Körfubolti

Tryggvi Snær átti fínan leik þó Zaragoza hafi tapað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær átti góðan leik fyrir Zaragoza í kvöld en liðið mátti samt sem áður þola helst til stórt tap.
Tryggvi Snær átti góðan leik fyrir Zaragoza í kvöld en liðið mátti samt sem áður þola helst til stórt tap. Oscar J. Barroso/Getty Images

Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik fyrir Zaragoza er liðið tapaði fyrir gríska liðinu AEK í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í körfubolta. Gríska liðið vann með 24 stiga mun en lokatölur voru 99-75.

Tryggvi Snær leikur í stöðu miðherja hjá spænska félaginu og lék alls 20 mínútur í leik kvöldsins. Hann gerði 11 stig í leiknum ásamt því að taka átta fráköst. Aðeins Nicolas Brussino tók fleiri fráköst en Tryggvi en hann tók einu meira en Tryggvi eða níu talsins.

D. J. Seeley var stigahæstur í liði Zaragoza með 18 stig.

Tap kvöldsins þýðir að Zaragoza leikur nú um 3. sætið í keppninni. Þar mæta þeir franska liðinu Dijon. Fer sá leikur fram á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×