Sport

Æfir eins og óður maður fyrir bardagann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eddie einbeittur á æfingunni.
Eddie einbeittur á æfingunni. mynd/youtube eddie hall

Þegar tæpt ár er þangað til að aflraunamennirnir Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall ætla að boxa eru þeir báðir að reyna koma sér í svo gott líkamlegt form og hægt er.

Englendingurinn Eddie er duglegur að leyfa þeim fjölda fylgjenda hans á samfélagsmiðlum, að fylgjast með sér á æfingum, og eitt af myndböndunum hans var m.a. úr ræktinni fyrir helgi.

Þar má sjá þennan vöðvamikla Englending taka rosalega á því í ræktinni og það verður ansi fróðlegt að sjá bæði Eddie og Fjallið, Hafþór Júlíus, reyna að boxa hvorn annan eftir tæpt ár í Bandaríkjunum.

Í nýjasta myndbandinu sínu tekur Englendingurinn meðal annars 80 kíló í bekkpressu með handlóðum á hvorri hendi en afraksturinn og aflraunamanninn sem Fjallið ætlar að boxa við á næsta ári má sjá hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.