Körfubolti

Tap meistara Vals breytist í sigur

Sindri Sverrisson skrifar
Fanney Lind Thomas var úrskurðuð í leikbann í lok síðustu leiktíðar.
Fanney Lind Thomas var úrskurðuð í leikbann í lok síðustu leiktíðar. vísir

Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks, átti að taka út leikbann þegar hún mætti Val í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta.

Breiðablik vann óvæntan og frækinn sigur gegn liðinu sem spáð er titlinum í vetur, 71-67, og átti Fanney Lind sinn þátt í því. Nú þarf KKÍ hins vegar að breyta úrslitunum í 20-0 sigur meistara Vals þar sem Fanney var ólögleg í leiknum.

Fanney var úrskurðuð í eins leiks bann í vor vegna tveggja tæknivillna og óhóflegra mótmæla við dómara. Þar sem að tímabilið var flautað af fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins náði hún ekki að taka út bannið í vor.

Samkvæmt reglum KKÍ færist leikbann yfir á næstu leiktíð ef ekki tekst að afplána það. Því mátti Fanney ekki spila gegn Val.

Breiðablik fær 250 þúsund króna sekt vegna málsins en félagið á rétt á því að kæra málið til aga- og úrskurðanefndar.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.