Hlutdeildarlán auðvelda einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 19. október 2020 15:30 Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán, sem samþykkt var á Alþingi í byrjun september, mun auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hér er um að ræða mikilvæga aðgerð í því verkefni að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á íbúðamarkaðinn. Hlutdeildarlánin eru ólík þeim hefðbundnu fasteignalánum sem við flest þekkjum, að því leyti að nú lánar ríkið ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem tekju- og eignalitlir fyrstu kaupendur hyggjast kaupa. Lántakendur munu síðan endurgreiða lánið þegar íbúðin er seld og er hámarkstími lánanna 25 ár. Lánið fylgir verðbreytingu eignarinnar og mun hækka og lækka í samræmi við þá þróun. Hafnarfjörður hefur strax brugðist við Nokkur umræða hefur skapast um ströng skilyrði varðandi verð og stærð íbúða. Í umræðunni hafa skapast áhyggjur af því að vegna markaðsaðstæðna muni fáar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu uppfylla þau skilyrði sem sett hafa verið. Nýlega var tekin skóflustunga fyrir 65 nýjar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Gufunesi. Ráðherra hefur sagt það skýrt að bæði sveitarfélög og verktakar þurfi að bregðast við frumvarpinu um hlutdeildarlán með auknu framboði lóða og íbúða. Við finnum strax fyrir því að framsýnir verktakar hafa brugðist við með mjög jákvæðum hætti og það sama gildir um skipulagsyfirvöld hér í Hafnarfirði. Nú þegar hefur verið samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að ráðast í aðalskipulagsbreytingu á svæði sem getur vel svarað þessu ákalli og þörf fyrir litlar, góðar og ódýrar eignir. Sú vinna mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum. Við erum sterkari saman Það er alveg ljóst í mínum huga að með þessari aðgerð og þessari tegund lána, hlutdeildarlána, er verið að gera tekjulágum einstaklingum og þeim einstaklingum sem jafnvel hafa verið fastir á leigumarkaði mögulegt að eignast sína fyrstu íbúð. Líkt og fram hefur komið er verið að bregðast við og lækka þröskuld þess hóps sem hefur verið að greiða leigu en lítið náð að leggja til hliðar og jafnvel þurft að treysta á öflugt bakland sem í flestum tilfellum er ekki til staðar. Það er því sérstaklega mikilvægt að við séum öll saman í þessum báti og að við séum öll að róa í sömu átt. Ríkið hefur nú stigið þetta myndarlega fyrsta skref með því að setja fjögur þúsund milljónir árlega í þessa aðgerð. Fordæmi annarra landa ásamt því sem er að gerast í Gufunesi sýna, svo ekki verði um villst, að þetta er vel hægt. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán, sem samþykkt var á Alþingi í byrjun september, mun auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hér er um að ræða mikilvæga aðgerð í því verkefni að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á íbúðamarkaðinn. Hlutdeildarlánin eru ólík þeim hefðbundnu fasteignalánum sem við flest þekkjum, að því leyti að nú lánar ríkið ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem tekju- og eignalitlir fyrstu kaupendur hyggjast kaupa. Lántakendur munu síðan endurgreiða lánið þegar íbúðin er seld og er hámarkstími lánanna 25 ár. Lánið fylgir verðbreytingu eignarinnar og mun hækka og lækka í samræmi við þá þróun. Hafnarfjörður hefur strax brugðist við Nokkur umræða hefur skapast um ströng skilyrði varðandi verð og stærð íbúða. Í umræðunni hafa skapast áhyggjur af því að vegna markaðsaðstæðna muni fáar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu uppfylla þau skilyrði sem sett hafa verið. Nýlega var tekin skóflustunga fyrir 65 nýjar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Gufunesi. Ráðherra hefur sagt það skýrt að bæði sveitarfélög og verktakar þurfi að bregðast við frumvarpinu um hlutdeildarlán með auknu framboði lóða og íbúða. Við finnum strax fyrir því að framsýnir verktakar hafa brugðist við með mjög jákvæðum hætti og það sama gildir um skipulagsyfirvöld hér í Hafnarfirði. Nú þegar hefur verið samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að ráðast í aðalskipulagsbreytingu á svæði sem getur vel svarað þessu ákalli og þörf fyrir litlar, góðar og ódýrar eignir. Sú vinna mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum. Við erum sterkari saman Það er alveg ljóst í mínum huga að með þessari aðgerð og þessari tegund lána, hlutdeildarlána, er verið að gera tekjulágum einstaklingum og þeim einstaklingum sem jafnvel hafa verið fastir á leigumarkaði mögulegt að eignast sína fyrstu íbúð. Líkt og fram hefur komið er verið að bregðast við og lækka þröskuld þess hóps sem hefur verið að greiða leigu en lítið náð að leggja til hliðar og jafnvel þurft að treysta á öflugt bakland sem í flestum tilfellum er ekki til staðar. Það er því sérstaklega mikilvægt að við séum öll saman í þessum báti og að við séum öll að róa í sömu átt. Ríkið hefur nú stigið þetta myndarlega fyrsta skref með því að setja fjögur þúsund milljónir árlega í þessa aðgerð. Fordæmi annarra landa ásamt því sem er að gerast í Gufunesi sýna, svo ekki verði um villst, að þetta er vel hægt. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun