Ég gleymdi veskinu Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar 16. september 2020 14:41 Af hverju ætli það sé að verða náttúrulögmál að opinberar fjárfestingar fara fram úr kostnaðaráætlunum? Ítrekað rata fjárfestingar sveitarfélaga í fréttir fyrir stórkostlega framúrkeyrslu, vanáætlanir og kærumál vegna útboða. Tugir og hundruðir milljóna eru greiddar úr sameiginlegum sjóðum bæjarbúa og verkefni tefjast um mánuði og ár. Nýverið stóðu bæjarfulltrúar í Kópavogi frammi fyrir því að taka ákvörðun um enn eina umframfjárveitinguna til Sorpu. Í þetta skiptið upp á 80 milljónir. Á sama tíma er framkvæmd viðkvæmra velferðarmála frestað sökum skorts á fjármagni og fjárveitingum. Og þetta er ekki eina dæmið. Fyrir tveimur árum var bent á að 9 af hverjum 10 verkefnum hins opinbera fara fram úr kostnaðaráætlunum. Margar þeirra margfaldast. Ýmis áhugaverð mál, tengd opinberum fjárfestingum, voru á dagskrá síðasta bæjarstjórnarfundar í Kópavogi. Eitt þeirra var erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sem benti á ýmsa alvarlega annmarka við umgjörð byggðasamlaganna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér upp. Til að nefna einhverja annmarka má benda á óskýrt umboð stjórnar byggðasamlaganna, veikt ályktunarhæfi, skort á endurskoðun samninga ofl. Ekkert af þessum athugasemdum ráðuneytisins kom á óvart enda hef ég gagnrýnt þessi atriði sem valda því að enginn virðist bera ábyrgð á neinu af því sem úrskeiðis fer. Það bendir hver á annan. Flestir þekkja alvarlega framúrkeyrslu hjá Sorpu hvað varðar Gas- og jarðgerðarstöðina. Til viðbótar má nefna árshlutauppgjör Strætó bs. Á áður nefndum bæjarstjórnarfundi í Kópavogi komu einnig fram útskýringar á varúðarfærslum vegna skaðabótaskyldu Strætó bs. vegna tapaðra dómsmála og skyldu byggðasamlagsins til að greiða skaðabætur vegna misheppnaðra útboða. Ef bara þessari upptalningu lyki hér. Á dagskrá fundarins var kynnt niðurstaða kærunefndar útboðsmála varðandi brú yfir Fossvog. Niðurstaðan er á þá leið að Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Kópavogsbær eru skaðabótaskyld gagnvart kærendum og hefja þarf verkið að nýju. Og ég vildi að ég gæti látið staðar numið hér. Svo er þó ekki. Á dagskrá fundarins var erindi um uppgjör vegna hönnunarútboðs á nýjum Kársnesskóla. Þar liggur fyrir að bæjarstjórn samþykkti tilboð upp á 99 milljónir. Nú liggur krafa upp á 300 milljónir á borðinu fyrir hönnun skólans. Við erum ekki byrjuð að byggja hann. Á áður nefndum fundi var einnig á dagskrá risafjárfesting í Bláfjöllum sem til stendur að fara í á næstu misserum. Stjórnsýslan í því verkefni er svo ruglingsleg að það veit enginn hvar og hvernig ákvarðanir verða teknar um þær milljarðafjárfestingar sem þar eru á döfinni því umsýsla skíðasvæðanna eru ekki einu sinni inni í byggðasamlagi heldur nefnd með óljóst umboð. Fundurinn samþykkti einnig stofnun nýs opinbers hlutafélags um Borgarlínu og aðrar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu, í því felst að gera samstarfssamning upp á rúma 100 milljarða. Því miður er óskýr stjórnsýsla og framúrkeyrslur ekki nýjar fréttir. Svona hefur þetta verið um langt árabil og engin teikn á lofti um að neitt sé að breytast. Það er eflaust ekki vænlegt til árangurs að rassskella einn og einn kjörinn fulltrúa fyrir einstaka mál, skamma meirihlutann fyrir að taka óupplýstar ákvarðanir eða fyrir vond vinnubrögð þó full ástæða sé til. Málið er of alvarlegt til þess. Það þarf að búa til stjórnsýslulegt umhverfi sem tekur á vandanum. Það kostar sáralítið í samanburði við framúrkeyrslurnar, skaðabæturnar og tafirnar. Nú er skýrt ákall uppi um að opinberir aðilar fari í auknar fjárfestingar vegna aðstæðna í samfélaginu. Sjálf hef ég setið hjá í öllum innkaupamálum á þessu kjörtímabili þegar augljóslega er verið að taka óupplýstar ákvarðanir. Ég hef ítrekað bent á að innkaupaferlar eru óskýrir og bæta þarf þekkingu á útboðsmálum hjá Kópavogsbæ eins og staðfest hefur verið í nýrri skýrslu um úttekt á innkaupum hjá sveitarfélaginu. Áhættugreining er kjarninn í undirbúningi opinberra fjárfestinga ásamt því að auka þekkingu á málaflokknum í heild sinni. Við verðum að undirbúa okkur betur til að eiga fund með spaðanum sem býður í kvöldmat, fær sér stærstu steikina og dýrasta vínið en klappar svo á brjóstið á sér þegar kemur að því að borga reikninginn og segist hafa gleymt veskinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Af hverju ætli það sé að verða náttúrulögmál að opinberar fjárfestingar fara fram úr kostnaðaráætlunum? Ítrekað rata fjárfestingar sveitarfélaga í fréttir fyrir stórkostlega framúrkeyrslu, vanáætlanir og kærumál vegna útboða. Tugir og hundruðir milljóna eru greiddar úr sameiginlegum sjóðum bæjarbúa og verkefni tefjast um mánuði og ár. Nýverið stóðu bæjarfulltrúar í Kópavogi frammi fyrir því að taka ákvörðun um enn eina umframfjárveitinguna til Sorpu. Í þetta skiptið upp á 80 milljónir. Á sama tíma er framkvæmd viðkvæmra velferðarmála frestað sökum skorts á fjármagni og fjárveitingum. Og þetta er ekki eina dæmið. Fyrir tveimur árum var bent á að 9 af hverjum 10 verkefnum hins opinbera fara fram úr kostnaðaráætlunum. Margar þeirra margfaldast. Ýmis áhugaverð mál, tengd opinberum fjárfestingum, voru á dagskrá síðasta bæjarstjórnarfundar í Kópavogi. Eitt þeirra var erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sem benti á ýmsa alvarlega annmarka við umgjörð byggðasamlaganna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér upp. Til að nefna einhverja annmarka má benda á óskýrt umboð stjórnar byggðasamlaganna, veikt ályktunarhæfi, skort á endurskoðun samninga ofl. Ekkert af þessum athugasemdum ráðuneytisins kom á óvart enda hef ég gagnrýnt þessi atriði sem valda því að enginn virðist bera ábyrgð á neinu af því sem úrskeiðis fer. Það bendir hver á annan. Flestir þekkja alvarlega framúrkeyrslu hjá Sorpu hvað varðar Gas- og jarðgerðarstöðina. Til viðbótar má nefna árshlutauppgjör Strætó bs. Á áður nefndum bæjarstjórnarfundi í Kópavogi komu einnig fram útskýringar á varúðarfærslum vegna skaðabótaskyldu Strætó bs. vegna tapaðra dómsmála og skyldu byggðasamlagsins til að greiða skaðabætur vegna misheppnaðra útboða. Ef bara þessari upptalningu lyki hér. Á dagskrá fundarins var kynnt niðurstaða kærunefndar útboðsmála varðandi brú yfir Fossvog. Niðurstaðan er á þá leið að Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Kópavogsbær eru skaðabótaskyld gagnvart kærendum og hefja þarf verkið að nýju. Og ég vildi að ég gæti látið staðar numið hér. Svo er þó ekki. Á dagskrá fundarins var erindi um uppgjör vegna hönnunarútboðs á nýjum Kársnesskóla. Þar liggur fyrir að bæjarstjórn samþykkti tilboð upp á 99 milljónir. Nú liggur krafa upp á 300 milljónir á borðinu fyrir hönnun skólans. Við erum ekki byrjuð að byggja hann. Á áður nefndum fundi var einnig á dagskrá risafjárfesting í Bláfjöllum sem til stendur að fara í á næstu misserum. Stjórnsýslan í því verkefni er svo ruglingsleg að það veit enginn hvar og hvernig ákvarðanir verða teknar um þær milljarðafjárfestingar sem þar eru á döfinni því umsýsla skíðasvæðanna eru ekki einu sinni inni í byggðasamlagi heldur nefnd með óljóst umboð. Fundurinn samþykkti einnig stofnun nýs opinbers hlutafélags um Borgarlínu og aðrar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu, í því felst að gera samstarfssamning upp á rúma 100 milljarða. Því miður er óskýr stjórnsýsla og framúrkeyrslur ekki nýjar fréttir. Svona hefur þetta verið um langt árabil og engin teikn á lofti um að neitt sé að breytast. Það er eflaust ekki vænlegt til árangurs að rassskella einn og einn kjörinn fulltrúa fyrir einstaka mál, skamma meirihlutann fyrir að taka óupplýstar ákvarðanir eða fyrir vond vinnubrögð þó full ástæða sé til. Málið er of alvarlegt til þess. Það þarf að búa til stjórnsýslulegt umhverfi sem tekur á vandanum. Það kostar sáralítið í samanburði við framúrkeyrslurnar, skaðabæturnar og tafirnar. Nú er skýrt ákall uppi um að opinberir aðilar fari í auknar fjárfestingar vegna aðstæðna í samfélaginu. Sjálf hef ég setið hjá í öllum innkaupamálum á þessu kjörtímabili þegar augljóslega er verið að taka óupplýstar ákvarðanir. Ég hef ítrekað bent á að innkaupaferlar eru óskýrir og bæta þarf þekkingu á útboðsmálum hjá Kópavogsbæ eins og staðfest hefur verið í nýrri skýrslu um úttekt á innkaupum hjá sveitarfélaginu. Áhættugreining er kjarninn í undirbúningi opinberra fjárfestinga ásamt því að auka þekkingu á málaflokknum í heild sinni. Við verðum að undirbúa okkur betur til að eiga fund með spaðanum sem býður í kvöldmat, fær sér stærstu steikina og dýrasta vínið en klappar svo á brjóstið á sér þegar kemur að því að borga reikninginn og segist hafa gleymt veskinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun