Leikið á Þorláksmessu og breytingar á bikarkeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2020 14:53 Körfuboltaáhugafólk fær nóg fyrir sinn snúð um jólin. vísir/vilhelm Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út nýtt keppnisdagatal fyrir Íslandsmótin í körfubolta auk þess sem fyrirkomulagi bikarkeppni karla hefur verið breytt. Ekki verður frí milli jóla og nýárs í Domino's deild karla eins og venjan er heldur verða fjórar umferðir leiknar þá. Fyrirhugaðir leikdagar eru 20. desember, 23. desember, 27. desember og 3. janúar. Hvað bikarkeppni karla varðar hefur drátturinn í 32-liða úrslit verið ógildur. Öll tólf liðin í Domino's deild karla fara í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. Liðin í 1. deild leika svo um hin fjögur sætin í 16-liða úrslitunum í landsleikjahléinu í næsta mánuði. Lið í 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni í ár. Engar breytingar verða gerðar á bikarkeppni kvenna. Hún hefst með 16-liða úrslitum 12. og 13. desember, sömu helgi og 16-liða úrslitin í bikarkeppni karla fara fram. Átta-liða úrslitin bikarkeppninnar fara fram í lok desember. Bikarhelgin verður svo um miðjan janúar. Áætlað er að keppni í Domino's deild karla ljúki 22. mars og keppni í Domino's deild kvenna 31. mars. Fréttatilkynning KKÍ BIKARKEPPNI KARLA Stjórn KKÍ ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 22. október breytingar á fyrirkomulagi bikarkeppni karla. Umræddar breytingar ná ekki yfir bikarkeppni kvenna þar sem konurnar fara beint í 16 liða úrslit. Ákvörðun stjórnar snýr að því að ógilda þann bikardrátt er fram fór 1. október sl. og leika sérstaka undankeppni 1. deildarliða að 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ, en öll 12 lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit keppninnar. Þetta þýðir að lið úr 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni þetta tímabilið. Það stefnir í þéttara leikjaprógram í Domino's og 1. deildum karla og kvenna eftir þær samkomutakmarkanir sem verið hafa í gildi síðustu vikur, en við það fækkar mögulegum leikdögum bikarkeppninnar. Stjórn KKÍ tók því þá erfiðu ákvörðun að gera þessar breytingar á bikarkeppninni sem gilda aðeins þetta tímabilið og eiga aðeins við um bikarkeppni karla. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi: Öll lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Öll lið 1. deildar leika undankeppni meðan landsleikjagluggi karla stendur yfir um að komast í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Undankeppnin fer svona fram: Leikin er forkeppni milli tveggja liða 1. deildar karla. Það kemur ljós í bikardrættinum hvaða tvö lið þurfa að leika forkeppni. Það lið sem vinnur leikinn í forkeppni kemst í pottinn með þeim 7 liðum 1. deildar karla sem eftir eru. Dregið verður um hvaða lið mætast, en þau fjögur lið sem vinna komast í 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Það er miður að taka hafi þurft ákvörðun sem þessa um bikarkeppni KKÍ, en ekki þykir fært að finna aðra leikdaga fyrir bikarkeppni KKÍ, eða seinka fleiri leikdögum í Domino's deild karla lengra inn í tímabilið. Mat stjórnar var því að þetta væri illskársti kosturinn af þeim sem fyrir lágu. KEPPNISDAGATAL KKÍ Mikil vinna hefur farið í keppnisdagatalið undanfarna daga. Helstu áhyggjur mótanefndar og starfsmanna sambandsins snéru að því hvenær væri hægt að hefja keppni eftir það æfingastopp sem hefur ríkt á höfuðborgarsvæðinu, en þær tilslakanir sem kynntar voru í vikunni þar sem lið á höfuðborgarsvæðinu gátu hafið æfingar að nýju án snertingar, slógu nokkuð á áhyggjurnar. Í fyrsta fasa er hér kynnt keppnisdagatal fyrir Domino's og 1. deildir karla og kvenna. Það dagatal hefur áhrif á annað keppnishald, en í næstu viku verður farið í það af fullum krafti að skoða leiki í yngri flokkum og neðri deildum. Við bendum á að þetta dagatal eru drög og getur því tekið breytingum. Nokkur atriði úr dagatalinu sem vert er að benda á: COV-L leikir í dagatalinu er svigrúm til að leika þá leiki sem fresta þarf vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Annað svigrúm í dagatalinu verður einnig notað til leikja sem frestað hefur verið vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Í Domino's deild karla verður leikið 20., 23. og 27. desember og 3. janúar. Leiktímar gætu dreifst að einhverju leyti innan viðkomandi daga þar sem gert er ráð fyrir fleiri leikjum í beina útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Eins og kemur fram að ofan, þá hafa 32 liða úrslit bikarkeppni KKÍ verið felld út. 16 liða úrslit verða leikin þar sem 8 liða úrslit voru áður fyrirhuguð. 8 liða úrslit bikarkeppni kvenna verða leikin 27. desember og 8 liða úrslit bikarkeppni karla verða leikin 30. desember. Landsleikjagluggar karla og kvenna lengjast vegna sóttkvíar leikmanna þegar heim er komið. Gætt er að því að ganga ekki á það svigrúm sem er til staðar í febrúar og mars eins og hægt er. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út nýtt keppnisdagatal fyrir Íslandsmótin í körfubolta auk þess sem fyrirkomulagi bikarkeppni karla hefur verið breytt. Ekki verður frí milli jóla og nýárs í Domino's deild karla eins og venjan er heldur verða fjórar umferðir leiknar þá. Fyrirhugaðir leikdagar eru 20. desember, 23. desember, 27. desember og 3. janúar. Hvað bikarkeppni karla varðar hefur drátturinn í 32-liða úrslit verið ógildur. Öll tólf liðin í Domino's deild karla fara í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. Liðin í 1. deild leika svo um hin fjögur sætin í 16-liða úrslitunum í landsleikjahléinu í næsta mánuði. Lið í 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni í ár. Engar breytingar verða gerðar á bikarkeppni kvenna. Hún hefst með 16-liða úrslitum 12. og 13. desember, sömu helgi og 16-liða úrslitin í bikarkeppni karla fara fram. Átta-liða úrslitin bikarkeppninnar fara fram í lok desember. Bikarhelgin verður svo um miðjan janúar. Áætlað er að keppni í Domino's deild karla ljúki 22. mars og keppni í Domino's deild kvenna 31. mars. Fréttatilkynning KKÍ BIKARKEPPNI KARLA Stjórn KKÍ ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 22. október breytingar á fyrirkomulagi bikarkeppni karla. Umræddar breytingar ná ekki yfir bikarkeppni kvenna þar sem konurnar fara beint í 16 liða úrslit. Ákvörðun stjórnar snýr að því að ógilda þann bikardrátt er fram fór 1. október sl. og leika sérstaka undankeppni 1. deildarliða að 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ, en öll 12 lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit keppninnar. Þetta þýðir að lið úr 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni þetta tímabilið. Það stefnir í þéttara leikjaprógram í Domino's og 1. deildum karla og kvenna eftir þær samkomutakmarkanir sem verið hafa í gildi síðustu vikur, en við það fækkar mögulegum leikdögum bikarkeppninnar. Stjórn KKÍ tók því þá erfiðu ákvörðun að gera þessar breytingar á bikarkeppninni sem gilda aðeins þetta tímabilið og eiga aðeins við um bikarkeppni karla. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi: Öll lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Öll lið 1. deildar leika undankeppni meðan landsleikjagluggi karla stendur yfir um að komast í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Undankeppnin fer svona fram: Leikin er forkeppni milli tveggja liða 1. deildar karla. Það kemur ljós í bikardrættinum hvaða tvö lið þurfa að leika forkeppni. Það lið sem vinnur leikinn í forkeppni kemst í pottinn með þeim 7 liðum 1. deildar karla sem eftir eru. Dregið verður um hvaða lið mætast, en þau fjögur lið sem vinna komast í 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Það er miður að taka hafi þurft ákvörðun sem þessa um bikarkeppni KKÍ, en ekki þykir fært að finna aðra leikdaga fyrir bikarkeppni KKÍ, eða seinka fleiri leikdögum í Domino's deild karla lengra inn í tímabilið. Mat stjórnar var því að þetta væri illskársti kosturinn af þeim sem fyrir lágu. KEPPNISDAGATAL KKÍ Mikil vinna hefur farið í keppnisdagatalið undanfarna daga. Helstu áhyggjur mótanefndar og starfsmanna sambandsins snéru að því hvenær væri hægt að hefja keppni eftir það æfingastopp sem hefur ríkt á höfuðborgarsvæðinu, en þær tilslakanir sem kynntar voru í vikunni þar sem lið á höfuðborgarsvæðinu gátu hafið æfingar að nýju án snertingar, slógu nokkuð á áhyggjurnar. Í fyrsta fasa er hér kynnt keppnisdagatal fyrir Domino's og 1. deildir karla og kvenna. Það dagatal hefur áhrif á annað keppnishald, en í næstu viku verður farið í það af fullum krafti að skoða leiki í yngri flokkum og neðri deildum. Við bendum á að þetta dagatal eru drög og getur því tekið breytingum. Nokkur atriði úr dagatalinu sem vert er að benda á: COV-L leikir í dagatalinu er svigrúm til að leika þá leiki sem fresta þarf vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Annað svigrúm í dagatalinu verður einnig notað til leikja sem frestað hefur verið vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Í Domino's deild karla verður leikið 20., 23. og 27. desember og 3. janúar. Leiktímar gætu dreifst að einhverju leyti innan viðkomandi daga þar sem gert er ráð fyrir fleiri leikjum í beina útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Eins og kemur fram að ofan, þá hafa 32 liða úrslit bikarkeppni KKÍ verið felld út. 16 liða úrslit verða leikin þar sem 8 liða úrslit voru áður fyrirhuguð. 8 liða úrslit bikarkeppni kvenna verða leikin 27. desember og 8 liða úrslit bikarkeppni karla verða leikin 30. desember. Landsleikjagluggar karla og kvenna lengjast vegna sóttkvíar leikmanna þegar heim er komið. Gætt er að því að ganga ekki á það svigrúm sem er til staðar í febrúar og mars eins og hægt er.
BIKARKEPPNI KARLA Stjórn KKÍ ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 22. október breytingar á fyrirkomulagi bikarkeppni karla. Umræddar breytingar ná ekki yfir bikarkeppni kvenna þar sem konurnar fara beint í 16 liða úrslit. Ákvörðun stjórnar snýr að því að ógilda þann bikardrátt er fram fór 1. október sl. og leika sérstaka undankeppni 1. deildarliða að 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ, en öll 12 lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit keppninnar. Þetta þýðir að lið úr 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni þetta tímabilið. Það stefnir í þéttara leikjaprógram í Domino's og 1. deildum karla og kvenna eftir þær samkomutakmarkanir sem verið hafa í gildi síðustu vikur, en við það fækkar mögulegum leikdögum bikarkeppninnar. Stjórn KKÍ tók því þá erfiðu ákvörðun að gera þessar breytingar á bikarkeppninni sem gilda aðeins þetta tímabilið og eiga aðeins við um bikarkeppni karla. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi: Öll lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Öll lið 1. deildar leika undankeppni meðan landsleikjagluggi karla stendur yfir um að komast í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Undankeppnin fer svona fram: Leikin er forkeppni milli tveggja liða 1. deildar karla. Það kemur ljós í bikardrættinum hvaða tvö lið þurfa að leika forkeppni. Það lið sem vinnur leikinn í forkeppni kemst í pottinn með þeim 7 liðum 1. deildar karla sem eftir eru. Dregið verður um hvaða lið mætast, en þau fjögur lið sem vinna komast í 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Það er miður að taka hafi þurft ákvörðun sem þessa um bikarkeppni KKÍ, en ekki þykir fært að finna aðra leikdaga fyrir bikarkeppni KKÍ, eða seinka fleiri leikdögum í Domino's deild karla lengra inn í tímabilið. Mat stjórnar var því að þetta væri illskársti kosturinn af þeim sem fyrir lágu. KEPPNISDAGATAL KKÍ Mikil vinna hefur farið í keppnisdagatalið undanfarna daga. Helstu áhyggjur mótanefndar og starfsmanna sambandsins snéru að því hvenær væri hægt að hefja keppni eftir það æfingastopp sem hefur ríkt á höfuðborgarsvæðinu, en þær tilslakanir sem kynntar voru í vikunni þar sem lið á höfuðborgarsvæðinu gátu hafið æfingar að nýju án snertingar, slógu nokkuð á áhyggjurnar. Í fyrsta fasa er hér kynnt keppnisdagatal fyrir Domino's og 1. deildir karla og kvenna. Það dagatal hefur áhrif á annað keppnishald, en í næstu viku verður farið í það af fullum krafti að skoða leiki í yngri flokkum og neðri deildum. Við bendum á að þetta dagatal eru drög og getur því tekið breytingum. Nokkur atriði úr dagatalinu sem vert er að benda á: COV-L leikir í dagatalinu er svigrúm til að leika þá leiki sem fresta þarf vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Annað svigrúm í dagatalinu verður einnig notað til leikja sem frestað hefur verið vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Í Domino's deild karla verður leikið 20., 23. og 27. desember og 3. janúar. Leiktímar gætu dreifst að einhverju leyti innan viðkomandi daga þar sem gert er ráð fyrir fleiri leikjum í beina útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Eins og kemur fram að ofan, þá hafa 32 liða úrslit bikarkeppni KKÍ verið felld út. 16 liða úrslit verða leikin þar sem 8 liða úrslit voru áður fyrirhuguð. 8 liða úrslit bikarkeppni kvenna verða leikin 27. desember og 8 liða úrslit bikarkeppni karla verða leikin 30. desember. Landsleikjagluggar karla og kvenna lengjast vegna sóttkvíar leikmanna þegar heim er komið. Gætt er að því að ganga ekki á það svigrúm sem er til staðar í febrúar og mars eins og hægt er.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira