Handbolti

Óðinn Þór kemur inn fyrir Kristján Örn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson í íslenska landsliðshópnum á nýjan leik.
Óðinn Þór Ríkharðsson í íslenska landsliðshópnum á nýjan leik. vísir/eyþór

Landsliðshópur Íslands heldur áfram að taka breytingum en nú er ljóst að Kristján Örn Kristjánsson verður ekki með liðinu á miðvikudaginn. Í hans stað kemur Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður Tvis Holstebro frá Danmörku, inn í hópinn.

Skyttan Kristján Örn leikur með franska liðinu AIX Pauc. Þar hafa tveir leikmenn greinst með kórónuveiruna nýverið og því hætta á að Kristján þyrfti að fara í sóttkví við komuna hingað til lands.

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur því ákveðið að kalla hornamanninn Óðinn Þór inn í hópinn fyrir leikinn gegn Litáen í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á miðvikudaginn í Laugardalshöll.

Upphaflega var Kristján kallaður inn í hópinn fyrir Arnór Þór Gunnarsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×