Körfubolti

Segir starfi sínu lausu eftir að Clippers henti ein­víginu gegn Nug­gets frá sér

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Doc Rivers er án starfs eftir daginn í dag.
Doc Rivers er án starfs eftir daginn í dag. Kevin C. Cox/Getty Images

Doc Rivers er hættur sem þjálfari Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta. Adrian Wojnarowski hjá íþróttamiðlinum ESPN greindi fyrstur frá líkt og venjulega þegar kemur að fréttum í NBA-deildinni. 

Los Angeles Clippers tapaði á órúlegan hátt gegn Denver Nuggets í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í körfubolta fyrir ekki svo löngu. Clippers voru 3-1 yfir gegn Nuggets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að missa þá forystu niður og tapa einvíginu á endanum 4-3.

Er þetta í þriðja sinn sem lið undir stjórn Doc Rivers missa niður 3-1 forystu í úrslitakeppninni. Þjálfarinn gerði Boston Celtics að meisturum árið 2008 og var talið að Clippers myndi allavega fara í úrslit Vesturdeildarinnar í ár og mæta þar nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers.

Doc staðfesti fregnirnar sjálfur á samfélagsmiðlum skömmu á eftir Woj. Hann óskar Clippers alls hins besta og segir að félagið sé til alls líklegt á komandi árum.

Clippers duttu út og Lakers lögðu Denver í úrslitum Vesturdeildinni. Þeir mæta svo Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar í ár.


Tengdar fréttir

Allt klárt fyrir úrslitaeinvígi NBA

Los Angeles Lakers og Miami Heat hefja einvígi sitt um NBA-meistaratitilinn á miðvikudagskvöld eftir að Miami sló Boston Celtics út í nótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.