Handbolti

Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigvaldi Guðjónsson í landsleik gegn Grikklandi í Laugardalshöll.
Sigvaldi Guðjónsson í landsleik gegn Grikklandi í Laugardalshöll. vísir/andri marinó

Sigvaldi Guðjónsson hefur dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Litháen í undankeppni EM á miðvikudaginn.

Smit kom upp hjá liði Sigvalda, Póllandsmeisturum Kielce, og hann er því kominn í sóttkví.

Arnór Þór Gunnarsson kemur inn í íslenska hópinn í stað Sigvalda. Hann hafði áður dregið út úr hópnum en verður með í leiknum gegn Litháen. Arnór kemur til landsins á þriðjudaginn.

Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera þónokkuð margar breytingar á íslenska landsliðshópnum undanfarna daga. 

Til að mynda þurftu báðir vinstri hornamennirnir sem voru valdir í hópinn, Bjarki Már Elísson og Oddur Gretarsson, að draga sig út úr honum. Í þeirra stað komu Hákon Daði Styrmisson og Orri Freyr Þorkelsson.


Tengdar fréttir

Orri inn í stað Bjarka

Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku.

Arnór skoraði fimm mörk í tapi Bergischer

Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk er lið hans Bergischer tapaði sannfærandi á heimavelli gegn Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 30-25 Flensburg í vil.

Óðinn Þór kemur inn fyrir Kristján Örn

Landsliðshópur Íslands heldur áfram að taka breytingum en nú er ljóst að Kristján Örn Kristjánsson verður ekki með liðinu á miðvikudaginn. Í hans stað kemur Óðinn Þór Ríkharðsson.

Sig­valdi með frá­bært mark í jafn­tefli Ki­elce | Mynd­band

Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í Vive Kielce gerðu jafntefli við Porto á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 32-32. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þá tvívegis í sigri Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni.

Geri mitt besta og sjáum svo hvað Gummi segir

Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals í Olís deild karla í handbolta, var í dag valinn í A-landsliðið í handbolta er tveir leikmenn þurftu að draga sig úr hópnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.