérfræðinganna á bestu erlendu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds.

Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Bestu erlendu leikmennirnir

Listinn yfir erlendu leikmennina sem komust á blað hjá sérfræðingunum má sjá hér fyrir neðan.

Skjámynd/S2 SportFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.