Um hlutanna eðli, hamfarir og hnípna þjóð í vanda Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 28. október 2020 08:00 Undanfarið hafa verið í Ríkissjónvarpinu mjög áhugaverðir þættir um líf snillingsins Alberts Einsteins. Einstein skynjaði eðli og innsta kjarna hlutanna. Hann vissi að sömu náttúrulögmál gilda í öllum alheiminum og að á sama tíma eru hlutirnir breytilegir eftir því frá hvaða sjónarhorni þeir eru skoðaðir. Tími og rúm eru afstæðir hlutir. Ljósið bognar er það nálgast sólina. Við erum í dag að ganga í gegnum náttúruhamfarir. Þessi veira sem geisar um Jörðina alla kemur úr náttúrunni. Hún fer eftir eðli sínu sem náttúran ein hefur ákvarðað. Á sama hátt og frumefni lotukerfisins hafa ákveðið eðli, er veiran með ákveðin einkenni og hegðar sér á ákveðinn hátt. Eiturefni í náttúrunni eru t.d. efni eins og kadmíum, úraníum og strontíum. Kadmíum þekkjum við Íslendingar vel. Það berst með eldgosum út í andrúmsloftið og sest í mosa og vötn, þar sem það getur haft áhrif á lífríki. Að sama skapi er COVID-19 veiran náttúrlegt fyrirbæri. Faraldur hennar eru náttúruhamfarir eins og eldgos eða flóð. Faraldurinn er hins vegar langvinnur og erfiður, þar sem hann stendur mánuðum eða árum saman. Það má kannski líkja þessu við Kröfluelda. Þegar fræðingar sögðu að eldunum væri loksins lokið, gaus gjarnan næsta dag. Alveg eins og þegar um eiturefni er að ræða, þá gerir veiran ekki mannamun. Náttúran getur verið viðskotaill og þessi veira náttúrunnar fer ekki eftir pólitík, samsæriskenningum eða skoðunum fólks. Hún fer einfaldlega eftir sínu eigin náttúrulega eðli. Við skulum því ekki kenna fólki um þessa veiru. Við skulum ekki kenna Almannavörnum um veiruna. Við skulum ekki kenna starfsfólki Landspítalans, Landakots eða Sólvalla um veiruna. Við myndum ekki kenna þeim um, ef það væri eldgos í gangi? Auðvitað geta alltaf orðið mistök. Það er mannlegt eðli að gera mistök og við myndum líka gera mistök ef við værum að bregðast við eldgosi eða flóði. Þórólfur Guðnason, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson og Páll Matthíasson eru öll að gera sitt allra, allra besta. Við skulum gefa þeim tækifæri, tíma og ráðrúm til að vinna vinnuna sína. Við Íslendingar skulum hætta að rífast. Leggjum niður vopn. Sameinuð getum við sigrast á ógninni sem er veiran sjálf. Ég hvet alla íbúa Íslands til dáða! Eitt sinn var gert manntal þegar Kýreneus var landsstjóri á í Sýrlandi. Þá snéri hver maður sér til sinnar borgar. Við búum líka svo vel hér á Íslandi að eiga þjóðkirkju sem stóð með okkur í Móðuharðindunum 1783-1785. Sú forna kirkja hefur staðið með þjóðinni um aldir. Hún er mörgum vígi eða borg. Núna skulum við öll fara inn á við og leita styrks hver í sinni borg, hver í sínum söfnuði og í sínu heimspekilega virki. Fjölmenningarsamfélagið Ísland getur fundið sinn styrk, hvert í sinni trú, heimspeki eða lífsskoðun. Við þurfum ekki öll að vera eins, en sameinuð erum við sterk. Hættum að kíta! Stöndum saman! Sameinuð getum við sigrast á þessari ógn! Höfundur er þýðandi og framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa verið í Ríkissjónvarpinu mjög áhugaverðir þættir um líf snillingsins Alberts Einsteins. Einstein skynjaði eðli og innsta kjarna hlutanna. Hann vissi að sömu náttúrulögmál gilda í öllum alheiminum og að á sama tíma eru hlutirnir breytilegir eftir því frá hvaða sjónarhorni þeir eru skoðaðir. Tími og rúm eru afstæðir hlutir. Ljósið bognar er það nálgast sólina. Við erum í dag að ganga í gegnum náttúruhamfarir. Þessi veira sem geisar um Jörðina alla kemur úr náttúrunni. Hún fer eftir eðli sínu sem náttúran ein hefur ákvarðað. Á sama hátt og frumefni lotukerfisins hafa ákveðið eðli, er veiran með ákveðin einkenni og hegðar sér á ákveðinn hátt. Eiturefni í náttúrunni eru t.d. efni eins og kadmíum, úraníum og strontíum. Kadmíum þekkjum við Íslendingar vel. Það berst með eldgosum út í andrúmsloftið og sest í mosa og vötn, þar sem það getur haft áhrif á lífríki. Að sama skapi er COVID-19 veiran náttúrlegt fyrirbæri. Faraldur hennar eru náttúruhamfarir eins og eldgos eða flóð. Faraldurinn er hins vegar langvinnur og erfiður, þar sem hann stendur mánuðum eða árum saman. Það má kannski líkja þessu við Kröfluelda. Þegar fræðingar sögðu að eldunum væri loksins lokið, gaus gjarnan næsta dag. Alveg eins og þegar um eiturefni er að ræða, þá gerir veiran ekki mannamun. Náttúran getur verið viðskotaill og þessi veira náttúrunnar fer ekki eftir pólitík, samsæriskenningum eða skoðunum fólks. Hún fer einfaldlega eftir sínu eigin náttúrulega eðli. Við skulum því ekki kenna fólki um þessa veiru. Við skulum ekki kenna Almannavörnum um veiruna. Við skulum ekki kenna starfsfólki Landspítalans, Landakots eða Sólvalla um veiruna. Við myndum ekki kenna þeim um, ef það væri eldgos í gangi? Auðvitað geta alltaf orðið mistök. Það er mannlegt eðli að gera mistök og við myndum líka gera mistök ef við værum að bregðast við eldgosi eða flóði. Þórólfur Guðnason, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson og Páll Matthíasson eru öll að gera sitt allra, allra besta. Við skulum gefa þeim tækifæri, tíma og ráðrúm til að vinna vinnuna sína. Við Íslendingar skulum hætta að rífast. Leggjum niður vopn. Sameinuð getum við sigrast á ógninni sem er veiran sjálf. Ég hvet alla íbúa Íslands til dáða! Eitt sinn var gert manntal þegar Kýreneus var landsstjóri á í Sýrlandi. Þá snéri hver maður sér til sinnar borgar. Við búum líka svo vel hér á Íslandi að eiga þjóðkirkju sem stóð með okkur í Móðuharðindunum 1783-1785. Sú forna kirkja hefur staðið með þjóðinni um aldir. Hún er mörgum vígi eða borg. Núna skulum við öll fara inn á við og leita styrks hver í sinni borg, hver í sínum söfnuði og í sínu heimspekilega virki. Fjölmenningarsamfélagið Ísland getur fundið sinn styrk, hvert í sinni trú, heimspeki eða lífsskoðun. Við þurfum ekki öll að vera eins, en sameinuð erum við sterk. Hættum að kíta! Stöndum saman! Sameinuð getum við sigrast á þessari ógn! Höfundur er þýðandi og framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar