Handbolti

Einar Andri og Gústi völdu bestu leikmenn Olís-deildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson er besti leikmaður Olís-deildar karla að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar.
Ásbjörn Friðriksson er besti leikmaður Olís-deildar karla að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. vísir/hulda margrét

Henry Birgir Gunnarsson setti þeim Einari Andra Einarssyni og Ágústi Jóhannssyni fyrir heimaverkefni fyrir Seinni bylgjuna á mánudaginn.

Meðal þeirra var að velja fimm bestu leikmenn Olís-deildar karla. Krefjandi verkefni en þeir Einar Andri og Ágúst skiluðu af sér lista yfir fimm bestu leikmenn Olís-deildarinnar.

Leikmennirnir fimm eru allt þekktar stærðir í íslenskum handbolta og tveir þeirra í stóru hlutverki í landsliðinu, þeir Kári Kristján Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson. Sá fyrrnefndi var í 5. sætinu en sá síðarnefndi í því þriðja. Í 4. sæti er Guðmundur Hólmar Helgason sem kom til Selfoss fyrir tímabilið.

Valsmaðurinn Magnús Óli Magnússon er í 2. sæti lista þeirra Einars Andra og Ágústs.

„Hann er búinn að vera óstöðvandi. Hann er kominn aftur á þann stað sem hann var kominn á þegar hann var valinn í landsliðið,“ sagði Einar Andri um Magnús Óla sem hann þjálfaði hjá FH á sínum tíma. Hann þjálfaði einnig manninn í efsta sæti listans, Ásbjörn Friðriksson. Ágúst fékk hins vegar það hlutverk að mæra hann.

„Þetta eru allt saman mjög frambærilegir og góðir leikmenn og við hefðum auðvitað getað velt þessum lista lengi fyrir okkur. En þegar öllu er á botninn hvolft er Ási búinn að spila frábærlega þótt það sé ekki mikið búið af mótinu. Hann hefur tekið yfir fullt af leikjum og góður að stjórna hraðanum í leikjum. Hann er bæði mikill skorari og gerir líka leikmennina í kringum sig betri,“ sagði Ágúst um Ásbjörn.

Klippa: Seinni bylgjan - Bestu leikmenn Olís-deildar karla

Tengdar fréttir

Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin

Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×