Körfubolti

Nýliðar Fjölnis sækja sér Íslandsmeistarabakvörð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ariana Moorer var frábær í mikilvægustu leikjum Keflavíkurliðsins tímabilið 2016-17.
Ariana Moorer var frábær í mikilvægustu leikjum Keflavíkurliðsins tímabilið 2016-17. vísir/andri marinó

Ariana Moorer snýr aftur í íslenskan körfubolta en það muna margir eftir því þegar hún leiddi kornungt lið Keflavíkur til sigurs á Íslandsmóti og í bikarkeppni fyrir rúmum þremur árum.

Nýliðar Fjölnis í Domino´s deild kvenna hafa fengið til sín nýjan bandarískan bakvörð fyrir átökin á komandi tímabili.

Ariana Moorer hefur samið um að spila með Fjölni í Domino´s deild kvenna en deildin hefst í næstu viku.

Fjölnir ætlaði að vera áfram með Ariel Hearn sem hjálpaði liðinu að komast upp um deild í fyrra. Hún meiddist illa á dögunum og getur ekki verið með liðinu í vetur.

Ariana Moorer þekkir vel til í Domino´s deild kvenna því hún spilaði með Keflavík í deildinni tímabilið 2016-17.

Ariana Moorer fór á kostum í úrslitakeppninni og hjálpaði Keflavík að vinna bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn.

Ariana Moorer hækkaði tölur sínar mikið frá deildarkeppninni. Þar var hún með 15,8 stig, 8,9 fráköst og 5,1 stoðsendingar að meðatali yfir í úrslitakeppnina þar sem hún bauð upp á 19,4 stig, 13,9 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali. Framlagið hennar var 20,1 í leik í deildinni en 28,6 í leik í úrslitakeppninni.

Ariana Moorer var líka frábær á úrslitastund hjá Keflavíkurliðinu þegar hún spilaði síðast á Íslandi.

Ariana Moorer var með 26 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar í bikarúrslitaleiknum þar sem Keflavík vann 65-62 sigur á Skallagrími.

Ariana Moorer var með 29 stig, 19 fráköst og 5 stoðsendingar þegar Keflavíkurkonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Snæfelli 26. apríl 2017 sem var jafnframt hennar síðasti leikur hér á landi.

Frá því að Ariana Moorer var síðast á Íslandi hefur hún spilaði í Grikklandi og í Ástralíu. Gríska liðið AO Sporting frá Aþenu leyfði henni að fara til tyrkneska félagsins Botasspor í janúar en svo kom kórónuveiran og tímabilið var blásið af.

Það er mjög leitt að tilkynna að Ariel Hearn mun ekki geta spilað með okkur í vetur vegna meiðsla sem hún hlaut á...

Posted by Fjölnir Karfa on Miðvikudagur, 16. september 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.