Körfubolti

Hildur Björg með brotinn þumal

Sindri Sverrisson skrifar
Hildur Björg Kjartansdóttir kom til Vals frá KR í sumar.
Hildur Björg Kjartansdóttir kom til Vals frá KR í sumar. MYND/VALUR

Hildur Björg Kjartansdóttir mun ekki leika með sínu nýja liði Val næstu vikurnar eftir að hún þumalbrotnaði á æfingu.

Valskonum var fyrr í dag úrskurðaður 20-0 sigur gegn Breiðabliki sem notaði ólöglegan leikmann þegar liðin mættust í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Hildur Björg lék þann leik en mun missa af leikjum næstu 3-4 vikurnar vegna meiðslanna.

„Ég lenti bara í samstuði á æfingu um helgina. Ég komst svo að því á sunnudag að ég væri með brotinn þumal. Það er talið að þetta taki 3-4 vikur að gróa en það verður endurskoðað í næstu viku. Á meðan er ég í gifsspelku og þjálfa vinstri höndina,“ sagði Hildur létt við Vísi.

Hildur, sem var valin körfuboltakona ársins 2018, verður því utan vallar á laugardaginn þegar Valur sækir Fjölni heim og kemur líklega til með að missa af alls fjórum leikjum.


Tengdar fréttir

Tap meistara Vals breytist í sigur

Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks, átti að taka út leikbann þegar hún mætti Val í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.