Handbolti

Arnór skoraði fimm mörk í tapi Bergischer

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk í kvöld.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk í kvöld. vísir/ernir

Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk er lið hans Bergischer tapaði sannfærandi á heimavelli gegn Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 30-25 Flensburg í vil.

Arnór Þór og félagar máttu síns lítið í kvöld en gestirnir voru ívið sterkari frá upphafi til enda. Munurinn var orðinn sjö mörk í hálfleik, staðan þá 17-10 Flensburg í vil. Heimamenn voru því í eltingaleik nær allan leikinn og náðu aldrei að ógna forystu gestanna.

Fór það svo að munurinn var fimm mörk er flautað var til leiksloka, lokatölur 25-30. Skoraði hann fimm mörk í kvöld, þar af eitt úr víti. Góður leikur persónulega þó svo liðið hafi tapað.

Arnór Þór var upphaflega í landsliðshóp Íslands sem mætir Litáen nú þann 4. nóvember í Laugardalshöll. Hann þurfti því miður að draga sig úr hópnum en að er ljóst að íslenska liðið hefði getað nýtt krafta þessa öfluga hornamanns.

Bergischer er í 8. sæti deildarinnar þegar sex leikjum er lokið. Liðið hefur unnið þrjá, tapað tveimur og gert eitt jafntefli. Flensburg er á toppi deildarinnar eftir að hafa unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum og tapað einum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.