Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 17:55 Guðni Valur virðist kunna betur við sig í rigningu og roki heldur en blíðskaparveðri eins og er hér. Vísir/FRÍ Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti á Haustkastmót ÍR sem fram fór í Laugardalnum síðdegis í dag. Ef Guðni Valur á álíka kast eftir 1. desember er hann öruggur með sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári en þá er opnað fyrir Ólympíulágmörk að nýju. Það má segja að Guðna finnist rigningin góð en veðuraðstæður voru ekki upp á marga fiska er hann bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar í dag. Frjálsíþróttasamband Íslands greinir frá. Guðni Valur kastaði 69,35 metra en met Vésteins var 67,64 metrar. Því bætti hann Íslandsmetið um næstum tvo metra. Vésteinn var á sínum tíma einn fremsti kringlukastari heims. Hann keppti meðal annars á fernum Ólympíuleikum og í dag þjálfar hann Daniel Ståhl sem er fremsti kringlukastari heims um þessar mundir. Guðni Valur bætti eigið met töluvert en best átti hann 65,53 metra frá árinu 2018. Hann var því að bæta sig um tæpa fjóra metra. Þetta kemur töluvert á óvart þar sem Guðni hefur verið mikið meiddur í sumar og lítið getað keppt. Kastið hjá Guðna í dag setur hann á meðal fremstu kringlukastara í heiminum í ár en árangurinn er sá fimmti besti í heiminum árið 2020. Guðni keppti á Ólympíuleikunum árið 2016 og var með þessu kasti að gera sig mjög líklegan til þess að verða á meðal keppenda á þeim næstu sem fram fara í Tókýó 2021. Lágmarkið fyrir Tókýó 2021 er 66 metrar og er Guðni Valur því vel yfir lágmarkinu. Því miður þá var lokað fyrir lágmörkin fyrr á árinu en glugginn opnar aftur 1. desember næstkomandi. Guðni er því ekki öruggur á Ólympíuleikana með þessu kasti en mjög líklegur haldi hann uppteknum hætti þegar glugginn fyrir lágmörk opnar aftur. Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti á Haustkastmót ÍR sem fram fór í Laugardalnum síðdegis í dag. Ef Guðni Valur á álíka kast eftir 1. desember er hann öruggur með sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári en þá er opnað fyrir Ólympíulágmörk að nýju. Það má segja að Guðna finnist rigningin góð en veðuraðstæður voru ekki upp á marga fiska er hann bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar í dag. Frjálsíþróttasamband Íslands greinir frá. Guðni Valur kastaði 69,35 metra en met Vésteins var 67,64 metrar. Því bætti hann Íslandsmetið um næstum tvo metra. Vésteinn var á sínum tíma einn fremsti kringlukastari heims. Hann keppti meðal annars á fernum Ólympíuleikum og í dag þjálfar hann Daniel Ståhl sem er fremsti kringlukastari heims um þessar mundir. Guðni Valur bætti eigið met töluvert en best átti hann 65,53 metra frá árinu 2018. Hann var því að bæta sig um tæpa fjóra metra. Þetta kemur töluvert á óvart þar sem Guðni hefur verið mikið meiddur í sumar og lítið getað keppt. Kastið hjá Guðna í dag setur hann á meðal fremstu kringlukastara í heiminum í ár en árangurinn er sá fimmti besti í heiminum árið 2020. Guðni keppti á Ólympíuleikunum árið 2016 og var með þessu kasti að gera sig mjög líklegan til þess að verða á meðal keppenda á þeim næstu sem fram fara í Tókýó 2021. Lágmarkið fyrir Tókýó 2021 er 66 metrar og er Guðni Valur því vel yfir lágmarkinu. Því miður þá var lokað fyrir lágmörkin fyrr á árinu en glugginn opnar aftur 1. desember næstkomandi. Guðni er því ekki öruggur á Ólympíuleikana með þessu kasti en mjög líklegur haldi hann uppteknum hætti þegar glugginn fyrir lágmörk opnar aftur.
Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira