Handbolti

Ás­geir Örn valdi bestu örv­hentu leik­menn Olís deildar karla: Ó­væntur leik­maður á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru mikinn í síðasta þætti Seinni bylgjunnar líkt og svo oft áður.
Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru mikinn í síðasta þætti Seinni bylgjunnar líkt og svo oft áður. STÖÐ 2 SPORT

Topp fimm listar voru vinsælir í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Að þessu sinni var það Ásgeir Örn Hallgrímsson – fyrrum landsliðsmaður Íslands og sérfræðingur þáttarins – sem valdi bestu fimm örvhentu leikmenn Olís deildar karla.

Hér að neðan má sjá listann ásamt rökstuðningi Ásgeirs en sjá má innslagið þáttarins í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni.

5. sæti: Ólafur Ægir Ólafsson og Geir Guðmundsson [Haukar]

„Ég setti þá báða saman því mér finnst þeir tveir geta myndað alveg ótrúlegt par hægra megin hjá Haukunum. Ég held að ef þeir ná að sína sitt rétta andlit þá verði þeir tveir sterkari en einhver einn leikmaður í öðru liði.“

4. sæti: Agnar Smári Jónsson [Valur]

„Þetta er einn af þessum leikmönnum sem er fjör að sjá spila handbolta. Stundum finnst mér samt eins og hann geti meira. Hann er búinn að vera mjög óheppinn með meiðsli og annað. Svo virðist hann alltaf dálítinn tíma að ná sér upp.“

3. sæti: Einar Rafn Eiðsson [FH]

„Virkilega góður. Hefur alvöru heildarpakka. Frábært og fjölbreytt skot. Erfitt að kortleggja sem markmaður hvað hann er að fara gera.“

2. sæti: Birkir Benediktsson [Afturelding]

„Toppleikmaður. Stór, sterkur og alvöru sleggja. Hann skorar fullt af mörkum, er áræðinn og ég hrífst virkilega af þessum leikmanni.“

1. sæti: Aki Egilsnes [KA]

„Þetta er flottur leikmaður finnst mér. Virkilega góð sending sem KA-menn nældu sér í. Hann er búinn að halda uppi sóknarleiknum hjá KA allavega síðustu tvö ár. Veit ekki hvar þeir væru ef þeir hefðu hann ekki sóknarlega.“

Klippa: Ásgeir Örn valdi bestu örvhentu leikmenn Olís deildarinnar

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×