Feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 2. október 2020 23:01 Arnar var sáttur með sigurinn en telur sitt lið eiga eftir að slípast betur saman. Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson kom beint í viðtal við sérfræðinga Domino´s Körfuboltakvölds eftir að Stjarnan vann Val í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld, 86-91. Hann var léttur í lund en ekkert rosalega hress með allt sem að lið hans sýndi í kvöld. “Rosalega feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð,” sagði Arnar en Stjarnan náði vopnum sínum í seinni hálfleik eftir að hafa verið skrefi á eftir Val nær allan þann fyrri. Hann sagði að þetta væri erfiður útivöllur og Valur fékk til sín marga KR-inga á þessu og seinasta tímabili og eru því talsvert öflugari en í fyrri. „Við erum svo gott sem að spila við 6-falda Íslandsmeistara þó þeir séu að spila í nýjum treyjum,“ sagði Arnar um nýtt lið Vals, sem inniheldur Kristófer Acox, Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og Finn Atla Magnússon, alla fyrrverandi Íslandsmeistara með KR. Stjarnan spilaði bandarískum leikmanni sínum í fyrsta sinn í leiknum í kvöld og hann var að mati þjálfarans síns mest megnis fyrir, þó Arnar hafi sagt það í hálfgerðu gríni. „RJ er fínn leikmaður en ég bað hann að skipta við Hlyn og hann vissi ekki um hvern ég væri að tala,“ sagði hann til að útskýra hve nýlentur RJ Williams væri. „Já, RJ var ekki klár en aðrir voru klárir þó ég hafi ekkert endilega verið sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnar um leikmanninn sinn og liðið sitt. Lið Valsara er eins og áður sagði nokkuð nýtt og þó Arnar þekki suma innan borðs þar var ekki þar með sagt að leikurinn yrði auðveldur. „Leikmennina könnuðumst við við en leikinn og spil liðsins ekki,“ sagði hann og bætti við: „FInnur faldi æfingaleikina sína vel.“ Arnar hafði einmitt ekki fengið tækifæri til að leikgreina andstæðingana í kvöld að einhverju ráði og sagði að það gilti ekki aðeins um Valsmenn. „Ég er ekki búin að sjá öll liðin,“ sagði hann og taldi öruggt að einhverjir úti í bæ hefðu séð fleiri leiki en hann. Hvað frammistöðu Stjörnunnar varðar vildi Arnar ekki ræða mikið um hvort að liðið yrði aftur deildarmeistarar eða hvort þeir myndu hreppa Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum langt frá því að vera kominn á þann stað sem við viljum vera á. Ég ætla ekkert að svara því hvernig hlutirnir verða í apríl eða maí núna,“ sagði hann og skaut í lokin aðeins á Fannar Ólafsson, einn sérfræðing Körfuboltakvölds, um frasann sem Fannar lætur oft úr sér að lið verða ekki Íslandsmeistarar í umræddum mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
Arnar Guðjónsson kom beint í viðtal við sérfræðinga Domino´s Körfuboltakvölds eftir að Stjarnan vann Val í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld, 86-91. Hann var léttur í lund en ekkert rosalega hress með allt sem að lið hans sýndi í kvöld. “Rosalega feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð,” sagði Arnar en Stjarnan náði vopnum sínum í seinni hálfleik eftir að hafa verið skrefi á eftir Val nær allan þann fyrri. Hann sagði að þetta væri erfiður útivöllur og Valur fékk til sín marga KR-inga á þessu og seinasta tímabili og eru því talsvert öflugari en í fyrri. „Við erum svo gott sem að spila við 6-falda Íslandsmeistara þó þeir séu að spila í nýjum treyjum,“ sagði Arnar um nýtt lið Vals, sem inniheldur Kristófer Acox, Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og Finn Atla Magnússon, alla fyrrverandi Íslandsmeistara með KR. Stjarnan spilaði bandarískum leikmanni sínum í fyrsta sinn í leiknum í kvöld og hann var að mati þjálfarans síns mest megnis fyrir, þó Arnar hafi sagt það í hálfgerðu gríni. „RJ er fínn leikmaður en ég bað hann að skipta við Hlyn og hann vissi ekki um hvern ég væri að tala,“ sagði hann til að útskýra hve nýlentur RJ Williams væri. „Já, RJ var ekki klár en aðrir voru klárir þó ég hafi ekkert endilega verið sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnar um leikmanninn sinn og liðið sitt. Lið Valsara er eins og áður sagði nokkuð nýtt og þó Arnar þekki suma innan borðs þar var ekki þar með sagt að leikurinn yrði auðveldur. „Leikmennina könnuðumst við við en leikinn og spil liðsins ekki,“ sagði hann og bætti við: „FInnur faldi æfingaleikina sína vel.“ Arnar hafði einmitt ekki fengið tækifæri til að leikgreina andstæðingana í kvöld að einhverju ráði og sagði að það gilti ekki aðeins um Valsmenn. „Ég er ekki búin að sjá öll liðin,“ sagði hann og taldi öruggt að einhverjir úti í bæ hefðu séð fleiri leiki en hann. Hvað frammistöðu Stjörnunnar varðar vildi Arnar ekki ræða mikið um hvort að liðið yrði aftur deildarmeistarar eða hvort þeir myndu hreppa Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum langt frá því að vera kominn á þann stað sem við viljum vera á. Ég ætla ekkert að svara því hvernig hlutirnir verða í apríl eða maí núna,“ sagði hann og skaut í lokin aðeins á Fannar Ólafsson, einn sérfræðing Körfuboltakvölds, um frasann sem Fannar lætur oft úr sér að lið verða ekki Íslandsmeistarar í umræddum mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55