Þetta er ekki jarðarför, þetta er upprisa hlaut Gyllta lundann Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 21:55 RIFF hefur staðið yfir frá 24. september. RIFF RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, náði hápunkti í kvöld þegar verðlaunaafhending fór fram með nýstárlegum hætti á netinu að lokinni frumsýningu á lokamynd hátíðarinnar, Á móti straumnum, í leikstjórn Óskars Páls Sveinssonar. Þetta er ekki jarðarför, þetta er upprisa / This is Not a Burial, It’s a Resurrection hlaut Gyllta lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar í ár. Myndin er í leikstjórn Lemohangs Jeremiahs Moseses handritshöfundar, leikstjóra og listamanns frá Lesótó. Myndin hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á Sundance-kvikmyndahátíðinni og kvikmyndahátíðinni í Portland og aðalverðlaun á Taipei-kvikmyndahátíðinni. Í umsögn dómnefndar segir svo: „Ferðalag á dulúðugan og fáfarinn stað þar sem áttræð söguhetja háir baráttu fyrir því að náttúran fái að vera ósnortin þar til henni verði útrýmt af nútímanum. Hún lítur á baráttuna sem sína síðustu krossferð í lífinu sem styttist óðum. Áhrifaríkur leikur Mary Twala, dásamlegur hljóðheimur myndarinnar og mögnuð kvikmyndataka Pierre de Villiers skapa einstaka mynd sem er engri lík. Þá á viðfangsefnið afar vel við samtímann þar sem dreifbýli er víða að hverfa undir iðnaðarsvæði og undirtónninn er gildi hefða og náttúru í heiminum í dag.“ Í Vitranaflokki hlaut myndin Einmanaklettur / Piedra Sola í leikstjórn Alejandro Telémaco Tarraf heiðursummæli dómnefndar. Í dómnefnd sátu Shahrbanoo Sadat kvikmyndagerðarmaður, Jan Naszwewski, framkvæmdstjóri New Europe Film Sales og Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona. Í flokki íslenskra stuttmynda hlaut aðalverðlaun Já-Fólkið í leikstjórn Gísla Darra. Heiðursummæli dómnefndar hlaut Animalia í leikstjórn Rúnars Inga. Verðlaunamyndin í flokki stuttmynda íslenskra stúdenta er Raunir Bellu eftir Andra Má Enoksson og Önnu Knight. Um myndirnar segir svo: „Já-Fólkið er vönduð stuttmynd með góðum húmor og skemmtilegum sögupersónum. Leikstjórinn hefur djarfa sýn á viðfagnsefnið og tekst að koma henni á framfæri í þessari frábæru stuttmynd.“ „Raunir Bellu er skemmtileg stuttmynd, vel tekin og vel leikin með kómísku handriti sem hefur dökkan undirtón. Sagan hefur upphaf og endi og leikstjóranum tekst mjög vel til með myndinni.“ „Animalia kemur á óvart og er töfrandi. Leikstjóranum tekst að skapa eftirminnilega mynd með frábærum leik sem skapar óttablandna spennu í huga áhorfenda.“ Í dómnefnd sátu Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands, Júlíus Kemp kvikmyndagerðarmaður og Carlos Madrid, stjórnandi Cinema Jove hátíðarinnar. Í flokki alþjóðlegra stuttmynda hreppti myndin Reki / Drifting í leikstjórn Hanxiong Bo hnossið. Í ummælum dómnefndar sagði að í myndinni væri skyggnst á einstakan máta inn í leit ungs manns að sínum innri manni, og um leið ástríðu hans fyrir sérstakri aksturstækni. Varpar leikstjórinn ljósi á flókna fjölskyldusögu, og spurninguna um það hvað karlmennska er í raun og veru. Umgjörðin sé sjónræn og nálgunin bæði náin og rannsakandi. Í dómnefnd sátu kvikmyndagerðarkonan Cristèle Alves Meira, José F. Rodriguez, kvikmyndagerðarmaður og yfirráðgjafi hjá Points North Institute og Christof Wehmeier kynningarstjóri Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Heiðursummæli dómnefndar hlaut stuttmyndin Á milli þín og Milagros / Entre Tú Y Milagros í leikstjórn Mariana Saffon. Í umsögn dómnefndar segir að myndin sýni „þýðingarmikið, djúpt og fallegt samband móður og dóttur sem sett er fram á skjáinn á rafmagnaðan hátt.“ Þá sé lokasena myndarinnar mögnuð og þögnin í henni segi allt sem segja þarf. Kúgunarsöngvar / Songs Of Repression í leikstjórn Estephan Wagner, Marianne Hougen-Moraga var valin besta myndin í flokknum Önnur Framtíð. Heiðursummæli dómnefndar hlaut myndin Jörðin er blá eins og appelsína / The Earth Is Blue As An Orange í leikstjórn Irynu Tsilyk. Í dómnefnd sátu Mágret Jónasdóttir, framleiðandi, samíska kvimyndagerðarkonan Sunna Nousuniemi og Simon Brook, kvikmyndaframleiðandi. Um Kúgunarsöngva: Einstakt og óvænt ferðalag, sérstaklega vel gerð mynd sem tekur á hryllilegum minningum frá fallegum stað. Myndin færir okkur frá ást Guðs alla leið til Heljar á afar áhrifaríkan hátt. Leikstjóranum tekst með umhyggju og virðingu fyrir viðfangsefni sínu að að fanga persónulega upplifun hverrar persónu fyrir sig. Um Jörðin er blá eins og appelsína: Áhrifamikil saga full af von, samkennd og samúð. Myndin sýnir að draumar geti ræst jafnvel á erfiðum tímum og kvikmyndir geti fært okkur von. Hér færir kvikmyndagerð fjölskyldu í raun og veru von og sameinar hana enn frekar á sérlega krefjandi tímum. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, náði hápunkti í kvöld þegar verðlaunaafhending fór fram með nýstárlegum hætti á netinu að lokinni frumsýningu á lokamynd hátíðarinnar, Á móti straumnum, í leikstjórn Óskars Páls Sveinssonar. Þetta er ekki jarðarför, þetta er upprisa / This is Not a Burial, It’s a Resurrection hlaut Gyllta lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar í ár. Myndin er í leikstjórn Lemohangs Jeremiahs Moseses handritshöfundar, leikstjóra og listamanns frá Lesótó. Myndin hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á Sundance-kvikmyndahátíðinni og kvikmyndahátíðinni í Portland og aðalverðlaun á Taipei-kvikmyndahátíðinni. Í umsögn dómnefndar segir svo: „Ferðalag á dulúðugan og fáfarinn stað þar sem áttræð söguhetja háir baráttu fyrir því að náttúran fái að vera ósnortin þar til henni verði útrýmt af nútímanum. Hún lítur á baráttuna sem sína síðustu krossferð í lífinu sem styttist óðum. Áhrifaríkur leikur Mary Twala, dásamlegur hljóðheimur myndarinnar og mögnuð kvikmyndataka Pierre de Villiers skapa einstaka mynd sem er engri lík. Þá á viðfangsefnið afar vel við samtímann þar sem dreifbýli er víða að hverfa undir iðnaðarsvæði og undirtónninn er gildi hefða og náttúru í heiminum í dag.“ Í Vitranaflokki hlaut myndin Einmanaklettur / Piedra Sola í leikstjórn Alejandro Telémaco Tarraf heiðursummæli dómnefndar. Í dómnefnd sátu Shahrbanoo Sadat kvikmyndagerðarmaður, Jan Naszwewski, framkvæmdstjóri New Europe Film Sales og Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona. Í flokki íslenskra stuttmynda hlaut aðalverðlaun Já-Fólkið í leikstjórn Gísla Darra. Heiðursummæli dómnefndar hlaut Animalia í leikstjórn Rúnars Inga. Verðlaunamyndin í flokki stuttmynda íslenskra stúdenta er Raunir Bellu eftir Andra Má Enoksson og Önnu Knight. Um myndirnar segir svo: „Já-Fólkið er vönduð stuttmynd með góðum húmor og skemmtilegum sögupersónum. Leikstjórinn hefur djarfa sýn á viðfagnsefnið og tekst að koma henni á framfæri í þessari frábæru stuttmynd.“ „Raunir Bellu er skemmtileg stuttmynd, vel tekin og vel leikin með kómísku handriti sem hefur dökkan undirtón. Sagan hefur upphaf og endi og leikstjóranum tekst mjög vel til með myndinni.“ „Animalia kemur á óvart og er töfrandi. Leikstjóranum tekst að skapa eftirminnilega mynd með frábærum leik sem skapar óttablandna spennu í huga áhorfenda.“ Í dómnefnd sátu Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands, Júlíus Kemp kvikmyndagerðarmaður og Carlos Madrid, stjórnandi Cinema Jove hátíðarinnar. Í flokki alþjóðlegra stuttmynda hreppti myndin Reki / Drifting í leikstjórn Hanxiong Bo hnossið. Í ummælum dómnefndar sagði að í myndinni væri skyggnst á einstakan máta inn í leit ungs manns að sínum innri manni, og um leið ástríðu hans fyrir sérstakri aksturstækni. Varpar leikstjórinn ljósi á flókna fjölskyldusögu, og spurninguna um það hvað karlmennska er í raun og veru. Umgjörðin sé sjónræn og nálgunin bæði náin og rannsakandi. Í dómnefnd sátu kvikmyndagerðarkonan Cristèle Alves Meira, José F. Rodriguez, kvikmyndagerðarmaður og yfirráðgjafi hjá Points North Institute og Christof Wehmeier kynningarstjóri Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Heiðursummæli dómnefndar hlaut stuttmyndin Á milli þín og Milagros / Entre Tú Y Milagros í leikstjórn Mariana Saffon. Í umsögn dómnefndar segir að myndin sýni „þýðingarmikið, djúpt og fallegt samband móður og dóttur sem sett er fram á skjáinn á rafmagnaðan hátt.“ Þá sé lokasena myndarinnar mögnuð og þögnin í henni segi allt sem segja þarf. Kúgunarsöngvar / Songs Of Repression í leikstjórn Estephan Wagner, Marianne Hougen-Moraga var valin besta myndin í flokknum Önnur Framtíð. Heiðursummæli dómnefndar hlaut myndin Jörðin er blá eins og appelsína / The Earth Is Blue As An Orange í leikstjórn Irynu Tsilyk. Í dómnefnd sátu Mágret Jónasdóttir, framleiðandi, samíska kvimyndagerðarkonan Sunna Nousuniemi og Simon Brook, kvikmyndaframleiðandi. Um Kúgunarsöngva: Einstakt og óvænt ferðalag, sérstaklega vel gerð mynd sem tekur á hryllilegum minningum frá fallegum stað. Myndin færir okkur frá ást Guðs alla leið til Heljar á afar áhrifaríkan hátt. Leikstjóranum tekst með umhyggju og virðingu fyrir viðfangsefni sínu að að fanga persónulega upplifun hverrar persónu fyrir sig. Um Jörðin er blá eins og appelsína: Áhrifamikil saga full af von, samkennd og samúð. Myndin sýnir að draumar geti ræst jafnvel á erfiðum tímum og kvikmyndir geti fært okkur von. Hér færir kvikmyndagerð fjölskyldu í raun og veru von og sameinar hana enn frekar á sérlega krefjandi tímum.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira