Handbolti

Fór úr engu vörðu skoti í 21

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson svaraði fyrir slaka frammistöðu gegn Gróttu með stórleik gegn ÍBV.
Björgvin Páll Gústavsson svaraði fyrir slaka frammistöðu gegn Gróttu með stórleik gegn ÍBV. vísir/vilhelm

Eftir slakan leik í 1. umferðinni gegn Gróttu minnti Björgvin Páll Gústavsson á sig þegar Haukar unnu öruggan sigur á ÍBV, 30-23, í Olís-deild karla á laugardaginn.

Landsliðsmarkvörðurinn varði 21 skot, eða 48 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. Björgvin fékk 9,8 í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá HBStatz. Þá valdi Seinni bylgjan hann besta leikmann 2. umferðar og hann var að sjálfsögðu í liði umferðarinnar.

Í leiknum gegn Gróttu, sem Haukar unnu með minnsta mun, 19-20, varði Björgvin ekki skot og fékk 4,1 í einkunn hjá HBStatz. 

„Björgvin var frábær í þessum leik og sýndi þann klassa sem hann hefur,“ sagði Ágúst Jóhannsson í Seinni bylgjunni.

„Hann var vel undirbúinn og mættur á staðina. Það er ekki nóg með að hann verji 20 skot eða meira heldur er hann hrikalega fljótur að koma boltanum í leik. Stór ástæða fyrir þessum sigri voru vel útfærð hraðaupphlaup.“

Haukar og Valur eru einu lið Olís-deildarinnar sem hafa unnið báða leiki sína á tímabilinu. Næsti leikur Hauka er gegn Stjörnunni í Garðabænum á föstudaginn.

Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Björgvin Pál

Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.