Sterkari með ADHD María Hjálmarsdóttir skrifar 7. október 2020 10:01 Októbermánuður er uppáhalds mánuðurinn minn. Fallegir haustlitir, birtan er að breytast og lognið oft ríkjandi. Október er líka í uppáhaldi því mánuðurinn er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD. Höfuðeinkenni ADHD eru þrenns konar: Athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi. Þau tvö síðarnefndu fylgjast oftast að og eru mjög áberandi einkenni hjá mörgum með ADHD, en hafa þarf hugfast að athyglisbrestur getur verið til staðar án þess að honum fylgi ofvirkni eða hvatvísi. Grunnskólanám var krefjandi fyrir mig, frímínútur þóttu mér skemmtilegastar. Ég man nú lítið annað en að sitja á fremsta bekk og sessunautur minn var ávallt nemandi sem talaði lítið eða ekkert. Það hentaði öllum best, nema kannski mér. Ég varð fyrir stríðni en var fljót að læra að gera grín að sjálfri mér og varð því trúðurinn í bekknum. Ég man þó hversu oft ég hugsaði að ég gæti ekki gert nógu vel eða ekki eins vel og óskað var eftir. Ég gat ekki fylgst með, gat ekki þagað og ég litaði alltaf út fyrir. Á hverjum dagi fékk ég að heyra að ég ætti að vera öðruvísi en ég var og það hafði áhrif á sjálfstraust mitt og sjálfsálit. Á þeim tíma sá ég ekki kostina í því að vera með ADHD enda vissi ég ekki þá að ég væri með ADHD. Það var ekki fyrr en á fullorðinsárum, og þá orðin tveggja barna móðir að ég fór í greiningu og það fór ekkert á milli mála. ADHD var það, ríkjandi hvatvísi og ofvirkni. Greining á fullorðinsárum Allt í einu var ég byrjuð að taka ábyrgð á öðrum en bara mér, straumur og stingur upp í höfuð – ARHHH gleymdi, ÆJ NEI ER BÚNINGADAGUR, ÚFF það er starfsdagur, ÚPS fyrirgefðu ég gleymdi... VAR ég örugglega búin að slökkva á straujárninu... þetta gekk augljóslega ekki upp. Ég ræddi þetta við góða vinkonu sem benti mér góðfúslega á að líklegast væri ég með ADHD og hún mælti með að ég færi í greiningu. Foreldrar mínir og kærasti voru hjartanlega sammála því að ég færi í greiningu. Það að hafa farið í greiningu er í raun eitt af því besta sem ég hef gert. Það útskýrði svo margt og hjálpaði mér að hætta að afsaka mig endalaust byrja í staðinn að útskýra að svona væri ég bara og að stundum myndi ég gleyma (alveg eins og stundum segir fólk leiðinlegar langar sögur því það er bara þannig) og það er í lagi. Það besta við það að gera sér grein fyrir því að ég er snillingur með ADHD er það að ég gat spottað einkenni hjá dóttur minni sem betur fer greindist snemma með ADHD. Mikilvægi snemmtækrar íhlutunar fyrir börn með ADHD Börn með ADHD upplifa allt of oft neikvæð viðbrögð frá umhverfinu vegna veikleika sinna. Þó hafa ADHD samtökin staðið fyrir virkilega góðri vitundarvakningu og birt mikið af fræðsluefni og hefur það hjálpað til. Það breytir því þó ekki að einbeitingarerfiðleikar, gleymska og hvatvísi valda því oft að ADHD börn og fullorðnir koma sér í vandræði. Það allra mikilvægasta við að fá hjálp og skilning snemma er það að það er ekki stanslaust verið að brjóta þig niður og segja endalaust „ohh þú ert alltaf að hella niður, alltaf að gleyma, alltaf að grípa frammí…..“ Það að greinast snemma skiptir miklu máli fyrir þig sem ert með ADHD upp á að þú lærir að snúa veikleikum þínum yfir í styrkleika og að þér sé tekið eins og þú ert. Það er ekkert að okkur Það mikilvægasta er þó að það er ekkert AÐ okkur. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt, „hvað er að þér/henni?“ og nýlega „hvað er að þessu barni?“ sem sagt var um dóttur mína. Við erum ekki óþolandi ofvirk – við erum vel virk og hörkudugleg. Vandamálið er samfélagið, þar eiga allir að vera eins, eða það væri hentugast. Skólaumhverfið er því miður ekki alltaf sniðið að einstaklingum með ADHD. Margir kostir okkar eru sköpunargáfa, orka og forvitni. Því miður þá henta þessir eiginleikar oft illa inni í skólastofu. Þó verð ég að segja, kennarar í dag eru virkilega að gera sitt besta í að aðlaga námsumhverfi eftir þörfum barna. Vandamálið er oftar ofar í kerfinu sem er þungt og illa búið undir breytingar. Að lokum, 5-10% af þjóðinni er með ADHD. Ert þú kannski með ADHD ? Á vefsíðu ADHD samtakanna er urmull af upplýsingum og fræðsluefni sem ég vona að þú kynnir þér. Einnig hefur verið stofnað útibú frá ADHD samtökunum - ADHD Austurland sem er með facebook síðu þar er einnig að finna spjallhóp fyrir alla sem láta sig málefni fólks með ADHD varða. Munum svo að samfélagið væri hrikalega leiðinlegt ef allir væru eins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Austurbrú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Októbermánuður er uppáhalds mánuðurinn minn. Fallegir haustlitir, birtan er að breytast og lognið oft ríkjandi. Október er líka í uppáhaldi því mánuðurinn er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD. Höfuðeinkenni ADHD eru þrenns konar: Athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi. Þau tvö síðarnefndu fylgjast oftast að og eru mjög áberandi einkenni hjá mörgum með ADHD, en hafa þarf hugfast að athyglisbrestur getur verið til staðar án þess að honum fylgi ofvirkni eða hvatvísi. Grunnskólanám var krefjandi fyrir mig, frímínútur þóttu mér skemmtilegastar. Ég man nú lítið annað en að sitja á fremsta bekk og sessunautur minn var ávallt nemandi sem talaði lítið eða ekkert. Það hentaði öllum best, nema kannski mér. Ég varð fyrir stríðni en var fljót að læra að gera grín að sjálfri mér og varð því trúðurinn í bekknum. Ég man þó hversu oft ég hugsaði að ég gæti ekki gert nógu vel eða ekki eins vel og óskað var eftir. Ég gat ekki fylgst með, gat ekki þagað og ég litaði alltaf út fyrir. Á hverjum dagi fékk ég að heyra að ég ætti að vera öðruvísi en ég var og það hafði áhrif á sjálfstraust mitt og sjálfsálit. Á þeim tíma sá ég ekki kostina í því að vera með ADHD enda vissi ég ekki þá að ég væri með ADHD. Það var ekki fyrr en á fullorðinsárum, og þá orðin tveggja barna móðir að ég fór í greiningu og það fór ekkert á milli mála. ADHD var það, ríkjandi hvatvísi og ofvirkni. Greining á fullorðinsárum Allt í einu var ég byrjuð að taka ábyrgð á öðrum en bara mér, straumur og stingur upp í höfuð – ARHHH gleymdi, ÆJ NEI ER BÚNINGADAGUR, ÚFF það er starfsdagur, ÚPS fyrirgefðu ég gleymdi... VAR ég örugglega búin að slökkva á straujárninu... þetta gekk augljóslega ekki upp. Ég ræddi þetta við góða vinkonu sem benti mér góðfúslega á að líklegast væri ég með ADHD og hún mælti með að ég færi í greiningu. Foreldrar mínir og kærasti voru hjartanlega sammála því að ég færi í greiningu. Það að hafa farið í greiningu er í raun eitt af því besta sem ég hef gert. Það útskýrði svo margt og hjálpaði mér að hætta að afsaka mig endalaust byrja í staðinn að útskýra að svona væri ég bara og að stundum myndi ég gleyma (alveg eins og stundum segir fólk leiðinlegar langar sögur því það er bara þannig) og það er í lagi. Það besta við það að gera sér grein fyrir því að ég er snillingur með ADHD er það að ég gat spottað einkenni hjá dóttur minni sem betur fer greindist snemma með ADHD. Mikilvægi snemmtækrar íhlutunar fyrir börn með ADHD Börn með ADHD upplifa allt of oft neikvæð viðbrögð frá umhverfinu vegna veikleika sinna. Þó hafa ADHD samtökin staðið fyrir virkilega góðri vitundarvakningu og birt mikið af fræðsluefni og hefur það hjálpað til. Það breytir því þó ekki að einbeitingarerfiðleikar, gleymska og hvatvísi valda því oft að ADHD börn og fullorðnir koma sér í vandræði. Það allra mikilvægasta við að fá hjálp og skilning snemma er það að það er ekki stanslaust verið að brjóta þig niður og segja endalaust „ohh þú ert alltaf að hella niður, alltaf að gleyma, alltaf að grípa frammí…..“ Það að greinast snemma skiptir miklu máli fyrir þig sem ert með ADHD upp á að þú lærir að snúa veikleikum þínum yfir í styrkleika og að þér sé tekið eins og þú ert. Það er ekkert að okkur Það mikilvægasta er þó að það er ekkert AÐ okkur. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt, „hvað er að þér/henni?“ og nýlega „hvað er að þessu barni?“ sem sagt var um dóttur mína. Við erum ekki óþolandi ofvirk – við erum vel virk og hörkudugleg. Vandamálið er samfélagið, þar eiga allir að vera eins, eða það væri hentugast. Skólaumhverfið er því miður ekki alltaf sniðið að einstaklingum með ADHD. Margir kostir okkar eru sköpunargáfa, orka og forvitni. Því miður þá henta þessir eiginleikar oft illa inni í skólastofu. Þó verð ég að segja, kennarar í dag eru virkilega að gera sitt besta í að aðlaga námsumhverfi eftir þörfum barna. Vandamálið er oftar ofar í kerfinu sem er þungt og illa búið undir breytingar. Að lokum, 5-10% af þjóðinni er með ADHD. Ert þú kannski með ADHD ? Á vefsíðu ADHD samtakanna er urmull af upplýsingum og fræðsluefni sem ég vona að þú kynnir þér. Einnig hefur verið stofnað útibú frá ADHD samtökunum - ADHD Austurland sem er með facebook síðu þar er einnig að finna spjallhóp fyrir alla sem láta sig málefni fólks með ADHD varða. Munum svo að samfélagið væri hrikalega leiðinlegt ef allir væru eins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Austurbrú.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun