Verum góð við okkur sjálf Vigdís Sigurðardóttir skrifar 2. nóvember 2020 16:31 Lífið er fullt af áskorunum. Það er einmitt eitt af því sem gerir það áhugavert og skemmtilegt. Flest getum við þó sennilega verið sammála um að árið 2020 hafi fært okkur fullmargar áskoranir. Áskoranir sem hafa undið upp á sig, dregist á langinn og færst úr því að vera spretthlaup (í lengra lagi) í að vera langhlaup af óþekktri stærðargráðu því við vitum í raun ekki hvenær við komumst í mark. Á sama tíma eru verkefni hversdagsins enn öll til staðar svo 2020 útgáfan er hrein viðbót. Þessi útgáfa spyr ekki um aldur, fyrri störf eða hverra manna við erum; öll erum við því að einhverju leyti á sama báti. Í það minnsta að því leyti til að við erum öll að takast á við nýjan raunveruleika í fyrsta skipti. Það er engin handbók, enginn reynslubolti sem allt veit eða leiðsögumaður sem kemur okkur í skjól. Að geta sett sig í spor annarra er dýrmætur eiginleiki. Það er hins vegar erfiðara en ella á tímum sem þessum, þegar óvissan er mikil og aðalmarkmið margra í raun fyrst og fremst að halda sjó. Komast í gegnum vikuna. En einmitt þess vegna hefur umburðarlyndið sjaldan verið jafn mikilvægt. Ég leyfi mér að fullyrða að hver einasta manneskja sem verður á vegi okkar á degi hverjum er að glíma við einhverjar nýjar áskoranir þessa dagana, rétt eins og við sjálf. Fjölmargar þessara áskorana eru þess eðlis að við höfum litla sem enga stjórn á þeim. Hér sannast þó hið fornkveðna, að við getum að miklu leyti stjórnað því hvernig við bregðumst við þeim. Nú gæti þó verið tilefni til að víkja frá því sem getur oft virkað og virðist vera sérstakt áhugamál okkar Íslendinga; að taka allt á hnefanum. Flest eigum við nokkrar útgáfur af okkur sjálfum. Foreldrið, starfsmaðurinn, vinkonan, yfirmaðurinn, systkinið, jú og svo er manneskjan sjálf þarna einhvers staðar líka. Þegar á móti blæs er tilhneigingin oftar en ekki sú að huga fyrst að skyldum okkar við aðra og láta okkur sjálf mæta afgangi. Sérstaklega í þessari blessuðu 2020 útgáfu. Auðvitað þarf lífið að geta gengið sinn vanagang svona eins og hægt er. Ég er hins vegar á því að ef að við hugum að okkur sjálfum, sýnum okkur sjálfum umburðarlyndi og skilning á þessum skrítnu tímum, skilar það sér líka margfalt til fólksins í kringum okkur. Hvetjum sjálf okkur áfram af jafn miklum ákafa og við hvetjum fólkið okkar áfram. Hughreystum okkur þegar þarf. Verum góð hvert við annað en gleymum ekki að vera góð við okkur sjálf. Höfundur er lögfræðingur og söngkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Lífið er fullt af áskorunum. Það er einmitt eitt af því sem gerir það áhugavert og skemmtilegt. Flest getum við þó sennilega verið sammála um að árið 2020 hafi fært okkur fullmargar áskoranir. Áskoranir sem hafa undið upp á sig, dregist á langinn og færst úr því að vera spretthlaup (í lengra lagi) í að vera langhlaup af óþekktri stærðargráðu því við vitum í raun ekki hvenær við komumst í mark. Á sama tíma eru verkefni hversdagsins enn öll til staðar svo 2020 útgáfan er hrein viðbót. Þessi útgáfa spyr ekki um aldur, fyrri störf eða hverra manna við erum; öll erum við því að einhverju leyti á sama báti. Í það minnsta að því leyti til að við erum öll að takast á við nýjan raunveruleika í fyrsta skipti. Það er engin handbók, enginn reynslubolti sem allt veit eða leiðsögumaður sem kemur okkur í skjól. Að geta sett sig í spor annarra er dýrmætur eiginleiki. Það er hins vegar erfiðara en ella á tímum sem þessum, þegar óvissan er mikil og aðalmarkmið margra í raun fyrst og fremst að halda sjó. Komast í gegnum vikuna. En einmitt þess vegna hefur umburðarlyndið sjaldan verið jafn mikilvægt. Ég leyfi mér að fullyrða að hver einasta manneskja sem verður á vegi okkar á degi hverjum er að glíma við einhverjar nýjar áskoranir þessa dagana, rétt eins og við sjálf. Fjölmargar þessara áskorana eru þess eðlis að við höfum litla sem enga stjórn á þeim. Hér sannast þó hið fornkveðna, að við getum að miklu leyti stjórnað því hvernig við bregðumst við þeim. Nú gæti þó verið tilefni til að víkja frá því sem getur oft virkað og virðist vera sérstakt áhugamál okkar Íslendinga; að taka allt á hnefanum. Flest eigum við nokkrar útgáfur af okkur sjálfum. Foreldrið, starfsmaðurinn, vinkonan, yfirmaðurinn, systkinið, jú og svo er manneskjan sjálf þarna einhvers staðar líka. Þegar á móti blæs er tilhneigingin oftar en ekki sú að huga fyrst að skyldum okkar við aðra og láta okkur sjálf mæta afgangi. Sérstaklega í þessari blessuðu 2020 útgáfu. Auðvitað þarf lífið að geta gengið sinn vanagang svona eins og hægt er. Ég er hins vegar á því að ef að við hugum að okkur sjálfum, sýnum okkur sjálfum umburðarlyndi og skilning á þessum skrítnu tímum, skilar það sér líka margfalt til fólksins í kringum okkur. Hvetjum sjálf okkur áfram af jafn miklum ákafa og við hvetjum fólkið okkar áfram. Hughreystum okkur þegar þarf. Verum góð hvert við annað en gleymum ekki að vera góð við okkur sjálf. Höfundur er lögfræðingur og söngkona.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun