Körfubolti

Haukur lék lykilhlutverk í sigri

Ísak Hallmundarson skrifar
Haukur Helgi í gulum búning Andorra.
Haukur Helgi í gulum búning Andorra. twitter

Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik þegar Andorra sigraði San Pablo Burgos á heimavelli, 87-82, í framlengdum leik í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Haukur skoraði 18 stig og gaf tvær stoðsendingar og þá var hann með 60% þriggja stiga nýtingu, hitti úr þremur af fimm tilraunum. 

Lið Andorra hefur unnið þrjá leiki af sex í deildinni hingað til. Haukur og félagar mæta svo Lokomotiv Ku­ban í Rússlandi næsta miðvikudag í Evrópubikarnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.