Verum góð við okkur sjálf Vigdís Sigurðardóttir skrifar 2. nóvember 2020 16:31 Lífið er fullt af áskorunum. Það er einmitt eitt af því sem gerir það áhugavert og skemmtilegt. Flest getum við þó sennilega verið sammála um að árið 2020 hafi fært okkur fullmargar áskoranir. Áskoranir sem hafa undið upp á sig, dregist á langinn og færst úr því að vera spretthlaup (í lengra lagi) í að vera langhlaup af óþekktri stærðargráðu því við vitum í raun ekki hvenær við komumst í mark. Á sama tíma eru verkefni hversdagsins enn öll til staðar svo 2020 útgáfan er hrein viðbót. Þessi útgáfa spyr ekki um aldur, fyrri störf eða hverra manna við erum; öll erum við því að einhverju leyti á sama báti. Í það minnsta að því leyti til að við erum öll að takast á við nýjan raunveruleika í fyrsta skipti. Það er engin handbók, enginn reynslubolti sem allt veit eða leiðsögumaður sem kemur okkur í skjól. Að geta sett sig í spor annarra er dýrmætur eiginleiki. Það er hins vegar erfiðara en ella á tímum sem þessum, þegar óvissan er mikil og aðalmarkmið margra í raun fyrst og fremst að halda sjó. Komast í gegnum vikuna. En einmitt þess vegna hefur umburðarlyndið sjaldan verið jafn mikilvægt. Ég leyfi mér að fullyrða að hver einasta manneskja sem verður á vegi okkar á degi hverjum er að glíma við einhverjar nýjar áskoranir þessa dagana, rétt eins og við sjálf. Fjölmargar þessara áskorana eru þess eðlis að við höfum litla sem enga stjórn á þeim. Hér sannast þó hið fornkveðna, að við getum að miklu leyti stjórnað því hvernig við bregðumst við þeim. Nú gæti þó verið tilefni til að víkja frá því sem getur oft virkað og virðist vera sérstakt áhugamál okkar Íslendinga; að taka allt á hnefanum. Flest eigum við nokkrar útgáfur af okkur sjálfum. Foreldrið, starfsmaðurinn, vinkonan, yfirmaðurinn, systkinið, jú og svo er manneskjan sjálf þarna einhvers staðar líka. Þegar á móti blæs er tilhneigingin oftar en ekki sú að huga fyrst að skyldum okkar við aðra og láta okkur sjálf mæta afgangi. Sérstaklega í þessari blessuðu 2020 útgáfu. Auðvitað þarf lífið að geta gengið sinn vanagang svona eins og hægt er. Ég er hins vegar á því að ef að við hugum að okkur sjálfum, sýnum okkur sjálfum umburðarlyndi og skilning á þessum skrítnu tímum, skilar það sér líka margfalt til fólksins í kringum okkur. Hvetjum sjálf okkur áfram af jafn miklum ákafa og við hvetjum fólkið okkar áfram. Hughreystum okkur þegar þarf. Verum góð hvert við annað en gleymum ekki að vera góð við okkur sjálf. Höfundur er lögfræðingur og söngkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Lífið er fullt af áskorunum. Það er einmitt eitt af því sem gerir það áhugavert og skemmtilegt. Flest getum við þó sennilega verið sammála um að árið 2020 hafi fært okkur fullmargar áskoranir. Áskoranir sem hafa undið upp á sig, dregist á langinn og færst úr því að vera spretthlaup (í lengra lagi) í að vera langhlaup af óþekktri stærðargráðu því við vitum í raun ekki hvenær við komumst í mark. Á sama tíma eru verkefni hversdagsins enn öll til staðar svo 2020 útgáfan er hrein viðbót. Þessi útgáfa spyr ekki um aldur, fyrri störf eða hverra manna við erum; öll erum við því að einhverju leyti á sama báti. Í það minnsta að því leyti til að við erum öll að takast á við nýjan raunveruleika í fyrsta skipti. Það er engin handbók, enginn reynslubolti sem allt veit eða leiðsögumaður sem kemur okkur í skjól. Að geta sett sig í spor annarra er dýrmætur eiginleiki. Það er hins vegar erfiðara en ella á tímum sem þessum, þegar óvissan er mikil og aðalmarkmið margra í raun fyrst og fremst að halda sjó. Komast í gegnum vikuna. En einmitt þess vegna hefur umburðarlyndið sjaldan verið jafn mikilvægt. Ég leyfi mér að fullyrða að hver einasta manneskja sem verður á vegi okkar á degi hverjum er að glíma við einhverjar nýjar áskoranir þessa dagana, rétt eins og við sjálf. Fjölmargar þessara áskorana eru þess eðlis að við höfum litla sem enga stjórn á þeim. Hér sannast þó hið fornkveðna, að við getum að miklu leyti stjórnað því hvernig við bregðumst við þeim. Nú gæti þó verið tilefni til að víkja frá því sem getur oft virkað og virðist vera sérstakt áhugamál okkar Íslendinga; að taka allt á hnefanum. Flest eigum við nokkrar útgáfur af okkur sjálfum. Foreldrið, starfsmaðurinn, vinkonan, yfirmaðurinn, systkinið, jú og svo er manneskjan sjálf þarna einhvers staðar líka. Þegar á móti blæs er tilhneigingin oftar en ekki sú að huga fyrst að skyldum okkar við aðra og láta okkur sjálf mæta afgangi. Sérstaklega í þessari blessuðu 2020 útgáfu. Auðvitað þarf lífið að geta gengið sinn vanagang svona eins og hægt er. Ég er hins vegar á því að ef að við hugum að okkur sjálfum, sýnum okkur sjálfum umburðarlyndi og skilning á þessum skrítnu tímum, skilar það sér líka margfalt til fólksins í kringum okkur. Hvetjum sjálf okkur áfram af jafn miklum ákafa og við hvetjum fólkið okkar áfram. Hughreystum okkur þegar þarf. Verum góð hvert við annað en gleymum ekki að vera góð við okkur sjálf. Höfundur er lögfræðingur og söngkona.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar