Handbolti

Basti: Ef við vinnum ekki svona leik þá erum við í djúpum skít

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Sebastian Alexandersson er nýráðinn þjálfari Fram.
Sebastian Alexandersson er nýráðinn þjálfari Fram. vísir/vilhelm

„Get ekki sagt annað en að ég sé feginn. Við stilltum þessu upp sem úrslitaleik um allt“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, eftir sigurinn á ÍR í Safamýrinni í dag, 27-24, þeirra fyrsti sigur í vetur.

„Við förum í alla leiki til að vinna þá en þetta er svona leikur að ef við vinnum ekki þá erum við bara í djúpum skít“

„ÍR-ingar mættu og veittu okkur mjög verðuga keppi. Mér finnst samt rosalega oft í þessum fyrstu leikjum tímabilsins sem við erum í lykilstöðu í leiknum en það er bara eins og við hreinlega viljum ekki vinna eða viljum ekki vera yfir í leiknum“ sagði Basti fegin að liðið hafi brotið þann ís í dag og unnið leikinn.

Andri Már Rúnarsson var frábær í liði Fram í dag, þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 8 mörk en hann endaði með 10 mörk og fimm sköpuð færi. Hann er búinn að vera frábær allt tímabilið sagði Sebastian um Andra

„Enn þegar menn eru 18 ára þá eru menn stundum aðeins á undan sér svo ég þarf reglulega að taka hann útaf, kæla hann aðeins og tala við hann. Hann er skynsamur og tekur leiðbeiningum vel.“

Basti segir að þjálfarateymið sé enn að reyna að finna hvaða uppstilling henti liðinu best og að þeir hafi strögglað með það í dag. Hann á oft í vandræðum með að koma sínum bestu varnarmönnum inn þegar liðin keyra hratt á þá, en hann var ánægður með það að liðið hafi haldið haus undir pressu í dag

„Við héldum bara ró okkar, það hefði verið mjög auðvelt að missa kúlið, eins og krakkarnir segja. Við höfðum miklu meira að tapa þegar uppi er staðið því það ætlast allir til þess að við vinnum, það er erfiðustu leikirnir að spila“ sagði Basti að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×