Ég vil fá að ráða mínum málum sjálfur Guðbrandur Einarsson skrifar 28. september 2020 07:30 Þegar fólk tekur lán til fasteignakaupa er að mörgu að hyggja. Fyrst og síðast er þó mikilvægt að greiðslubyrði sé löguð að þörfum og getu hvers og eins. Mikil umræða hefur átt sér stað um kosti og galla verðtryggingar og sitt sýnist hverjum. Margir hafa nú valið að taka frekar óverðtryggð lán en verðtryggð og ekkert nema gott um það að segja því það er þeirra val og mér finnst eðlilegt að einstaklingurinn hafi val. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við undirritun á svokölluðum Lífskjarasamningi er eftirfarandi texta að finna: “Frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Rökin fyrir þessu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána að verðbótum er bætt við höfuðstól lánsins og greiðslu þeirra frestað þannig að eignamyndun verður hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast.” Þessi texti er tilkominn vegna kröfu ákveðinna verkalýðsfrömuða sem greinilega vilja fækka möguleikum á lánamarkaði. Illu heilli var þetta síðan sett inn í lögin um hlutdeildaríbúiðir sem nýverið er búið að samþykkja. Ég átta mig ekki á þeirri forsjárhyggju sem er þarna á gangi. Hvers vegna er verið vinna að því að skerða möguleika fólks til lántöku? Það eru ekki allir sem ráða við að taka styttri lán. Afborgun af 25 ára láni er 60% hærri en af 40 ára láni og það eru heldur ekki allir sem vilja né geta lifað við þann óstöðugleika sem getur fylgt óverðtryggðum lánum. Hækkun á vöxtum úr 2% í 3% er sakleysisleg á pappír en þýðir 50% hækkun á vöxtum. Það er hætt við að margir hefðu rúllað þráðbeint á hausinn í hruninu þegar að óverðtryggðir vextir fóru yfir 20%. Að tala um að eignamyndun verði hægari með verðtryggðu láni er sérstakt, því það er auðvitað bara á ábyrgð hvers og eins. Það er alltaf hægt að greiða meira inn á verðtryggð lán en sem nemur afborgun hverju sinni. Sem betur fer hefur ríkisstjórn Íslands ekki látið verða af þessu og vonandi gerir hún það ekki. Í íslensku efnahagsumhverfi eins óstöðugt og það nú er, tek ég verðtryggt lán eins langt og ég tel mér henta og finnst óeðlilegt að verkalýðsforkólfar hafi eitthvað með það að gera. Ég vil fá að ráða mínum málum sjálfur. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Húsnæðismál Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Þegar fólk tekur lán til fasteignakaupa er að mörgu að hyggja. Fyrst og síðast er þó mikilvægt að greiðslubyrði sé löguð að þörfum og getu hvers og eins. Mikil umræða hefur átt sér stað um kosti og galla verðtryggingar og sitt sýnist hverjum. Margir hafa nú valið að taka frekar óverðtryggð lán en verðtryggð og ekkert nema gott um það að segja því það er þeirra val og mér finnst eðlilegt að einstaklingurinn hafi val. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við undirritun á svokölluðum Lífskjarasamningi er eftirfarandi texta að finna: “Frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Rökin fyrir þessu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána að verðbótum er bætt við höfuðstól lánsins og greiðslu þeirra frestað þannig að eignamyndun verður hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast.” Þessi texti er tilkominn vegna kröfu ákveðinna verkalýðsfrömuða sem greinilega vilja fækka möguleikum á lánamarkaði. Illu heilli var þetta síðan sett inn í lögin um hlutdeildaríbúiðir sem nýverið er búið að samþykkja. Ég átta mig ekki á þeirri forsjárhyggju sem er þarna á gangi. Hvers vegna er verið vinna að því að skerða möguleika fólks til lántöku? Það eru ekki allir sem ráða við að taka styttri lán. Afborgun af 25 ára láni er 60% hærri en af 40 ára láni og það eru heldur ekki allir sem vilja né geta lifað við þann óstöðugleika sem getur fylgt óverðtryggðum lánum. Hækkun á vöxtum úr 2% í 3% er sakleysisleg á pappír en þýðir 50% hækkun á vöxtum. Það er hætt við að margir hefðu rúllað þráðbeint á hausinn í hruninu þegar að óverðtryggðir vextir fóru yfir 20%. Að tala um að eignamyndun verði hægari með verðtryggðu láni er sérstakt, því það er auðvitað bara á ábyrgð hvers og eins. Það er alltaf hægt að greiða meira inn á verðtryggð lán en sem nemur afborgun hverju sinni. Sem betur fer hefur ríkisstjórn Íslands ekki látið verða af þessu og vonandi gerir hún það ekki. Í íslensku efnahagsumhverfi eins óstöðugt og það nú er, tek ég verðtryggt lán eins langt og ég tel mér henta og finnst óeðlilegt að verkalýðsforkólfar hafi eitthvað með það að gera. Ég vil fá að ráða mínum málum sjálfur. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun