Ísland með sterk skilaboð Sigríður Dögg Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2020 11:31 Í dag fer ferðakaupstefnan Vestnorden fram með rafrænum hætti í fyrsta skipti í 34 ára sögu þessa mikilvæga viðburðar þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum gefst kostur á að mynda ný viðskiptasambönd og viðhalda þeim sem fyrir eru. Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA) standa að Vestnorden en þau eru samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Covid-19 varpar enn skugga óvissu á næstu vikur og mánuði og erfitt að spá fyrir um þróun faraldursins. Ferðatakmarkanir eru áfram við landamæri okkar í bili en þeim verður aflétt þegar ástandið lagast. Ferðaþjónustufyrirtæki vinna marga mánuði fram í tímann og eru nú að vinna með bókanir fyrir árið 2021 sem ber jákvæð teikn. Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) spáir því að ferðaþjónusta taki hratt við sér um mitt næsta ár að gefnum forsendum um að þróun heimsfaraldursins snúist við, aukið traust fólks á ferðalögum og almennt afnám ferðatakmarkana. Það verður þó mikil samkeppni á milli landa og alls ekki sjálfgefið að ferðamenn velji Ísland sem áfangastað. Sterk viðskiptatengsl og markvissar markaðsaðgerðir munu skipta sköpum við að flýta fyrir bata íslenskrar ferðaþjónustu. Við berum þá gæfu að Ísland er með sterk skilaboð út í heim á þessum tímum. Ísland er strjálbýlasta landið í Evrópu með stórbrotna náttúru og víðerni sem fólk getur upplifað án mannfjölda. Á vaxtarskeiði ferðaþjónustunnar undanfarin ár höfum við séð mikla þróun í þjónustuframboði fyrir gesti og sterkari innviði í öllum landshlutum árið um kring. Ísland er ennfremur aðgengilegt og með góðar flugtengingar allt árið undir venjulegum kringumstæðum. Þá er mikilvægt að samhliða vexti ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur Íslandi tekist að viðhalda einu hæsta meðmælaskori (NPS) í heimi, svo gestir okkar eru ánægðir með reynslu sína. Í dag mun fjöldi fyrirtækja eiga mikilvæga fundi sem leiða til aukinna viðskipta og efla traust á Íslandi sem áfangastað. Hluti af því trausti snýst um fyrirsjáanleika í ferðatakmörkunum og því fyrr sem það skýrist, því fyrr sjáum við útflutningstekjur af ferðaþjónustu aukast samfélaginu til heilla. Höfundur er fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer ferðakaupstefnan Vestnorden fram með rafrænum hætti í fyrsta skipti í 34 ára sögu þessa mikilvæga viðburðar þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum gefst kostur á að mynda ný viðskiptasambönd og viðhalda þeim sem fyrir eru. Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA) standa að Vestnorden en þau eru samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Covid-19 varpar enn skugga óvissu á næstu vikur og mánuði og erfitt að spá fyrir um þróun faraldursins. Ferðatakmarkanir eru áfram við landamæri okkar í bili en þeim verður aflétt þegar ástandið lagast. Ferðaþjónustufyrirtæki vinna marga mánuði fram í tímann og eru nú að vinna með bókanir fyrir árið 2021 sem ber jákvæð teikn. Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) spáir því að ferðaþjónusta taki hratt við sér um mitt næsta ár að gefnum forsendum um að þróun heimsfaraldursins snúist við, aukið traust fólks á ferðalögum og almennt afnám ferðatakmarkana. Það verður þó mikil samkeppni á milli landa og alls ekki sjálfgefið að ferðamenn velji Ísland sem áfangastað. Sterk viðskiptatengsl og markvissar markaðsaðgerðir munu skipta sköpum við að flýta fyrir bata íslenskrar ferðaþjónustu. Við berum þá gæfu að Ísland er með sterk skilaboð út í heim á þessum tímum. Ísland er strjálbýlasta landið í Evrópu með stórbrotna náttúru og víðerni sem fólk getur upplifað án mannfjölda. Á vaxtarskeiði ferðaþjónustunnar undanfarin ár höfum við séð mikla þróun í þjónustuframboði fyrir gesti og sterkari innviði í öllum landshlutum árið um kring. Ísland er ennfremur aðgengilegt og með góðar flugtengingar allt árið undir venjulegum kringumstæðum. Þá er mikilvægt að samhliða vexti ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur Íslandi tekist að viðhalda einu hæsta meðmælaskori (NPS) í heimi, svo gestir okkar eru ánægðir með reynslu sína. Í dag mun fjöldi fyrirtækja eiga mikilvæga fundi sem leiða til aukinna viðskipta og efla traust á Íslandi sem áfangastað. Hluti af því trausti snýst um fyrirsjáanleika í ferðatakmörkunum og því fyrr sem það skýrist, því fyrr sjáum við útflutningstekjur af ferðaþjónustu aukast samfélaginu til heilla. Höfundur er fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun