Körfubolti

Enn einn stór­leikurinn hjá Elvari og Tryggvi tapaði í spennu­trylli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar Már var frábær í kvöld.
Elvar Már var frábær í kvöld. vísir/bára

Elvar Már Friðriksson skoraði 21 stig, gaf tólf stoðsendingar og tók fimm fráköst er Siauliai vann loksins leik í litháenska körfuboltanum í dag.

Siauliai hafði tapað fyrstu sjö leikjunum en fyrsti sigurinn kom loks í dag er liðið vann 93-88 sigur á Neptunes. Njarðvíkingurinn hefur iðulega verið stigahæsti leikmaður Siauliai og það sama var uppi á teningnum í dag.

Tryggvi Snær Hlinason gerði þrjú stig og tók sex fráköst er Zaragoza tapaði með minnsta mun á heimavelli fyrir BAXI Manresa í spænska körfuboltanum, 102-103.

Zaragoza er einungis með tvo sigra í fyrstu níu leikjunum og eru þar af leiðandi neðarlega í töflunni.

Valencia tapaði svo gegn Burgos í spænska boltanum, 81-99. Martin Hermannsson skoraði fimm stig en Hilmar Smári Henningsson kom ekkert við sögu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.