Kominn í Olís deildina eftir hryggbrot og meira en tíu ára fjarveru frá handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 14:00 Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur stimplað sig inn í Olís deildinni með góðri frammistöðu í vörn Þórsara. Skjámynd/S2 Sport Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli með Þórsliðinu í Olís deild karla í vetur og þá ekki síst fyrir það að hann snéri aftur í handboltann eftir langa fjarveru. Henry Birgir Gunnarsson hitti Þórsarann Aðalsteinn Ernir Bergþórsson á dögunum og sýndi viðtalið við kappann í Seinni bylgjunni í gær. Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hafði ekki spilað í handbolta í tólf ár og ætlaði sér ekki að fara spila aftur eftir að hafa lent í áföllum. Henry Birgir fékk að heyra hans áhugaverðu sögu. Man ekki hvenær hann var síðast í handbolta „Það er svo langt síðan að ég spilaði síðast handbolta að ég varla man það. Það borgar sig kannski ekkert að vera að rifja það upp,“ sagði Aðalsteinn Ernir Bergþórsson léttur í viðtali við Henry Birgir Gunnarsson. Hvar var Aðalsteinn Ernir Bergþórsson að spila áður en hann hætti? „Ég var upp á Brekku og fór svo suður. Ég spilaði aðeins með Gróttu þar en svo fór hugurinn eitthvað annað eins og gengur og gerist. Það var ekki fyrr en Dóri bankaði í mig í fyrra og vildi fá mig á einhverjar æfingar. Núna erum við komnir hingað,“ sagði Aðalsteinn og er þar að tala um Halldór Örn Tryggvason, þjálfara Þórsliðsins, sem kom liðinu upp í Olís deildina fyrir þetta tímabil. „Ég hugsaði þetta svolítið lengi og var frekar þungur í drætti. Mér leist ekkert á þetta en ég hef alltaf verið í ágætis standi og ákvað því að prófa,“ sagði Aðalsteinn sem hefur verið í CrossFit. En er þetta ekki búið að vera gaman? „Jú þegar sársaukinn var að mestu farinn og strengirnir þá fór þetta að vera gaman aftur,“ sagði Aðalsteinn. Slasaðist illa á vélsleða Það má kannski segja að það sé hálfgert kraftaverk að Aðalsteinn sé að spila handbolta því hann slasaðist illa á vélsleða. „Ég lenti í smá óhappi þar. Hryggbrotnaði og fór svona frekar illa. Ég hélt að það yrði ekki á dagskrá að spila handbolta aftur en fyrsta að tækifærið gafst þá var eiginlega ekkert annað hægt en að prófa og láta á það reyna,“ sagði Aðalsteinn sem lenti í slysinu árið 2012. „Í fjóra mánuði þá gerði ég ekkert annað en að liggja og standa. Þá var aðalmarkmiðið að geta gengið og eiga þokkalegt líf. Ég var staðráðinn í því að ég ætlaði að fara í einhverja hreyfingu, CrossFit eða eitthvað svoleiðis. Ég var alveg með það í huganum að þetta myndi ekki stoppa mig í því,“ sagði Aðalsteinn. Það má sjá allt viðtalið við Aðalstein hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Aðalstein Erni Bergþórsson Olís-deild karla Seinni bylgjan Þór Akureyri Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli með Þórsliðinu í Olís deild karla í vetur og þá ekki síst fyrir það að hann snéri aftur í handboltann eftir langa fjarveru. Henry Birgir Gunnarsson hitti Þórsarann Aðalsteinn Ernir Bergþórsson á dögunum og sýndi viðtalið við kappann í Seinni bylgjunni í gær. Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hafði ekki spilað í handbolta í tólf ár og ætlaði sér ekki að fara spila aftur eftir að hafa lent í áföllum. Henry Birgir fékk að heyra hans áhugaverðu sögu. Man ekki hvenær hann var síðast í handbolta „Það er svo langt síðan að ég spilaði síðast handbolta að ég varla man það. Það borgar sig kannski ekkert að vera að rifja það upp,“ sagði Aðalsteinn Ernir Bergþórsson léttur í viðtali við Henry Birgir Gunnarsson. Hvar var Aðalsteinn Ernir Bergþórsson að spila áður en hann hætti? „Ég var upp á Brekku og fór svo suður. Ég spilaði aðeins með Gróttu þar en svo fór hugurinn eitthvað annað eins og gengur og gerist. Það var ekki fyrr en Dóri bankaði í mig í fyrra og vildi fá mig á einhverjar æfingar. Núna erum við komnir hingað,“ sagði Aðalsteinn og er þar að tala um Halldór Örn Tryggvason, þjálfara Þórsliðsins, sem kom liðinu upp í Olís deildina fyrir þetta tímabil. „Ég hugsaði þetta svolítið lengi og var frekar þungur í drætti. Mér leist ekkert á þetta en ég hef alltaf verið í ágætis standi og ákvað því að prófa,“ sagði Aðalsteinn sem hefur verið í CrossFit. En er þetta ekki búið að vera gaman? „Jú þegar sársaukinn var að mestu farinn og strengirnir þá fór þetta að vera gaman aftur,“ sagði Aðalsteinn. Slasaðist illa á vélsleða Það má kannski segja að það sé hálfgert kraftaverk að Aðalsteinn sé að spila handbolta því hann slasaðist illa á vélsleða. „Ég lenti í smá óhappi þar. Hryggbrotnaði og fór svona frekar illa. Ég hélt að það yrði ekki á dagskrá að spila handbolta aftur en fyrsta að tækifærið gafst þá var eiginlega ekkert annað hægt en að prófa og láta á það reyna,“ sagði Aðalsteinn sem lenti í slysinu árið 2012. „Í fjóra mánuði þá gerði ég ekkert annað en að liggja og standa. Þá var aðalmarkmiðið að geta gengið og eiga þokkalegt líf. Ég var staðráðinn í því að ég ætlaði að fara í einhverja hreyfingu, CrossFit eða eitthvað svoleiðis. Ég var alveg með það í huganum að þetta myndi ekki stoppa mig í því,“ sagði Aðalsteinn. Það má sjá allt viðtalið við Aðalstein hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Aðalstein Erni Bergþórsson
Olís-deild karla Seinni bylgjan Þór Akureyri Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira