Handbolti

HSÍ ætlar að byrja aftur 11. nóvember

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik í Olís-deild karla.
Úr leik í Olís-deild karla. vísir/hulda margrét

Handknattleikssamband Íslands hefur frestað öllu mótahaldi sínu til 11. nóvember vegna takmarkana á æfingum og keppni vegna kórónuveirufaraldursins. Áður hafði mótahaldi verið frestað til 3. nóvember.

Stefnt er að því að hefja leik aftur 11.-15. nóvember. Nú er unnið að því raða leikjum í deild og bikar upp á nýtt.

Í frétt á heimasíðu HSÍ eru félögin í landinu hvött til þess að fylgja öllum reglum og tilmælum á æfingum.

Ekki hefur verið keppt á Íslandsmótinu í handbolta síðan sunnudaginn 4. október.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.