Ég gleymdi veskinu Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar 16. september 2020 14:41 Af hverju ætli það sé að verða náttúrulögmál að opinberar fjárfestingar fara fram úr kostnaðaráætlunum? Ítrekað rata fjárfestingar sveitarfélaga í fréttir fyrir stórkostlega framúrkeyrslu, vanáætlanir og kærumál vegna útboða. Tugir og hundruðir milljóna eru greiddar úr sameiginlegum sjóðum bæjarbúa og verkefni tefjast um mánuði og ár. Nýverið stóðu bæjarfulltrúar í Kópavogi frammi fyrir því að taka ákvörðun um enn eina umframfjárveitinguna til Sorpu. Í þetta skiptið upp á 80 milljónir. Á sama tíma er framkvæmd viðkvæmra velferðarmála frestað sökum skorts á fjármagni og fjárveitingum. Og þetta er ekki eina dæmið. Fyrir tveimur árum var bent á að 9 af hverjum 10 verkefnum hins opinbera fara fram úr kostnaðaráætlunum. Margar þeirra margfaldast. Ýmis áhugaverð mál, tengd opinberum fjárfestingum, voru á dagskrá síðasta bæjarstjórnarfundar í Kópavogi. Eitt þeirra var erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sem benti á ýmsa alvarlega annmarka við umgjörð byggðasamlaganna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér upp. Til að nefna einhverja annmarka má benda á óskýrt umboð stjórnar byggðasamlaganna, veikt ályktunarhæfi, skort á endurskoðun samninga ofl. Ekkert af þessum athugasemdum ráðuneytisins kom á óvart enda hef ég gagnrýnt þessi atriði sem valda því að enginn virðist bera ábyrgð á neinu af því sem úrskeiðis fer. Það bendir hver á annan. Flestir þekkja alvarlega framúrkeyrslu hjá Sorpu hvað varðar Gas- og jarðgerðarstöðina. Til viðbótar má nefna árshlutauppgjör Strætó bs. Á áður nefndum bæjarstjórnarfundi í Kópavogi komu einnig fram útskýringar á varúðarfærslum vegna skaðabótaskyldu Strætó bs. vegna tapaðra dómsmála og skyldu byggðasamlagsins til að greiða skaðabætur vegna misheppnaðra útboða. Ef bara þessari upptalningu lyki hér. Á dagskrá fundarins var kynnt niðurstaða kærunefndar útboðsmála varðandi brú yfir Fossvog. Niðurstaðan er á þá leið að Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Kópavogsbær eru skaðabótaskyld gagnvart kærendum og hefja þarf verkið að nýju. Og ég vildi að ég gæti látið staðar numið hér. Svo er þó ekki. Á dagskrá fundarins var erindi um uppgjör vegna hönnunarútboðs á nýjum Kársnesskóla. Þar liggur fyrir að bæjarstjórn samþykkti tilboð upp á 99 milljónir. Nú liggur krafa upp á 300 milljónir á borðinu fyrir hönnun skólans. Við erum ekki byrjuð að byggja hann. Á áður nefndum fundi var einnig á dagskrá risafjárfesting í Bláfjöllum sem til stendur að fara í á næstu misserum. Stjórnsýslan í því verkefni er svo ruglingsleg að það veit enginn hvar og hvernig ákvarðanir verða teknar um þær milljarðafjárfestingar sem þar eru á döfinni því umsýsla skíðasvæðanna eru ekki einu sinni inni í byggðasamlagi heldur nefnd með óljóst umboð. Fundurinn samþykkti einnig stofnun nýs opinbers hlutafélags um Borgarlínu og aðrar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu, í því felst að gera samstarfssamning upp á rúma 100 milljarða. Því miður er óskýr stjórnsýsla og framúrkeyrslur ekki nýjar fréttir. Svona hefur þetta verið um langt árabil og engin teikn á lofti um að neitt sé að breytast. Það er eflaust ekki vænlegt til árangurs að rassskella einn og einn kjörinn fulltrúa fyrir einstaka mál, skamma meirihlutann fyrir að taka óupplýstar ákvarðanir eða fyrir vond vinnubrögð þó full ástæða sé til. Málið er of alvarlegt til þess. Það þarf að búa til stjórnsýslulegt umhverfi sem tekur á vandanum. Það kostar sáralítið í samanburði við framúrkeyrslurnar, skaðabæturnar og tafirnar. Nú er skýrt ákall uppi um að opinberir aðilar fari í auknar fjárfestingar vegna aðstæðna í samfélaginu. Sjálf hef ég setið hjá í öllum innkaupamálum á þessu kjörtímabili þegar augljóslega er verið að taka óupplýstar ákvarðanir. Ég hef ítrekað bent á að innkaupaferlar eru óskýrir og bæta þarf þekkingu á útboðsmálum hjá Kópavogsbæ eins og staðfest hefur verið í nýrri skýrslu um úttekt á innkaupum hjá sveitarfélaginu. Áhættugreining er kjarninn í undirbúningi opinberra fjárfestinga ásamt því að auka þekkingu á málaflokknum í heild sinni. Við verðum að undirbúa okkur betur til að eiga fund með spaðanum sem býður í kvöldmat, fær sér stærstu steikina og dýrasta vínið en klappar svo á brjóstið á sér þegar kemur að því að borga reikninginn og segist hafa gleymt veskinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Af hverju ætli það sé að verða náttúrulögmál að opinberar fjárfestingar fara fram úr kostnaðaráætlunum? Ítrekað rata fjárfestingar sveitarfélaga í fréttir fyrir stórkostlega framúrkeyrslu, vanáætlanir og kærumál vegna útboða. Tugir og hundruðir milljóna eru greiddar úr sameiginlegum sjóðum bæjarbúa og verkefni tefjast um mánuði og ár. Nýverið stóðu bæjarfulltrúar í Kópavogi frammi fyrir því að taka ákvörðun um enn eina umframfjárveitinguna til Sorpu. Í þetta skiptið upp á 80 milljónir. Á sama tíma er framkvæmd viðkvæmra velferðarmála frestað sökum skorts á fjármagni og fjárveitingum. Og þetta er ekki eina dæmið. Fyrir tveimur árum var bent á að 9 af hverjum 10 verkefnum hins opinbera fara fram úr kostnaðaráætlunum. Margar þeirra margfaldast. Ýmis áhugaverð mál, tengd opinberum fjárfestingum, voru á dagskrá síðasta bæjarstjórnarfundar í Kópavogi. Eitt þeirra var erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sem benti á ýmsa alvarlega annmarka við umgjörð byggðasamlaganna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér upp. Til að nefna einhverja annmarka má benda á óskýrt umboð stjórnar byggðasamlaganna, veikt ályktunarhæfi, skort á endurskoðun samninga ofl. Ekkert af þessum athugasemdum ráðuneytisins kom á óvart enda hef ég gagnrýnt þessi atriði sem valda því að enginn virðist bera ábyrgð á neinu af því sem úrskeiðis fer. Það bendir hver á annan. Flestir þekkja alvarlega framúrkeyrslu hjá Sorpu hvað varðar Gas- og jarðgerðarstöðina. Til viðbótar má nefna árshlutauppgjör Strætó bs. Á áður nefndum bæjarstjórnarfundi í Kópavogi komu einnig fram útskýringar á varúðarfærslum vegna skaðabótaskyldu Strætó bs. vegna tapaðra dómsmála og skyldu byggðasamlagsins til að greiða skaðabætur vegna misheppnaðra útboða. Ef bara þessari upptalningu lyki hér. Á dagskrá fundarins var kynnt niðurstaða kærunefndar útboðsmála varðandi brú yfir Fossvog. Niðurstaðan er á þá leið að Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Kópavogsbær eru skaðabótaskyld gagnvart kærendum og hefja þarf verkið að nýju. Og ég vildi að ég gæti látið staðar numið hér. Svo er þó ekki. Á dagskrá fundarins var erindi um uppgjör vegna hönnunarútboðs á nýjum Kársnesskóla. Þar liggur fyrir að bæjarstjórn samþykkti tilboð upp á 99 milljónir. Nú liggur krafa upp á 300 milljónir á borðinu fyrir hönnun skólans. Við erum ekki byrjuð að byggja hann. Á áður nefndum fundi var einnig á dagskrá risafjárfesting í Bláfjöllum sem til stendur að fara í á næstu misserum. Stjórnsýslan í því verkefni er svo ruglingsleg að það veit enginn hvar og hvernig ákvarðanir verða teknar um þær milljarðafjárfestingar sem þar eru á döfinni því umsýsla skíðasvæðanna eru ekki einu sinni inni í byggðasamlagi heldur nefnd með óljóst umboð. Fundurinn samþykkti einnig stofnun nýs opinbers hlutafélags um Borgarlínu og aðrar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu, í því felst að gera samstarfssamning upp á rúma 100 milljarða. Því miður er óskýr stjórnsýsla og framúrkeyrslur ekki nýjar fréttir. Svona hefur þetta verið um langt árabil og engin teikn á lofti um að neitt sé að breytast. Það er eflaust ekki vænlegt til árangurs að rassskella einn og einn kjörinn fulltrúa fyrir einstaka mál, skamma meirihlutann fyrir að taka óupplýstar ákvarðanir eða fyrir vond vinnubrögð þó full ástæða sé til. Málið er of alvarlegt til þess. Það þarf að búa til stjórnsýslulegt umhverfi sem tekur á vandanum. Það kostar sáralítið í samanburði við framúrkeyrslurnar, skaðabæturnar og tafirnar. Nú er skýrt ákall uppi um að opinberir aðilar fari í auknar fjárfestingar vegna aðstæðna í samfélaginu. Sjálf hef ég setið hjá í öllum innkaupamálum á þessu kjörtímabili þegar augljóslega er verið að taka óupplýstar ákvarðanir. Ég hef ítrekað bent á að innkaupaferlar eru óskýrir og bæta þarf þekkingu á útboðsmálum hjá Kópavogsbæ eins og staðfest hefur verið í nýrri skýrslu um úttekt á innkaupum hjá sveitarfélaginu. Áhættugreining er kjarninn í undirbúningi opinberra fjárfestinga ásamt því að auka þekkingu á málaflokknum í heild sinni. Við verðum að undirbúa okkur betur til að eiga fund með spaðanum sem býður í kvöldmat, fær sér stærstu steikina og dýrasta vínið en klappar svo á brjóstið á sér þegar kemur að því að borga reikninginn og segist hafa gleymt veskinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar