Kominn í Olís deildina eftir hryggbrot og meira en tíu ára fjarveru frá handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 14:00 Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur stimplað sig inn í Olís deildinni með góðri frammistöðu í vörn Þórsara. Skjámynd/S2 Sport Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli með Þórsliðinu í Olís deild karla í vetur og þá ekki síst fyrir það að hann snéri aftur í handboltann eftir langa fjarveru. Henry Birgir Gunnarsson hitti Þórsarann Aðalsteinn Ernir Bergþórsson á dögunum og sýndi viðtalið við kappann í Seinni bylgjunni í gær. Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hafði ekki spilað í handbolta í tólf ár og ætlaði sér ekki að fara spila aftur eftir að hafa lent í áföllum. Henry Birgir fékk að heyra hans áhugaverðu sögu. Man ekki hvenær hann var síðast í handbolta „Það er svo langt síðan að ég spilaði síðast handbolta að ég varla man það. Það borgar sig kannski ekkert að vera að rifja það upp,“ sagði Aðalsteinn Ernir Bergþórsson léttur í viðtali við Henry Birgir Gunnarsson. Hvar var Aðalsteinn Ernir Bergþórsson að spila áður en hann hætti? „Ég var upp á Brekku og fór svo suður. Ég spilaði aðeins með Gróttu þar en svo fór hugurinn eitthvað annað eins og gengur og gerist. Það var ekki fyrr en Dóri bankaði í mig í fyrra og vildi fá mig á einhverjar æfingar. Núna erum við komnir hingað,“ sagði Aðalsteinn og er þar að tala um Halldór Örn Tryggvason, þjálfara Þórsliðsins, sem kom liðinu upp í Olís deildina fyrir þetta tímabil. „Ég hugsaði þetta svolítið lengi og var frekar þungur í drætti. Mér leist ekkert á þetta en ég hef alltaf verið í ágætis standi og ákvað því að prófa,“ sagði Aðalsteinn sem hefur verið í CrossFit. En er þetta ekki búið að vera gaman? „Jú þegar sársaukinn var að mestu farinn og strengirnir þá fór þetta að vera gaman aftur,“ sagði Aðalsteinn. Slasaðist illa á vélsleða Það má kannski segja að það sé hálfgert kraftaverk að Aðalsteinn sé að spila handbolta því hann slasaðist illa á vélsleða. „Ég lenti í smá óhappi þar. Hryggbrotnaði og fór svona frekar illa. Ég hélt að það yrði ekki á dagskrá að spila handbolta aftur en fyrsta að tækifærið gafst þá var eiginlega ekkert annað hægt en að prófa og láta á það reyna,“ sagði Aðalsteinn sem lenti í slysinu árið 2012. „Í fjóra mánuði þá gerði ég ekkert annað en að liggja og standa. Þá var aðalmarkmiðið að geta gengið og eiga þokkalegt líf. Ég var staðráðinn í því að ég ætlaði að fara í einhverja hreyfingu, CrossFit eða eitthvað svoleiðis. Ég var alveg með það í huganum að þetta myndi ekki stoppa mig í því,“ sagði Aðalsteinn. Það má sjá allt viðtalið við Aðalstein hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Aðalstein Erni Bergþórsson Olís-deild karla Seinni bylgjan Þór Akureyri Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli með Þórsliðinu í Olís deild karla í vetur og þá ekki síst fyrir það að hann snéri aftur í handboltann eftir langa fjarveru. Henry Birgir Gunnarsson hitti Þórsarann Aðalsteinn Ernir Bergþórsson á dögunum og sýndi viðtalið við kappann í Seinni bylgjunni í gær. Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hafði ekki spilað í handbolta í tólf ár og ætlaði sér ekki að fara spila aftur eftir að hafa lent í áföllum. Henry Birgir fékk að heyra hans áhugaverðu sögu. Man ekki hvenær hann var síðast í handbolta „Það er svo langt síðan að ég spilaði síðast handbolta að ég varla man það. Það borgar sig kannski ekkert að vera að rifja það upp,“ sagði Aðalsteinn Ernir Bergþórsson léttur í viðtali við Henry Birgir Gunnarsson. Hvar var Aðalsteinn Ernir Bergþórsson að spila áður en hann hætti? „Ég var upp á Brekku og fór svo suður. Ég spilaði aðeins með Gróttu þar en svo fór hugurinn eitthvað annað eins og gengur og gerist. Það var ekki fyrr en Dóri bankaði í mig í fyrra og vildi fá mig á einhverjar æfingar. Núna erum við komnir hingað,“ sagði Aðalsteinn og er þar að tala um Halldór Örn Tryggvason, þjálfara Þórsliðsins, sem kom liðinu upp í Olís deildina fyrir þetta tímabil. „Ég hugsaði þetta svolítið lengi og var frekar þungur í drætti. Mér leist ekkert á þetta en ég hef alltaf verið í ágætis standi og ákvað því að prófa,“ sagði Aðalsteinn sem hefur verið í CrossFit. En er þetta ekki búið að vera gaman? „Jú þegar sársaukinn var að mestu farinn og strengirnir þá fór þetta að vera gaman aftur,“ sagði Aðalsteinn. Slasaðist illa á vélsleða Það má kannski segja að það sé hálfgert kraftaverk að Aðalsteinn sé að spila handbolta því hann slasaðist illa á vélsleða. „Ég lenti í smá óhappi þar. Hryggbrotnaði og fór svona frekar illa. Ég hélt að það yrði ekki á dagskrá að spila handbolta aftur en fyrsta að tækifærið gafst þá var eiginlega ekkert annað hægt en að prófa og láta á það reyna,“ sagði Aðalsteinn sem lenti í slysinu árið 2012. „Í fjóra mánuði þá gerði ég ekkert annað en að liggja og standa. Þá var aðalmarkmiðið að geta gengið og eiga þokkalegt líf. Ég var staðráðinn í því að ég ætlaði að fara í einhverja hreyfingu, CrossFit eða eitthvað svoleiðis. Ég var alveg með það í huganum að þetta myndi ekki stoppa mig í því,“ sagði Aðalsteinn. Það má sjá allt viðtalið við Aðalstein hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Aðalstein Erni Bergþórsson
Olís-deild karla Seinni bylgjan Þór Akureyri Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira