Verum góð við okkur sjálf Vigdís Sigurðardóttir skrifar 2. nóvember 2020 16:31 Lífið er fullt af áskorunum. Það er einmitt eitt af því sem gerir það áhugavert og skemmtilegt. Flest getum við þó sennilega verið sammála um að árið 2020 hafi fært okkur fullmargar áskoranir. Áskoranir sem hafa undið upp á sig, dregist á langinn og færst úr því að vera spretthlaup (í lengra lagi) í að vera langhlaup af óþekktri stærðargráðu því við vitum í raun ekki hvenær við komumst í mark. Á sama tíma eru verkefni hversdagsins enn öll til staðar svo 2020 útgáfan er hrein viðbót. Þessi útgáfa spyr ekki um aldur, fyrri störf eða hverra manna við erum; öll erum við því að einhverju leyti á sama báti. Í það minnsta að því leyti til að við erum öll að takast á við nýjan raunveruleika í fyrsta skipti. Það er engin handbók, enginn reynslubolti sem allt veit eða leiðsögumaður sem kemur okkur í skjól. Að geta sett sig í spor annarra er dýrmætur eiginleiki. Það er hins vegar erfiðara en ella á tímum sem þessum, þegar óvissan er mikil og aðalmarkmið margra í raun fyrst og fremst að halda sjó. Komast í gegnum vikuna. En einmitt þess vegna hefur umburðarlyndið sjaldan verið jafn mikilvægt. Ég leyfi mér að fullyrða að hver einasta manneskja sem verður á vegi okkar á degi hverjum er að glíma við einhverjar nýjar áskoranir þessa dagana, rétt eins og við sjálf. Fjölmargar þessara áskorana eru þess eðlis að við höfum litla sem enga stjórn á þeim. Hér sannast þó hið fornkveðna, að við getum að miklu leyti stjórnað því hvernig við bregðumst við þeim. Nú gæti þó verið tilefni til að víkja frá því sem getur oft virkað og virðist vera sérstakt áhugamál okkar Íslendinga; að taka allt á hnefanum. Flest eigum við nokkrar útgáfur af okkur sjálfum. Foreldrið, starfsmaðurinn, vinkonan, yfirmaðurinn, systkinið, jú og svo er manneskjan sjálf þarna einhvers staðar líka. Þegar á móti blæs er tilhneigingin oftar en ekki sú að huga fyrst að skyldum okkar við aðra og láta okkur sjálf mæta afgangi. Sérstaklega í þessari blessuðu 2020 útgáfu. Auðvitað þarf lífið að geta gengið sinn vanagang svona eins og hægt er. Ég er hins vegar á því að ef að við hugum að okkur sjálfum, sýnum okkur sjálfum umburðarlyndi og skilning á þessum skrítnu tímum, skilar það sér líka margfalt til fólksins í kringum okkur. Hvetjum sjálf okkur áfram af jafn miklum ákafa og við hvetjum fólkið okkar áfram. Hughreystum okkur þegar þarf. Verum góð hvert við annað en gleymum ekki að vera góð við okkur sjálf. Höfundur er lögfræðingur og söngkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Lífið er fullt af áskorunum. Það er einmitt eitt af því sem gerir það áhugavert og skemmtilegt. Flest getum við þó sennilega verið sammála um að árið 2020 hafi fært okkur fullmargar áskoranir. Áskoranir sem hafa undið upp á sig, dregist á langinn og færst úr því að vera spretthlaup (í lengra lagi) í að vera langhlaup af óþekktri stærðargráðu því við vitum í raun ekki hvenær við komumst í mark. Á sama tíma eru verkefni hversdagsins enn öll til staðar svo 2020 útgáfan er hrein viðbót. Þessi útgáfa spyr ekki um aldur, fyrri störf eða hverra manna við erum; öll erum við því að einhverju leyti á sama báti. Í það minnsta að því leyti til að við erum öll að takast á við nýjan raunveruleika í fyrsta skipti. Það er engin handbók, enginn reynslubolti sem allt veit eða leiðsögumaður sem kemur okkur í skjól. Að geta sett sig í spor annarra er dýrmætur eiginleiki. Það er hins vegar erfiðara en ella á tímum sem þessum, þegar óvissan er mikil og aðalmarkmið margra í raun fyrst og fremst að halda sjó. Komast í gegnum vikuna. En einmitt þess vegna hefur umburðarlyndið sjaldan verið jafn mikilvægt. Ég leyfi mér að fullyrða að hver einasta manneskja sem verður á vegi okkar á degi hverjum er að glíma við einhverjar nýjar áskoranir þessa dagana, rétt eins og við sjálf. Fjölmargar þessara áskorana eru þess eðlis að við höfum litla sem enga stjórn á þeim. Hér sannast þó hið fornkveðna, að við getum að miklu leyti stjórnað því hvernig við bregðumst við þeim. Nú gæti þó verið tilefni til að víkja frá því sem getur oft virkað og virðist vera sérstakt áhugamál okkar Íslendinga; að taka allt á hnefanum. Flest eigum við nokkrar útgáfur af okkur sjálfum. Foreldrið, starfsmaðurinn, vinkonan, yfirmaðurinn, systkinið, jú og svo er manneskjan sjálf þarna einhvers staðar líka. Þegar á móti blæs er tilhneigingin oftar en ekki sú að huga fyrst að skyldum okkar við aðra og láta okkur sjálf mæta afgangi. Sérstaklega í þessari blessuðu 2020 útgáfu. Auðvitað þarf lífið að geta gengið sinn vanagang svona eins og hægt er. Ég er hins vegar á því að ef að við hugum að okkur sjálfum, sýnum okkur sjálfum umburðarlyndi og skilning á þessum skrítnu tímum, skilar það sér líka margfalt til fólksins í kringum okkur. Hvetjum sjálf okkur áfram af jafn miklum ákafa og við hvetjum fólkið okkar áfram. Hughreystum okkur þegar þarf. Verum góð hvert við annað en gleymum ekki að vera góð við okkur sjálf. Höfundur er lögfræðingur og söngkona.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun