Við viljum gera vel en… Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2020 13:00 Umræðan um ADHD og skólamál er mikilvæg og að mínu mati eru viðhorf og vilji starfsfólks skóla til að sækja sér þekkingu alltaf að aukast. Skilningur og þekking á ADHD röskuninni ásamt vitneskjunni um hvernig hægt er að koma til móts við einstaklinga með ADHD er mun meiri í dag en áður. Þar af leiðandi eykst jákvæðni gagnvart þessum nemendum og vilji til góðra verka. Við erum komin svo langt að það er í flestum tilfellum ekki neikvætt að greinast með ADHD, frekar veldur það létti að fá skýringu á erfiðleikunum. Margir skólar eru komnir langt í þessum efnum og hafa skýra áætlun sem sett er í gang við greiningu t.d. með teymisvinnu og aðkomu þeirra sem vinna hvað mest með einstaklinginn. Þegar þessar jákvæðu breytingar eiga sér stað, velti ég því fyrir mér hvernig hægt er að styðja við og hvetja skólana til þess að viðhorfsbreytingin og vinnubrögðin haldi áfram að þróast og eflast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð Þegar barn greinist með ADHD fer í flestum skólum af stað vinna sem miðar að því að koma til móts við barnið. ADHD greiningunni einni og sér fylgir ekki fjármagn til skólans ólíkt því þegar barn fær t.d. einhverfugreiningu, þannig að meiri líkur eru á að það fari eftir viðhorfi og fjármagni skólastjórnenda hversu mikla aðstoð barnið fær. Þetta er eitthvað sem ég tel að þurfi að breytast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð, hún virkar. Með auknu fjármagni er hægt að styðja við barnið frá unga aldri og hugsanlega koma í veg fyrir að það einangri sig félagslega með óæskilegri hegðun. Snemmtæk íhlutun hefur áhrif á viðhorf barnsins, getur aukið tilfinningagreind þess og um leið aukið félagsfærni. Eftir því sem þessi vinna er öflugri strax í upphafi eru meiri líkur á að barnið njóti þess að vera í skóla, öðlist sterkari sjálfsmynd, upplifi ekki stöðugt að það geti ekki klárað verkefni og styrkir um leið félagsfærni þess, svo fátt eitt sé nefnt. Barnið lærir að ADHD er ástæða en ekki afsökun. Það kostar meira að bíða Það er löngu vitað að börn sem ekki fá þá aðstoð sem þau þurfa í grunnskóla eru líklegri til að sýna truflandi og óæskilega hegðun. Þetta bitnar á skólafélögunum og starfsfólki skólans. Kulnun í kennarastarfi er líka staðreynd og einn af þeim þáttum sem kennarar nefna sem hluta af ástæðunni eru áhyggjur yfir því að geta ekki gert nóg fyrir nemendur og of lítill stuðningur sé til að takast á við krefjandi nemendur t.d. nemendur með ADHD. Aukið fjármagn gerir skólastjórnendum kleift að grípa fyrr í taumana, greiða fyrir aukið álag og jafnvel bæta við starfsfólki. Einstaklingur með ADHD sem ekki hefur fengið þá aðstoð sem hann þurfti í skólakerfinu er líklegri en aðrir til að gera tilraunir með ólögleg vímuefni, sýna af sér áhættuhegðun ofl. sem kostar samfélagið mun meira þegar til lengri tíma er litið. Því er augljóst að fjármagni sem lagt er í snemmtæka íhlutun er vel varið. Minnkum þörf fyrir plástra Það er því að mínu mati nokkuð öruggt að með því að sinna betur börnum með ADHD, hvort sem greining liggur fyrir eða ekki, græða allir. Hættum að einblína á að plástra sárin heldur leggjum fjármagn og orku í að koma í veg fyrir að þau myndist. Október er vitundarmánuður um ADHD og ég skora á stjórnvöld að setja fókusinn á að auka fjármagn til skólanna og með því stuðla að áframhaldandi jákvæðni,auknum skilningi og vellíðan barna með ADHD. Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um ADHD og skólamál er mikilvæg og að mínu mati eru viðhorf og vilji starfsfólks skóla til að sækja sér þekkingu alltaf að aukast. Skilningur og þekking á ADHD röskuninni ásamt vitneskjunni um hvernig hægt er að koma til móts við einstaklinga með ADHD er mun meiri í dag en áður. Þar af leiðandi eykst jákvæðni gagnvart þessum nemendum og vilji til góðra verka. Við erum komin svo langt að það er í flestum tilfellum ekki neikvætt að greinast með ADHD, frekar veldur það létti að fá skýringu á erfiðleikunum. Margir skólar eru komnir langt í þessum efnum og hafa skýra áætlun sem sett er í gang við greiningu t.d. með teymisvinnu og aðkomu þeirra sem vinna hvað mest með einstaklinginn. Þegar þessar jákvæðu breytingar eiga sér stað, velti ég því fyrir mér hvernig hægt er að styðja við og hvetja skólana til þess að viðhorfsbreytingin og vinnubrögðin haldi áfram að þróast og eflast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð Þegar barn greinist með ADHD fer í flestum skólum af stað vinna sem miðar að því að koma til móts við barnið. ADHD greiningunni einni og sér fylgir ekki fjármagn til skólans ólíkt því þegar barn fær t.d. einhverfugreiningu, þannig að meiri líkur eru á að það fari eftir viðhorfi og fjármagni skólastjórnenda hversu mikla aðstoð barnið fær. Þetta er eitthvað sem ég tel að þurfi að breytast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð, hún virkar. Með auknu fjármagni er hægt að styðja við barnið frá unga aldri og hugsanlega koma í veg fyrir að það einangri sig félagslega með óæskilegri hegðun. Snemmtæk íhlutun hefur áhrif á viðhorf barnsins, getur aukið tilfinningagreind þess og um leið aukið félagsfærni. Eftir því sem þessi vinna er öflugri strax í upphafi eru meiri líkur á að barnið njóti þess að vera í skóla, öðlist sterkari sjálfsmynd, upplifi ekki stöðugt að það geti ekki klárað verkefni og styrkir um leið félagsfærni þess, svo fátt eitt sé nefnt. Barnið lærir að ADHD er ástæða en ekki afsökun. Það kostar meira að bíða Það er löngu vitað að börn sem ekki fá þá aðstoð sem þau þurfa í grunnskóla eru líklegri til að sýna truflandi og óæskilega hegðun. Þetta bitnar á skólafélögunum og starfsfólki skólans. Kulnun í kennarastarfi er líka staðreynd og einn af þeim þáttum sem kennarar nefna sem hluta af ástæðunni eru áhyggjur yfir því að geta ekki gert nóg fyrir nemendur og of lítill stuðningur sé til að takast á við krefjandi nemendur t.d. nemendur með ADHD. Aukið fjármagn gerir skólastjórnendum kleift að grípa fyrr í taumana, greiða fyrir aukið álag og jafnvel bæta við starfsfólki. Einstaklingur með ADHD sem ekki hefur fengið þá aðstoð sem hann þurfti í skólakerfinu er líklegri en aðrir til að gera tilraunir með ólögleg vímuefni, sýna af sér áhættuhegðun ofl. sem kostar samfélagið mun meira þegar til lengri tíma er litið. Því er augljóst að fjármagni sem lagt er í snemmtæka íhlutun er vel varið. Minnkum þörf fyrir plástra Það er því að mínu mati nokkuð öruggt að með því að sinna betur börnum með ADHD, hvort sem greining liggur fyrir eða ekki, græða allir. Hættum að einblína á að plástra sárin heldur leggjum fjármagn og orku í að koma í veg fyrir að þau myndist. Október er vitundarmánuður um ADHD og ég skora á stjórnvöld að setja fókusinn á að auka fjármagn til skólanna og með því stuðla að áframhaldandi jákvæðni,auknum skilningi og vellíðan barna með ADHD. Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun