Verum góð við okkur sjálf Vigdís Sigurðardóttir skrifar 2. nóvember 2020 16:31 Lífið er fullt af áskorunum. Það er einmitt eitt af því sem gerir það áhugavert og skemmtilegt. Flest getum við þó sennilega verið sammála um að árið 2020 hafi fært okkur fullmargar áskoranir. Áskoranir sem hafa undið upp á sig, dregist á langinn og færst úr því að vera spretthlaup (í lengra lagi) í að vera langhlaup af óþekktri stærðargráðu því við vitum í raun ekki hvenær við komumst í mark. Á sama tíma eru verkefni hversdagsins enn öll til staðar svo 2020 útgáfan er hrein viðbót. Þessi útgáfa spyr ekki um aldur, fyrri störf eða hverra manna við erum; öll erum við því að einhverju leyti á sama báti. Í það minnsta að því leyti til að við erum öll að takast á við nýjan raunveruleika í fyrsta skipti. Það er engin handbók, enginn reynslubolti sem allt veit eða leiðsögumaður sem kemur okkur í skjól. Að geta sett sig í spor annarra er dýrmætur eiginleiki. Það er hins vegar erfiðara en ella á tímum sem þessum, þegar óvissan er mikil og aðalmarkmið margra í raun fyrst og fremst að halda sjó. Komast í gegnum vikuna. En einmitt þess vegna hefur umburðarlyndið sjaldan verið jafn mikilvægt. Ég leyfi mér að fullyrða að hver einasta manneskja sem verður á vegi okkar á degi hverjum er að glíma við einhverjar nýjar áskoranir þessa dagana, rétt eins og við sjálf. Fjölmargar þessara áskorana eru þess eðlis að við höfum litla sem enga stjórn á þeim. Hér sannast þó hið fornkveðna, að við getum að miklu leyti stjórnað því hvernig við bregðumst við þeim. Nú gæti þó verið tilefni til að víkja frá því sem getur oft virkað og virðist vera sérstakt áhugamál okkar Íslendinga; að taka allt á hnefanum. Flest eigum við nokkrar útgáfur af okkur sjálfum. Foreldrið, starfsmaðurinn, vinkonan, yfirmaðurinn, systkinið, jú og svo er manneskjan sjálf þarna einhvers staðar líka. Þegar á móti blæs er tilhneigingin oftar en ekki sú að huga fyrst að skyldum okkar við aðra og láta okkur sjálf mæta afgangi. Sérstaklega í þessari blessuðu 2020 útgáfu. Auðvitað þarf lífið að geta gengið sinn vanagang svona eins og hægt er. Ég er hins vegar á því að ef að við hugum að okkur sjálfum, sýnum okkur sjálfum umburðarlyndi og skilning á þessum skrítnu tímum, skilar það sér líka margfalt til fólksins í kringum okkur. Hvetjum sjálf okkur áfram af jafn miklum ákafa og við hvetjum fólkið okkar áfram. Hughreystum okkur þegar þarf. Verum góð hvert við annað en gleymum ekki að vera góð við okkur sjálf. Höfundur er lögfræðingur og söngkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Lífið er fullt af áskorunum. Það er einmitt eitt af því sem gerir það áhugavert og skemmtilegt. Flest getum við þó sennilega verið sammála um að árið 2020 hafi fært okkur fullmargar áskoranir. Áskoranir sem hafa undið upp á sig, dregist á langinn og færst úr því að vera spretthlaup (í lengra lagi) í að vera langhlaup af óþekktri stærðargráðu því við vitum í raun ekki hvenær við komumst í mark. Á sama tíma eru verkefni hversdagsins enn öll til staðar svo 2020 útgáfan er hrein viðbót. Þessi útgáfa spyr ekki um aldur, fyrri störf eða hverra manna við erum; öll erum við því að einhverju leyti á sama báti. Í það minnsta að því leyti til að við erum öll að takast á við nýjan raunveruleika í fyrsta skipti. Það er engin handbók, enginn reynslubolti sem allt veit eða leiðsögumaður sem kemur okkur í skjól. Að geta sett sig í spor annarra er dýrmætur eiginleiki. Það er hins vegar erfiðara en ella á tímum sem þessum, þegar óvissan er mikil og aðalmarkmið margra í raun fyrst og fremst að halda sjó. Komast í gegnum vikuna. En einmitt þess vegna hefur umburðarlyndið sjaldan verið jafn mikilvægt. Ég leyfi mér að fullyrða að hver einasta manneskja sem verður á vegi okkar á degi hverjum er að glíma við einhverjar nýjar áskoranir þessa dagana, rétt eins og við sjálf. Fjölmargar þessara áskorana eru þess eðlis að við höfum litla sem enga stjórn á þeim. Hér sannast þó hið fornkveðna, að við getum að miklu leyti stjórnað því hvernig við bregðumst við þeim. Nú gæti þó verið tilefni til að víkja frá því sem getur oft virkað og virðist vera sérstakt áhugamál okkar Íslendinga; að taka allt á hnefanum. Flest eigum við nokkrar útgáfur af okkur sjálfum. Foreldrið, starfsmaðurinn, vinkonan, yfirmaðurinn, systkinið, jú og svo er manneskjan sjálf þarna einhvers staðar líka. Þegar á móti blæs er tilhneigingin oftar en ekki sú að huga fyrst að skyldum okkar við aðra og láta okkur sjálf mæta afgangi. Sérstaklega í þessari blessuðu 2020 útgáfu. Auðvitað þarf lífið að geta gengið sinn vanagang svona eins og hægt er. Ég er hins vegar á því að ef að við hugum að okkur sjálfum, sýnum okkur sjálfum umburðarlyndi og skilning á þessum skrítnu tímum, skilar það sér líka margfalt til fólksins í kringum okkur. Hvetjum sjálf okkur áfram af jafn miklum ákafa og við hvetjum fólkið okkar áfram. Hughreystum okkur þegar þarf. Verum góð hvert við annað en gleymum ekki að vera góð við okkur sjálf. Höfundur er lögfræðingur og söngkona.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar