Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku.
Orri Freyr kemur inn í stað Bjarka Má Elíssonar, næst markahæsta leikmanns þýsku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu, en á heimasíðu HSÍ segir að Bjarki hafi forfallast.
Orri Freyr hefur leikið á alls oddi í liði Hauka undanfarin tímabil en hann er af handboltaættum. Faðir hans er Þorkell Magnússon, margfaldur Íslandsmeistari í handbolta. með Haukum.
Leikurinn gegn Litháen er liður í undankeppni EM 2022 en leikurinn verður spilaður í Laugardalshöll á miðvikudaginn kemur.
Báðir íslensku vinstri hornamennirnir verða því fjarri góðu gamni frá upphaflega hópnum sem var valinn því Oddur Grétarsson er meiddur. Hákon Daði Styrmisson, úr ÍBV, kemur í hans stað.