Handbolti

Geri mitt besta og sjáum svo hvað Gummi segir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Magnús Óli Magnússon í leik með Val.
Magnús Óli Magnússon í leik með Val. vísir/bára

Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals í Olís deild karla í handbolta, var í dag valinn í A-landsliðið í handbolta er tveir leikmenn þurftu að draga sig úr hópnum. Hann ræddi við Gaupa fyrir Sportpakka Stöðvar 2 um valið og tíma sinn hjá Val.

Fréttina úr Sportpakka kvöldsins má sjá í spilaranum hér að neðan.

Magnús Óli hefur farið á kostum með Val undanfarin ár og beðið lengi eftir að fá tækifæri með landsliðinu.

„Það var ömurlegt þegar ég meiddist eftir að hafa verið valinn fyrir tveimur árum en það er gott að geta komist inn í þetta núna og vonandi nýtt tækifærið,“ sagði Magnús Óli við Gaupa er þeir ræddu saman að Hlíðarenda í dag.

„Ég geri mitt og svo sjáum við hvað Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands] segir, auðvitað fer ég 100 prósent í þetta og langar að vera áfram. Ég geri mitt besta bara,“ sagði Magnús um möguleikann að fara með landsliðinu með HM á Egyptalandi í janúar næstkomandi.

Magnús hefur tvívegis lent í erfiðum meiðslum á tíma sínum hjá Val.

„Maður leitaði aðeins til íþróttasálfræðings. Það gerði gæfumun, hjálpaði manni að halda fókus og hjálpaði bara almennt mjög mikið.“

„Það er mikill hraði í boltanum hérna hjá Snorra [Steini Guðjónssyni]. Við hlaupum og æfum mikið, það eru mjög mikil gæði á æfingum hjá okkur,“ sagði Magnús um æfingarnar hjá Valsliðinu.

Að lokum sagði Magnús Óli að uppgjöf hefði aldrei verið inn í myndinni.

Klippa: Magnús Óli um landsliðssætið óvæntaFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.