Hvers vegna óskaði Viðreisn eftir umræðum um sóttvarnaraðgerðir í þinginu? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 13:01 Ekkert mál er stærra sem stendur en heimsfaraldurinn. Þingflokkur Viðreisnar óskaði fyrir helgi eftir því að heilbrigðisráðherra gefi þinginu hálfsmánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir, forsendur þeirra og sviðsmyndir. Upp á þetta hefur vantað. Í dag fór fram umræða þar sem heilbrigðisráðherra gaf þinginu skýrslu og þingmenn tóku í kjölfarið til orða. Þessi umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Stærstu verkefnin í kjölfar heimsfaraldursins eru þrjú. Að verja líf og heilbrigði þjóðar og að verja heilbrigðiskerfið. Við erum að horfa á dýpstu kreppu í hundrað ár. Þriðja verkefnið lýtur svo að líðan þjóðar. Afleiðingar þar er annarsvegar til skemmri tíma en um leið lengri. Öll eru þessi verkefni gríðarstór og aðgerðir til að verja þessa hagsmuni verða að ganga hönd í hönd. Upp á það hefur vantað. Hvers vegna bað Viðreisn um þessa umræðu? Í ástandi sem þessu er það ekki aðeins réttur þings að eiga samtal við ráðherra hér í þingsal, um forsendur og sviðsmyndir. Það er skylda þingsins að rækja eftirlitshlutverk gagnvart stjórnvöldum. Þetta er grundvallatriði og þessi skylda er enn ríkari nú þegar ljóst er að erfitt ástand er langvarandi. Felst í því einhver afstaða okkar flokks til tiltekinna sóttvarnaraðgerða? Að við teljum þær of harðar eða mildar? Nei, samtalið snýst ekki um það, heldur um upplýsingar og forsendur. Skoðanir um sóttvarnir eru skiptar innan þings eins og annars staðar, eins og raunar kristallaðist í umræðu inni í þingsal áðan. Umræða hefur mikið snúist um samspil sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Lagaleg og pólitísk álitaefni eru fleiri en sóttvarnarlög, heimildir og valdmörk þar. Önnur grundvallarspurning er um samspil þings og ráðherra. Og það er ástæða þess að Viðreisn lagði fram þessa ósk. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum má það ekki verða niðurstaðan að þingið hafi verið vængstýft í umræðunni, heldur að þingið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu og fengið forsendur til þess að geta gert það. Það er því mikilvægt að ráðherra hafi tekið vel í þessa ósk Viðreisnar. Forsenda þess að Alþingi geti sinnt skyldu sinni um eftirlit er upplýsingagjöf. Ég held því ekki fram að engin umræða hafi átt sér stað en við vitum þó að það hefur fyrst og fremst verið um efnahagsaðgerðir. Það hefur vantað að þingið hafi fengið upplýsingar um forsendur og sviðsmyndir að baki sóttvarnaraðgerðum, en slíkar forsendur hafa áhrif á efnahagsaðgerðirnar. Kraftmiklum sóttvarnaraðgerðum verða að fylgja kraftmiklar efnahagsaðgerðir. Þær verða að vera jafnar að þunga og kynntar til leiks samhliða. Þegar bið eftir efnahagsaðgerðum er löng, eins og verið hefur, þá framkallar það þreytu og jafnvel vonleysi. Löng bið eftir efnahagsaðgerðum er líka til þess fallin að draga úr skilningi og stuðningi við sóttvarnaraðgerðir. Viðreisn beindi því til heilbrigðisráðherra í dag að hún myndi fyrir hönd stjórnarinnar bregðast við þessum athugasemdum. Það getur ekki gengið til lengri tíma að efnahagsaðgerðir dragist né að þær séu ekki í samræmi við þunga sóttvarnaraðgerða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ekkert mál er stærra sem stendur en heimsfaraldurinn. Þingflokkur Viðreisnar óskaði fyrir helgi eftir því að heilbrigðisráðherra gefi þinginu hálfsmánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir, forsendur þeirra og sviðsmyndir. Upp á þetta hefur vantað. Í dag fór fram umræða þar sem heilbrigðisráðherra gaf þinginu skýrslu og þingmenn tóku í kjölfarið til orða. Þessi umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Stærstu verkefnin í kjölfar heimsfaraldursins eru þrjú. Að verja líf og heilbrigði þjóðar og að verja heilbrigðiskerfið. Við erum að horfa á dýpstu kreppu í hundrað ár. Þriðja verkefnið lýtur svo að líðan þjóðar. Afleiðingar þar er annarsvegar til skemmri tíma en um leið lengri. Öll eru þessi verkefni gríðarstór og aðgerðir til að verja þessa hagsmuni verða að ganga hönd í hönd. Upp á það hefur vantað. Hvers vegna bað Viðreisn um þessa umræðu? Í ástandi sem þessu er það ekki aðeins réttur þings að eiga samtal við ráðherra hér í þingsal, um forsendur og sviðsmyndir. Það er skylda þingsins að rækja eftirlitshlutverk gagnvart stjórnvöldum. Þetta er grundvallatriði og þessi skylda er enn ríkari nú þegar ljóst er að erfitt ástand er langvarandi. Felst í því einhver afstaða okkar flokks til tiltekinna sóttvarnaraðgerða? Að við teljum þær of harðar eða mildar? Nei, samtalið snýst ekki um það, heldur um upplýsingar og forsendur. Skoðanir um sóttvarnir eru skiptar innan þings eins og annars staðar, eins og raunar kristallaðist í umræðu inni í þingsal áðan. Umræða hefur mikið snúist um samspil sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Lagaleg og pólitísk álitaefni eru fleiri en sóttvarnarlög, heimildir og valdmörk þar. Önnur grundvallarspurning er um samspil þings og ráðherra. Og það er ástæða þess að Viðreisn lagði fram þessa ósk. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum má það ekki verða niðurstaðan að þingið hafi verið vængstýft í umræðunni, heldur að þingið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu og fengið forsendur til þess að geta gert það. Það er því mikilvægt að ráðherra hafi tekið vel í þessa ósk Viðreisnar. Forsenda þess að Alþingi geti sinnt skyldu sinni um eftirlit er upplýsingagjöf. Ég held því ekki fram að engin umræða hafi átt sér stað en við vitum þó að það hefur fyrst og fremst verið um efnahagsaðgerðir. Það hefur vantað að þingið hafi fengið upplýsingar um forsendur og sviðsmyndir að baki sóttvarnaraðgerðum, en slíkar forsendur hafa áhrif á efnahagsaðgerðirnar. Kraftmiklum sóttvarnaraðgerðum verða að fylgja kraftmiklar efnahagsaðgerðir. Þær verða að vera jafnar að þunga og kynntar til leiks samhliða. Þegar bið eftir efnahagsaðgerðum er löng, eins og verið hefur, þá framkallar það þreytu og jafnvel vonleysi. Löng bið eftir efnahagsaðgerðum er líka til þess fallin að draga úr skilningi og stuðningi við sóttvarnaraðgerðir. Viðreisn beindi því til heilbrigðisráðherra í dag að hún myndi fyrir hönd stjórnarinnar bregðast við þessum athugasemdum. Það getur ekki gengið til lengri tíma að efnahagsaðgerðir dragist né að þær séu ekki í samræmi við þunga sóttvarnaraðgerða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun