Erlent

Leikarinn Eddie Hassell látinn eftir skotárás í Texas

Atli Ísleifsson skrifar
Eddie Hassell er þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni The Kids Are All Right frá árinu 2010 og svo í þáttunum Surface.
Eddie Hassell er þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni The Kids Are All Right frá árinu 2010 og svo í þáttunum Surface. Getty

Bandaríski leikarinn Eddie Hassell, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt í myndinni The Kids Are All Right frá árinu 2010, er látinn eftir að hafa verið skotinn í Texas í gær.

Reuters segir frá því að Hassell hafi verið skotinn í miðju bílaráni. Á hann að hafa verið staddur fyrir utan heimili kærustu sinnar í Grand Prairie, úthverfi Dallas aðfararnótt sunnudagsins, í árásinni.

Hassell var fluttur á sjúkrahús með skotsár í kviðnum og var síðar úrskurðaður látinn. Lögreglu rannsakar nú málið.

Leikarinn fór einnig með hlutverk Phil Nance í vísindaskáldsagnaþáttunum Surface þar sem hann kom fram í tíu þáttum.

Í myndinni The Kids Are All Right, sem skartaði meðal annars þeim Mark Ruffalo, Julianne Moore og Anette Bening, fór Hassell með hlutverk táningsins Clay.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×