KKÍ frestar öllu mótahaldi til 3. nóvember: Gera ráð fyrir að leika í Domino's deildunum milli jóla og nýárs Anton Ingi Leifsson skrifar 19. október 2020 19:39 Pavel og félagar í Val þurfa að bíða eitthvað lengur með að spila körfubolta á ný. vísir/bára KKÍ hefur ákveði að fresta mótahaldi til og með 3. nóvember en þetta var tilkynnt í yfirlýsingu frá sambandinu nú í kvöld. Stjórnin fundaði í dag ásamt mótanefnd og þetta varð niðurstaðan en sóttvarnaraðgerðum yfirvalda hefur verið framlengt til 3. nóvember. Ekki gilda sömu reglur á höfuðborgarsvæðinu og utan þess en KKÍ á engra kosta völ en að fresta öllu mótahaldi. Í yfirlýsingunni segir einnig að spilað verði allt fram til 23. desember og að öllum líkindum leikið á milli jóla og nýárs í Domino's deildnum. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni: Þeim sóttvarnaraðgerðum yfirvalda sem komið var á 7. október hefur nú verið framlengt til og með 3. nóvember, en þessar aðgerðir eru áfram mun harðari á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Stjórn og mótanefnd KKÍ hafa því ákveðið að fresta öllum leikjum til og með 3. nóvember. Áfram verður fylgst með þróun mála, en vonir standa til að hægt verði að aflétta æfingatakmörkunum á höfuðborgarsvæðinu fljótlega. Hér í viðhengi má sjá samantekt á því sem heimilt er að gera samkvæmt reglugerðinni, en von er á sameiginlegum reglum KKÍ og HSÍ um æfingar og keppni þegar þær hafa verið staðfestar af yfirvöldum. Það skal ítrekað að í gildi eru tilmæli frá yfirvöldum að fólk sé ekki að fara til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema brýna nauðsyn beri til, en íþróttaæfingar falla ekki þar undir. Endurræsing mótahalds Ljóst er að mótahaldi KKÍ eru nokkrar skorður settar af landsliðsgluggum FIBA í nóvember. Taka þarf tillit til þessara glugga, en ljóst er að vegna sóttkvíar landsliðsmanna mun deildarkeppni hefjast seinna en vanalega að loknum landsleikjagluggum. Þessa dagana er unnið að “return to play“ leiðbeiningum sem unnar eru á grunni leiðbeininga FIBA og í góðri samvinnu við fræðasamfélagið og fagteymi KKÍ, en von er á því að þessar leiðbeiningar verði tilbúnar og gefnar út fyrir vikulok. Alls hefur 298 deildar- og bikarleikjum verið frestað frá 7.10. til og með 3.11., en stóra verkefni mótanefndar verður að koma þeim leikjum fyrir svo vel sé. Leikir í Domino’s og 1. deildum hafa forgang við endurskipulagningu mótahaldsins, en sömuleiðis á eftir að skoða frekar hvað gert verður með deildarleiki í neðri deildum og yngri flokkum. Gert er ráð fyrir að leikið verði upp að jólahátíðinni, allt til 23. desember, og að leikið verður í Domino‘s deildunum milli jóla- og nýárs. Jafnframt á eftir að skoða og ákveða hvað gert verður með þá um það bil 400 leiki í fjölliða- og fjölvallamótum sem frestað hefur verið. Vitað er að talsvert verk er fyrir hendi þegar kemur að endurskipulagningu mótahaldsins, en ekki er enn alveg ljóst hvenær mótahaldið kemst í gang að nýju, eða með hvaða hætti það hefjist. Það verður þó tilkynnt sérstaklega þegar þar að kemur. Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
KKÍ hefur ákveði að fresta mótahaldi til og með 3. nóvember en þetta var tilkynnt í yfirlýsingu frá sambandinu nú í kvöld. Stjórnin fundaði í dag ásamt mótanefnd og þetta varð niðurstaðan en sóttvarnaraðgerðum yfirvalda hefur verið framlengt til 3. nóvember. Ekki gilda sömu reglur á höfuðborgarsvæðinu og utan þess en KKÍ á engra kosta völ en að fresta öllu mótahaldi. Í yfirlýsingunni segir einnig að spilað verði allt fram til 23. desember og að öllum líkindum leikið á milli jóla og nýárs í Domino's deildnum. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni: Þeim sóttvarnaraðgerðum yfirvalda sem komið var á 7. október hefur nú verið framlengt til og með 3. nóvember, en þessar aðgerðir eru áfram mun harðari á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Stjórn og mótanefnd KKÍ hafa því ákveðið að fresta öllum leikjum til og með 3. nóvember. Áfram verður fylgst með þróun mála, en vonir standa til að hægt verði að aflétta æfingatakmörkunum á höfuðborgarsvæðinu fljótlega. Hér í viðhengi má sjá samantekt á því sem heimilt er að gera samkvæmt reglugerðinni, en von er á sameiginlegum reglum KKÍ og HSÍ um æfingar og keppni þegar þær hafa verið staðfestar af yfirvöldum. Það skal ítrekað að í gildi eru tilmæli frá yfirvöldum að fólk sé ekki að fara til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema brýna nauðsyn beri til, en íþróttaæfingar falla ekki þar undir. Endurræsing mótahalds Ljóst er að mótahaldi KKÍ eru nokkrar skorður settar af landsliðsgluggum FIBA í nóvember. Taka þarf tillit til þessara glugga, en ljóst er að vegna sóttkvíar landsliðsmanna mun deildarkeppni hefjast seinna en vanalega að loknum landsleikjagluggum. Þessa dagana er unnið að “return to play“ leiðbeiningum sem unnar eru á grunni leiðbeininga FIBA og í góðri samvinnu við fræðasamfélagið og fagteymi KKÍ, en von er á því að þessar leiðbeiningar verði tilbúnar og gefnar út fyrir vikulok. Alls hefur 298 deildar- og bikarleikjum verið frestað frá 7.10. til og með 3.11., en stóra verkefni mótanefndar verður að koma þeim leikjum fyrir svo vel sé. Leikir í Domino’s og 1. deildum hafa forgang við endurskipulagningu mótahaldsins, en sömuleiðis á eftir að skoða frekar hvað gert verður með deildarleiki í neðri deildum og yngri flokkum. Gert er ráð fyrir að leikið verði upp að jólahátíðinni, allt til 23. desember, og að leikið verður í Domino‘s deildunum milli jóla- og nýárs. Jafnframt á eftir að skoða og ákveða hvað gert verður með þá um það bil 400 leiki í fjölliða- og fjölvallamótum sem frestað hefur verið. Vitað er að talsvert verk er fyrir hendi þegar kemur að endurskipulagningu mótahaldsins, en ekki er enn alveg ljóst hvenær mótahaldið kemst í gang að nýju, eða með hvaða hætti það hefjist. Það verður þó tilkynnt sérstaklega þegar þar að kemur.
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira