Lífið

Dansa við lag Daða Freys í fyrsta þættinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
zdgsgshb

Fyrr í dag var tilkynnt að Daði Freyr og Gagnamagnið myndu taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam á næsta ári.

Daði hefur heldur betur verið að gera góða hluti frá því að hann vann Söngvakeppnina fyrr á þessu ári og átti að koma fram með Gagnamagninu í Eurovision 2020.

Í fyrsta þættinum í nýjustu seríunni af Strickly Come Dancing á BBC annað kvöld munu þau Jamie Lang og Karen Hauer dansa við lagið Think about Things eftir Daða Frey.

Lagið sem átti að vera framlag Ísland í Eurovision í Hollandi í maí.

Lagið hefur heldur betur slegið í gegn en það hefur nú þegar þetta er skrifað verið spilað tæplega 55 milljón sinnum á Spotify. Lagið vann áhorfendaverðlaunin í mörgum löndum Evrópu, m.a. í öllum hinum norrænu löndunum.

Jamie Lang er raunveruleikastjarna í Bretlandi og Karen Hauer er fagdansarinn sem keppir með honum.

Hér að neðan má sjá öll danspörin sem taka þátt í þessari þáttaröð af Strickly Come Dancing:

Caroline Quentin og Johannes Radebe

Clara Amfo og Aljaž Škorjanec

Jacqui Smith og Anton Du Beke

Maisie Smith og Gorka Marquez

Nicola Adams og Katya Jones

Ranvir Singh og Giovanni Pernice

Bill Bailey og Oti Mabuse

HRVY og Janette Manrara

Jamie Laing og Karen Hauer - Cha Cha við Think About Things eftir Daði Freyr

Jason Bell og Luba Mushtuk

JJ Chalmers og Amy Dowden

Max George og Dianne Buswell
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.