Anníe Mist: Þetta er alls ekki gleymt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 10:00 Anníe Mist Þórisdóttir stefnir á endurkomu á næsta ári. Instagram/@anniethorisdottir Lengsta CrossFit tímabili sögunnar lauk loksins í gær, meira en heilu ári eftir að það byrjaði. Anníe Mist Þórisdóttir missti af tímabilinu í ár en ætlar að koma sterk til baka eftir barneignarfrí á nýju ári. Anníe Mist ræddi um árið 2020 í CrossFit heiminum í viðtali við Svövu Kristínu Grétardóttur, íþróttafréttakonu á Stöð tvö, en mikið gekk á hjá CrossFit fjölskyldunni í sumar. Heimsleikarnir tókust mjög vel og Svava Kristín spurði Anníe Mist hvernig staðan væri í CrossFit heiminum og einnig af því hvort að allt sem gekk á í sumar væri nú gleymt. „Þetta er alls ekki gleymt. Það er náttúrulega bara tekið eitt skref í einu og það er kominn nýr eigandi af CrossFit. Það var stærsta skrefið sem þurfti að taka. Þessi eigandi gat ekki ekki verið lengur eigandi,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir og átti þá við Greg Glassman sem seldi CrossFit til Eric Roza í sumar. „Hlutirnir eru smám saman að breytast núna og mér líkar ofboðslega vel við manninn sem keypti CrossFit [Eric Roza]. Hann er meiri viðskiptamaður og er sjálfur á fullu í CrossFit. Hann hefur átt stöð og á stöð ennþá. Hann hefur mikla trú á CrossFit keppninni, heimsleikunum og að þetta eigi allt að vera saman,“ sagði Anníe Mist sem horfir nú mun jákvæðari augun á framtíð CrossFit heldur en hún gerði í öllum hamaganginum í sumar. „Ég er mjög bjartsýn á framtíðina og það er breytingin. Að sjálfsögðu eru samt fleiri skref sem þarf að taka. Við erum kominn með íþróttamannasamtök og íþróttamannaráð sem ég fæ að vera hluti af líka. Við erum að taka þetta eitt skref í einu og erum að vinna að því saman að gera sportið að því magnaða sporti sem þetta á að vera,“ sagði Anníe Mist sem útskýri aðeins sína þátttöku í íþróttamannaráðinu. View this post on Instagram 2020 has been a tumultuous year - also in the world of CrossFit We fought for change within and I am excited about the steps that HQ has taken so far and very proud to take part in shaping the future of our incredible sport. I am a part of the Athlete Advisory Counsel - after over 10 years in the sport I hope I have some good things to contribute with. PFAA, pro fitness athlete association, has been formed and will hopefully play a big role in the future as well. My first term on the AAC will be over at the end of the year 2020 as my active season starts again 2021 @crossfitgames @crossfit @pfaassociation #brightfuture #everyoneshouldhaveavoice A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 7, 2020 at 7:47am PDT „Við vorum búin að vera funda með þeim fyrir mót, tala um hluti sem gætu farið betur og tala um hluti sem gætu mögulega komið upp sem er hægt að koma í veg fyrir. Við höfum farið yfir það hvernig sé hægt að gera keppnina meira örugga fyrir þá sem eru að keppa,“ sagði Anníe Mist en með þessu hefur CrossFit heimurinn stigið það skref að margir geti unnið saman að því að gera íþróttina betri. „Að það sé ekki einn maður sem stjórni öllu og geti breytt ef hann er ekki ánægður með það hvernig hlutirnir eru. Það er ýmislegt búið að ganga á síðustu árin. Núna er verið að hlusta á okkur og við erum að fá að taka þátt í jákvæðum breytingum innan CrossFit,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist ætlar sjálf að reyna að komast inn á heimsleikana á næsta ári. „Það er allavega markmiðið. Það eru komnir rúmir tveir mánuðir frá fæðingunni og þetta er að ganga mikið hægar en ég bjóst við en ég er líka mjög óþolinmóð. Þetta er hægar en ég bjóst við en þetta er á réttri leið. Mér líður ótrúlega vel og það gengur svo svakalega vel með litlu dömuna mína þannig að maður getur ekki kvartað.,“ sagði Anníe Mist „Nú er bara að vera tilbúin fyrir byrjunina á mótinu sem verður í lok febrúar á næsta ári. Það er fyrsta markmiðið,“ sagði Anníe Mist en hún er þar að tala um The Open sem er fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna. Anníe Mist tryggði sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár með góðri frammistöðu á The Open í fyrra en varð síðan að gefa eftir sætið sitt þegar hún varð ófrísk. Það má sjá viðtalið við Anníe Mist hér fyrir neðan. Klippa: Anníe Mist um eigandaskiptin og framtíð CrossFit CrossFit Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Sjá meira
Lengsta CrossFit tímabili sögunnar lauk loksins í gær, meira en heilu ári eftir að það byrjaði. Anníe Mist Þórisdóttir missti af tímabilinu í ár en ætlar að koma sterk til baka eftir barneignarfrí á nýju ári. Anníe Mist ræddi um árið 2020 í CrossFit heiminum í viðtali við Svövu Kristínu Grétardóttur, íþróttafréttakonu á Stöð tvö, en mikið gekk á hjá CrossFit fjölskyldunni í sumar. Heimsleikarnir tókust mjög vel og Svava Kristín spurði Anníe Mist hvernig staðan væri í CrossFit heiminum og einnig af því hvort að allt sem gekk á í sumar væri nú gleymt. „Þetta er alls ekki gleymt. Það er náttúrulega bara tekið eitt skref í einu og það er kominn nýr eigandi af CrossFit. Það var stærsta skrefið sem þurfti að taka. Þessi eigandi gat ekki ekki verið lengur eigandi,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir og átti þá við Greg Glassman sem seldi CrossFit til Eric Roza í sumar. „Hlutirnir eru smám saman að breytast núna og mér líkar ofboðslega vel við manninn sem keypti CrossFit [Eric Roza]. Hann er meiri viðskiptamaður og er sjálfur á fullu í CrossFit. Hann hefur átt stöð og á stöð ennþá. Hann hefur mikla trú á CrossFit keppninni, heimsleikunum og að þetta eigi allt að vera saman,“ sagði Anníe Mist sem horfir nú mun jákvæðari augun á framtíð CrossFit heldur en hún gerði í öllum hamaganginum í sumar. „Ég er mjög bjartsýn á framtíðina og það er breytingin. Að sjálfsögðu eru samt fleiri skref sem þarf að taka. Við erum kominn með íþróttamannasamtök og íþróttamannaráð sem ég fæ að vera hluti af líka. Við erum að taka þetta eitt skref í einu og erum að vinna að því saman að gera sportið að því magnaða sporti sem þetta á að vera,“ sagði Anníe Mist sem útskýri aðeins sína þátttöku í íþróttamannaráðinu. View this post on Instagram 2020 has been a tumultuous year - also in the world of CrossFit We fought for change within and I am excited about the steps that HQ has taken so far and very proud to take part in shaping the future of our incredible sport. I am a part of the Athlete Advisory Counsel - after over 10 years in the sport I hope I have some good things to contribute with. PFAA, pro fitness athlete association, has been formed and will hopefully play a big role in the future as well. My first term on the AAC will be over at the end of the year 2020 as my active season starts again 2021 @crossfitgames @crossfit @pfaassociation #brightfuture #everyoneshouldhaveavoice A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 7, 2020 at 7:47am PDT „Við vorum búin að vera funda með þeim fyrir mót, tala um hluti sem gætu farið betur og tala um hluti sem gætu mögulega komið upp sem er hægt að koma í veg fyrir. Við höfum farið yfir það hvernig sé hægt að gera keppnina meira örugga fyrir þá sem eru að keppa,“ sagði Anníe Mist en með þessu hefur CrossFit heimurinn stigið það skref að margir geti unnið saman að því að gera íþróttina betri. „Að það sé ekki einn maður sem stjórni öllu og geti breytt ef hann er ekki ánægður með það hvernig hlutirnir eru. Það er ýmislegt búið að ganga á síðustu árin. Núna er verið að hlusta á okkur og við erum að fá að taka þátt í jákvæðum breytingum innan CrossFit,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist ætlar sjálf að reyna að komast inn á heimsleikana á næsta ári. „Það er allavega markmiðið. Það eru komnir rúmir tveir mánuðir frá fæðingunni og þetta er að ganga mikið hægar en ég bjóst við en ég er líka mjög óþolinmóð. Þetta er hægar en ég bjóst við en þetta er á réttri leið. Mér líður ótrúlega vel og það gengur svo svakalega vel með litlu dömuna mína þannig að maður getur ekki kvartað.,“ sagði Anníe Mist „Nú er bara að vera tilbúin fyrir byrjunina á mótinu sem verður í lok febrúar á næsta ári. Það er fyrsta markmiðið,“ sagði Anníe Mist en hún er þar að tala um The Open sem er fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna. Anníe Mist tryggði sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár með góðri frammistöðu á The Open í fyrra en varð síðan að gefa eftir sætið sitt þegar hún varð ófrísk. Það má sjá viðtalið við Anníe Mist hér fyrir neðan. Klippa: Anníe Mist um eigandaskiptin og framtíð CrossFit
CrossFit Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Sjá meira