Körfubolti

Næstu leikjum í Domino's deild kvenna frestað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emelía Ósk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Keflavík áttu að leika á laugardaginn og næsta fimmtudag en ekkert verður af því.
Emelía Ósk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Keflavík áttu að leika á laugardaginn og næsta fimmtudag en ekkert verður af því. vísir/bára

Búið er að fresta næstu tveimur leikjum sem áttu að fara fram í Domino's deild kvenna í körfubolta. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.

Um er ræða leik Skallagríms og Keflavíkur sem átti að fara fram á laugardaginn (31. október) og leik Keflavíkur og Snæfells eftir viku (5. nóvember).

„Mótastjóri og mótanefnd funduðu áðan og það er búið að fresta þessum leikjum í ljósi ástandsins,“ sagði Hannes við Vísi.

Hann segir að KKÍ bíði frekari frétta af hertum sóttvarnareglum sem voru boðaðar á upplýsingafundi almannavarna í dag.

„Það væri rosalega gott ef við fengjum að vita eitthvað. Það eru allir að bíða. Núna má eitthvað koma, ekki bíða eins lengi og síðast,“ sagði Hannes.

KKÍ gaf á föstudaginn í síðustu viku út nýtt keppnisdagatal fyrir Íslandsmótin í körfubolta. Gera má ráð fyrir að það raskist vegna yfirvofandi sóttvarnaaðgerða.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.