10 aðgerðir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 9. október 2020 13:02 Hvað þarf eiginlega að gera til að koma Íslandi aftur á fætur? Næstu jól stefnir í að allt 25-30.000 manns verði atvinnulaus en það eru fleiri störf en eru samanlagt á Akureyri, Reykjanesbæ, öllum Austfjörðum og Vestfjörðum. Atvinnuleysi er því okkar helsta áskorun og því höfum við í Samfylkingunni lagt til 32 alvöru aðgerðir. Förum yfir 10 atriði: 1. Aðgerðir Samfylkingarinnar munu búa til þrisvar sinnum fleiri störf en þau sem tillögur ríkisstjórnar gera ráð fyrir. 2. Við viljum fjölga störfum, BÆÐI hjá einkageiranum OG hjá hinu opinbera. Sem dæmi vantar 400 hjúkrunarfræðinga, mörg hundruð sjúkraliða, 200 lögreglumenn, fjöldann allan af skólafólki, sálfræðingum, félagsráðgjöfum í skóla og heilsugæslu. Þá er barnaverndarkerfið og félagslega þjónustan undirmönnuð og svona mætti lengi telja. Mikið af þessu fólki höfum við nú þegar menntað. Fjármálaráðherra sagði hins vegar að fjölgun opinberra starfa væri „versta hugmynd“ sem hann hefði heyrt. Iðnaðarmaðurinn, búðareigandinn og litlu þjónustufyrirtækin 3. Við viljum að tryggingargjald verði fellt niður í a.m.k. eitt ár fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki þannig að öll fyrirtæki fái 2 milljón kr. afslátt af tryggingagjaldi. Þetta er atvinnuskapandi skattalækkun í stað sértækrar skattalækkunar ríkisstjórnarinnar sem setur núna í forgang að lækka fjármagnstekjuskatt til hinna allra ríkustu en einungis 1% af ríkustu Íslendingunum aflar um 50% allra fjármagnstekna í landinu. Samfylkingin vill í staðinn huga að litlum fyrirtækjunum, iðnaðarmanninum, búðareigandanum og litlu þjónustufyrirtækjum. 4. Við munum styrkja fyrirtæki sem ráða fólk af atvinnuleysisskrá í stað þessa að niðurgreiða uppsagnir eins og ríkisstjórnin gerir. Það er fáheyrt aðgerð að nota almannafé til að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki enda gerir engin ríkisstjórn það í nágrannalöndunum. Getur þú lifað á 240 þús kr? 5. Við viljum draga úr vinnuletjandi skerðingum gagnvart barnafólki og öryrkjum. 6. Við munum hækka atvinnuleysisbætur og hækka grunnbætur til aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að þessir þrír hópar eiga að lifa á um 240 þúsund kr. á mánuði. Enginn ráðherranna segist geta lifað af slíkri upphæð. 7. Við viljum styrkja sveitarfélögin sem sjá um nærþjónustuna, byggja nýjan geðspítala og fjárfesta almennilega um allt land. Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nemur einungis 1% af landsframleiðslu og auðvitað dugar það ekki til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár. Græn atvinnubylting 8. Við viljum innleiða græna atvinnustefnu með metnaðarfyllri loftslagsaðgerðum, stofna grænan fjárfestingarsjóð og stórefla grænmetisframleiðslu og skógrækt. 9. Við viljum hækka endurgreiðsluhlutfall vegna kvikmyndagerðar, fjölga listamannalaunum og styrkja sérstaklega sviðslistafólk. 10. Við viljum stórefla nýsköpun, hátækniiðnaðinn og efla fjarheilbrigðisþjónustu. Viðbót ríkisstjórnarinnar í nýsköpun næsta árs er einungis 0,3% af landsframleiðslu, sem er nánast ekki neitt til að tala um. Ábyrga leiðin úr atvinnukreppu Þetta er hluti af tillögum Samfylkingarinnar þar sem kostnaðurinn er um 80 milljarða kr (sem er sama upphæð og brúarlán ríkisstjórnarinnar áttu að kosta en þau misstu algjörlega marks). Hins vegar kostar hvert prósentustig í atvinnuleysi um 6,5 milljarða kr. fyrir utan hinn mannlega harmleik sem því fylgir. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar lækka atvinnuleysi einungis um eitt prósentustig. Við viljum hins vegar fjárfesta með mun myndarlegri hætti í fólki og fyrirtækjum og taka lengri tíma til að borga niður hallann. Stundum þarf að verja pening til að búa til pening. Þær aðstæður eru núna. Þetta er það sem Samfylkingin kallar ábyrga leiðin. Það er óábyrgt að gera of lítið í svona ástandi eins og ríkisstjórnin er að gera. Það er ábyrgt að taka stór græn skref núna, eins og Samfylkingin leggur til. Vinna og velferð þar sem græn uppbygging um allt land er okkar rauði þráður. Þetta er leið úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Ágúst Ólafur Ágústsson Efnahagsmál Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvað þarf eiginlega að gera til að koma Íslandi aftur á fætur? Næstu jól stefnir í að allt 25-30.000 manns verði atvinnulaus en það eru fleiri störf en eru samanlagt á Akureyri, Reykjanesbæ, öllum Austfjörðum og Vestfjörðum. Atvinnuleysi er því okkar helsta áskorun og því höfum við í Samfylkingunni lagt til 32 alvöru aðgerðir. Förum yfir 10 atriði: 1. Aðgerðir Samfylkingarinnar munu búa til þrisvar sinnum fleiri störf en þau sem tillögur ríkisstjórnar gera ráð fyrir. 2. Við viljum fjölga störfum, BÆÐI hjá einkageiranum OG hjá hinu opinbera. Sem dæmi vantar 400 hjúkrunarfræðinga, mörg hundruð sjúkraliða, 200 lögreglumenn, fjöldann allan af skólafólki, sálfræðingum, félagsráðgjöfum í skóla og heilsugæslu. Þá er barnaverndarkerfið og félagslega þjónustan undirmönnuð og svona mætti lengi telja. Mikið af þessu fólki höfum við nú þegar menntað. Fjármálaráðherra sagði hins vegar að fjölgun opinberra starfa væri „versta hugmynd“ sem hann hefði heyrt. Iðnaðarmaðurinn, búðareigandinn og litlu þjónustufyrirtækin 3. Við viljum að tryggingargjald verði fellt niður í a.m.k. eitt ár fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki þannig að öll fyrirtæki fái 2 milljón kr. afslátt af tryggingagjaldi. Þetta er atvinnuskapandi skattalækkun í stað sértækrar skattalækkunar ríkisstjórnarinnar sem setur núna í forgang að lækka fjármagnstekjuskatt til hinna allra ríkustu en einungis 1% af ríkustu Íslendingunum aflar um 50% allra fjármagnstekna í landinu. Samfylkingin vill í staðinn huga að litlum fyrirtækjunum, iðnaðarmanninum, búðareigandanum og litlu þjónustufyrirtækjum. 4. Við munum styrkja fyrirtæki sem ráða fólk af atvinnuleysisskrá í stað þessa að niðurgreiða uppsagnir eins og ríkisstjórnin gerir. Það er fáheyrt aðgerð að nota almannafé til að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki enda gerir engin ríkisstjórn það í nágrannalöndunum. Getur þú lifað á 240 þús kr? 5. Við viljum draga úr vinnuletjandi skerðingum gagnvart barnafólki og öryrkjum. 6. Við munum hækka atvinnuleysisbætur og hækka grunnbætur til aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að þessir þrír hópar eiga að lifa á um 240 þúsund kr. á mánuði. Enginn ráðherranna segist geta lifað af slíkri upphæð. 7. Við viljum styrkja sveitarfélögin sem sjá um nærþjónustuna, byggja nýjan geðspítala og fjárfesta almennilega um allt land. Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nemur einungis 1% af landsframleiðslu og auðvitað dugar það ekki til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár. Græn atvinnubylting 8. Við viljum innleiða græna atvinnustefnu með metnaðarfyllri loftslagsaðgerðum, stofna grænan fjárfestingarsjóð og stórefla grænmetisframleiðslu og skógrækt. 9. Við viljum hækka endurgreiðsluhlutfall vegna kvikmyndagerðar, fjölga listamannalaunum og styrkja sérstaklega sviðslistafólk. 10. Við viljum stórefla nýsköpun, hátækniiðnaðinn og efla fjarheilbrigðisþjónustu. Viðbót ríkisstjórnarinnar í nýsköpun næsta árs er einungis 0,3% af landsframleiðslu, sem er nánast ekki neitt til að tala um. Ábyrga leiðin úr atvinnukreppu Þetta er hluti af tillögum Samfylkingarinnar þar sem kostnaðurinn er um 80 milljarða kr (sem er sama upphæð og brúarlán ríkisstjórnarinnar áttu að kosta en þau misstu algjörlega marks). Hins vegar kostar hvert prósentustig í atvinnuleysi um 6,5 milljarða kr. fyrir utan hinn mannlega harmleik sem því fylgir. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar lækka atvinnuleysi einungis um eitt prósentustig. Við viljum hins vegar fjárfesta með mun myndarlegri hætti í fólki og fyrirtækjum og taka lengri tíma til að borga niður hallann. Stundum þarf að verja pening til að búa til pening. Þær aðstæður eru núna. Þetta er það sem Samfylkingin kallar ábyrga leiðin. Það er óábyrgt að gera of lítið í svona ástandi eins og ríkisstjórnin er að gera. Það er ábyrgt að taka stór græn skref núna, eins og Samfylkingin leggur til. Vinna og velferð þar sem græn uppbygging um allt land er okkar rauði þráður. Þetta er leið úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun